Fótbolti

Ísland féll um tvö sæti á heimslista FIFA

Ómar Þorgeirsson skrifar
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands.
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd/Stefán

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á nýjum heimslista sem Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA birti í dag.

Ísland féll þar með um tvö sæti en landsliðið var í 92. sæti á listanum þar á undan sem birtist um miðjan desember.

Litlar breytingar voru á tíu efstu sætunum að þessu sinni fyrir utan það að Egyptaland er komið í tíunda sæti á listanum eftir sigur í Afríkukeppninni en landsliðið var áður í 24. sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×