Enski boltinn

Grant fer afar fögrum orðum um Hermann

Ómar Þorgeirsson skrifar
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson. Mynd/Arnþór

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Fulham tekur á móti Portsmouth.

Hermann Hreiðarsson getur ekki leikið með Portsmouth í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í tapleiknum gegn Manchester City á dögunum og knattspyrnustjórinn Avram Grant hjá Portsmouth segir að vinstri bakvarðarins verði vissulega sárt saknað og hrósar honum í hástert.

„Hermann er einn allra besti atvinnumaður sem ég hef séð. Hann gefur sig af öllu hjarta í það sem hann tekur sér fyrir hendur og er alltaf jákvæður. Læknarnir okkar sögðu honum í síðasta mánuði að hann myndi missa af næstu fjórum leikjum en hann spilaði þá alla.

Við þurfum því á honum og persónuleika hans að halda inni á vellinum aftur eins fljótt og auðið er. Hann verður líklega frá í næstu tvær vikur en með Hermann þá maður aldrei hvað gerist," segir Grant í viðtali á opinberri heimasíðu Portsmouth.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×