Enski boltinn

Manchester City ætlar sér inn á Ameríkumarkaðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez er aðalandlit Manchster City.
Carlos Tevez er aðalandlit Manchster City. Mynd/AFP
Manchester City er að skipuleggja æfingaferð til Bandaríkjanna næsta sumar og forráðamenn félagsins ætla sér að koma "litla" Manchester-liðinu í hóp frægustu og vinsælustu fótboltafélaga í heimi.

Vinsældir ensku úrvalsdeildarinnar í Bandaríkjunum hafa verið að aukast og nú vonast forráðamenn City að þeir geti vakið athygli á félaginu sínu næsta sumar. Englendingar mæta Bandaríkjamönnum í úrslitakeppni í HM sem ætti að hjálpa ensku úrvalsdeildinni að komast inn í sviðsljósið.

Manchester City þarf hinsvegar að gera betur en Manchester United og Chelsea sem hafa reynt að vekja athygli á sér í Bandaríkjunum á síðustu árum. Manchester United hefur í kjölfar þess beint sjónum sínum að Austur-Asíu og hefur farið árlega í vel heppnaðar ferðir til þess heimshluta á undirbúningstímabilinu.

City-liðið fór til Auður-Afríku síðasta sumar og spilaði síðan æfingaleik við heimalið eigandans Sheikh Mansour í Abu Dhabi í nóvember. Nú má hinsvegar búast við því að Carlos Tevez spili í Chicago og Los Angeles á undirbúningstímabilinu fyrir næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×