Fleiri fréttir

Stefnt á að hefja framkvæmdir við Stanley Park á ný

Stjórnarformaðurinn Christian Purslow hjá Liverpool hefur greint frá því að félagið sé nú í viðræðum við nýja fjárfesta til þess að geta haldið áfram framkvæmdum við fyrirhugaðann nýjan leikvang félagsins við Stanley Park.

Gana reynir að fá Balotelli í sínar raðir

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport greinir frá því að aðstandendur landsliðs Gana, sem tekur þátt í lokakeppni HM í sumar, séu ekki búnir að gefa upp alla von um að sannfæra framherjann Mario Balotelli hjá Inter um að spila fyrir Gana.

Pavlyuchenko gæti enn yfirgefið herbúðir Tottenham

Samkvæmt heimildum Daily Mail þá mun umboðsmaður rússneska framherjans Roman Pavlyuchenko hjá Tottenham ekki vera búinn að útiloka möguleikann á að leikmaðurinn yfirgefi herbúðir Lundúnafélagsins á næstu vikum.

Banni Ferdinand áfrýjað á ný - Wembley nú í hættu

Varnarmaðurinn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester United var sem kunnugt er dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa slegið til Craig Fagan leikmanns Hull í leik félaganna í síðasta mánuði.

Beckham: Manchester United var mín fyrsta ást

Stórstjarnan David Beckham býr sig nú undir að snúa aftur á Old Trafford, heimavöll uppeldisfélagssins Manchester United, þegar að núverandi félag hans AC Milan mætir enska félaginu í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Drogba og Kalou klárir í slaginn með Chelsea í kvöld

Einn leikur fer fram í ensku úrvalsdeildinni þegar Hull tekur á móti toppliði Chelsea á KC-leikvanginum í Hull. Chelsea getur með sigrinum náðu fjögurra stiga forskoti á Englandsmeistara Manchester United á toppi deildarinnar en Hull þarf nauðsynlega á stigi eða stigum að halda í harðri fallbaráttu en liðið er sem stendur í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Aldrei minni eyðsla síðan janúargluggi komst í gagnið

Ensk úrvalsdeildarfélög héldu að sér höndunum í janúarglugganum, svo eftir var tekið, en í heildina eyddu þau aðeins 32 milljónum punda í janúar þetta árið samanborið við 170 milljónir punda á síðasta ári samkvæmt útreikningum Daily Mail.

Hermann afar ósáttur með eigendur Portsmouth

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson er allt annað en sáttur með eigendur Portsmouth en leikmenn og aðrir starfsmenn félagsins hafa ekki enn fengið laun sín greidd fyrir janúar.

Robinho: Stefni á að dvelja lengi hjá Santos

Brasilíumaðurinn Robinho var kynntur með pomp og prakt fyrir stuðningsmönnum Santos um helgina eftir að hafa gengið til liðs við félagið á sex mánaða lánssamningi frá Manchester City.

Bayern setur Ribery úrslitakosti

Framtíð Frakkans, Franck Ribery, er enn í lausu lofti og því hefur félagið sett honum úrslitakosti. Annað hvort skrifar hann undir nýjan samning við félagið í mars eða hann fær ekki að spila meira.

Keane lánaður til Celtic

Tottenham hefur loksins tekist að losa sig við framherja því Írinn Robbie Keane hefur samþykkt að spila með Celtic til loka leiktíðarinnar.

Man. City keypti Adam Johnson

Man. City er að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum á lokasprettinum áður en sjoppunni verður lokað.

Sunderland fær Hutton á láni frá Tottenham

Sunderland hefur krækt í hægri bakvörðinn Alan Hutton frá Tottenham en knattspyrnustjórnn Harry Redknapp hjá Tottenham staðfesti fregnirnar í samtali við Sky sports fréttastofuna í morgun.

Shorey lánaður til Fulham út tímabilið

Vinstri bakvörðurinn Nicky Shorey hefur verið lánaður til Fulham frá Aston Villa út yfirstandandi keppnistímabil en Sky Sports fréttastofan greindi frá þessu í dag.

Huntelaar og Flamini verða áfram hjá AC Milan

Framherjinn Klaas-Jan Huntelaar og miðjumaðurinn Mathieu Flamini hafa staðfest við ítalska fjölmiðla að þeir hafi í hyggju að vera áfram í herbúðum AC Milan, í það minnsta út yfirstandandi keppnistímabil.

Fulham og Sunderland bítast um Beattie

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar eru Fulham og Sunderland bæði búin að leggja fram kauptilboð í framherjann James Beattie hjá Stoke.

West Ham í sambandi við PSG út af Kezman

Sky Sports fréttastofan kveðst hafa heimildir fyrir því að forráðamenn West Ham hafi sett sig í samband við forráðamenn Paris St Germain út af framherjanum Mateja Kezman.

Tottenham setur verðmiða á Keane

Sunderland og West Ham eru talin vera í baráttu um að fá framherjann Robbie Keane á láni frá Tottenham en samkvæmt Daily Mirror vill Lundúnafélagið fá eina milljón punda fyrir að leigja út írska landsliðsmanninn fram á sumar.

Redknapp tilbúinn að láta Pavlyuchenko fara

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham viðurkennir að hann reikni fastlega með því að framherjinn Roman Pavlyuchenko muni yfirgefa herbúðir félagsins í dag en það muni þó aðeins gerast ef sómasamlegt kauptilboð berist í leikmanninn.

City-menn með nýtt kauptilboð í Johnson

Forráðamenn Manchester City hafa ekki gefið upp alla von um að landa kantmanninum knáa Adam Johnson hjá Middlesbrough áður en félagaskiptaglugganum lokar í dag en enska b-deildarfélagið hafði áður hafnað boði fyrrnefnda félagsins í leikmanninn.

Keane til Sunderland og Jones til Liverpool?

Það er klárlega engin vöntun á slúðurmolum í bresku dagblöðunum í dag á lokadegi félagsskiptagluggans. Mörg blöð greina frá því í dag að Sunderland sé að reyna að fá framherjann Robbie Keane frá Tottenham og spá því jafnframt að fari svo að knattspyrnustjórinn Steve Bruce hjá Sunderland nái að landa Keane þá sé hann tilbúinn að selja framherjann Kenwyne Jones til Liverpool.

Sjá næstu 50 fréttir