Enski boltinn

Pearce: Þetta eru bara nornaveiðar og ekkert annað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Stuart Pearce.
Stuart Pearce. Nordic photos/AFP

Stuart Pearce, landsliðsþjálfari U-21 árs landsliðs Englands, hefur harðlega gagnrýnt fjölmiðlasirkusinn í kringum enska landsliðsfyrirliðann John Terry í breskum fjölmiðlum vegna framhjáhalds hans með barnsmóður Wayne Bridge.

Pearce telur að fjölskylduvandamál leikmannsins utan vallar muni ekki hafa neikvæð áhrif á frammistöðu hans inni á vellinum.

„Þetta eru bara nornaveiðar og ekkert annað og ég er ekki hrfinn af svoleiðis málflutningi og umfjöllun hjá fjölmiðlum. Ég veit ekki hvað Capello [landsliðsþjálfari Englands] gerir í málinu en hann stendur og fellur með ákvörðun sinni hvort sem hann sviptir Terry fyrirliðabandinu eða ekki.

Mér finnst Terry búinn að vera frábær fyrirliði fyrir England og ég tel að fjölskylduvandamál hans séu bara hans mál og þeirra sem koma þar beint að málum," segir Pearche í viðtali við Sky Sports fréttastofuna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×