Fleiri fréttir

Gunnar Már á leiðinni til Íslandsmeistara FH

Fjölnismaðurinn Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni til Íslandsmeistara FH samkvæmt frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gunnar Már á eitt ár eftir af samningi sínum við Grafarvogsliðið sem er fallið í 1. deild. Hann sjálfur vildi hvorki játa né neita þessum fréttum í viðtali við íþróttadeild Stöðvar 2.

Messi: Argentína kemst á HM

Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, segir að hann sé þess fullviss að Argentína komist á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Stelpurnar unnu Rúmeníu 5-0 og eru komnar í milliriðil

Stelpurnar í íslenska 19 ára landsliðinu eru komnar áfram í milliriðli í undankeppni EM 2010 eftir 5-0 sigur á Rúmeníu í lokaleiknum sínum. Íslenska liðið endaði í 2. sæti í sínum riðli en tvö efstu liðin komust áfram í næstu umferð. Kristín Erna Sigurlásdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir skoruðu báðar tvennu í dag.

Teitur og lærisveinar hans í eldlínunni í nótt

Vancouver Whitecaps heldur áfram leið sinni að því að verja titil sinn í Norður-amerísku USL-1 deildinni undir stjórn Skagamannsins Teits Þórðarsonar en félagið mætir Carlolina RailHawks í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í nótt.

Barcelona ætlar að kaupa Suarez í janúar

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Meistaradeildarmeistarar Barcelona hafi hug á því að styrkja framlínu sína þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Dacourt til Standard Liege

Olivier Dacourt hefur ákveðið að ganga til liðs við belgíska félagið Standard Liege en hann hefur verið samningslaus síðan hann hætti hjá Inter á Ítalíu í sumar.

Paterson frá í þrjá mánuði

Burnley hefur orðið fyrir miklu áfalli eftir að ljóst var að sóknarmaðurinn Martin Paterson verður frá næstu þrjá mánuðina eftir að hann meiddist í vikunni.

Redknapp ætlar ekki að ná í Campbell

Harry Redknapp hefur útilokað að Tottenham ætli að freista þess að fá Sol Campbell til liðs við félagið en sá síðarnefndi hætti hjá Notts County í vikunni.

Sir Alex Ferguson: Vill mæta liði sonar síns í næstu umferð

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United gat verið ánægður þrátt fyrir aðeins 1-0 sigur á Wolves á heimavelli í enska deildarbikarnum í kvöld því hans menn þurftu að spila tíu á móti ellefu síðasta klukkutímann í leiknum.

Veigar Páll í byrjunarliðinu þegar Nancy sló út Mónakó

Veigar Páll Gunnarsson var í byrjunarliði Nancy þegar liðið vann 2-0 sigur á Eið Smára Guðjohnsen og félögum í Mónakó í franska deildarbikarnum í kvöld. Eiður Smári spilaði fyrsta klukkutímann hjá Mónakó sem tapaði í fyrsta sinn síðan að hann kom til liðsins.

Manchester Unired manni færri í klukkutíma en vann samt

Manchester United er komið áfram í fjórðu umferð enska deildarbikarsins eftir 1-0 sigur á Wolves á Old Trafford í kvöld. Chelsea marði á sama tíma 1-0 sigur á QPR og Manchester City vann eftir framlengingu á móti Fulham. Tottenham og Everton voru hinsvegar bæði á skotskónum í sínum leikjum.

Cristiano Ronaldo skoraði og setti nýtt met hjá Real

Cristiano Ronaldo skoraði fyrra mark Real Madrid í 2-0 sigri á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Með því varð hann fyrsti leikmaðurinn í sögu Real Madrid sem skorað í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum með félaginu.

Graham: Höldum Heiðari vonandi áfram út tímabilið

Framherjinn Danny Graham hjá enska b-deildarfélaginu Watford er gríðarlega ánægður með endurkomu Heiðars Helgusonar til félagsins en Heiðar gerði sér lítið fyrir og skoraði tvennu í endurkomuleik sínum um helgina.

Frönsku stelpurnar unnu 7-0 sigur í Króatíu

Franska kvennalandsliðið vann 7-0 útisigur á Króatíu í undankeppni HM í dag en leikurinn fór fram í Zapresic í Króatíu. Liðin eru eins og kunnugt er með stelpunum okkar í riðli.

Robson ráðinn sem landsliðþjálfari Tælands

Knattspyrnusamband Tælands hefur staðfest að Bryan Robson hafi samþykkt að gerast landsliðsþjálfari Tælands en hann tekur við starfi Peter Reid sem hætti á dögunum til þess að gerast aðstoðarþjálfari Stoke.

Al-Fahim: Portsmouth liggur ekkert á að kaupa nýja leikmenn

Al-Fahim, nýi eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Portsmouth, segir ekkert liggja á að kaupa nýja leikmenn til félagsins og ætlar að jafnvel að bíða þar til í sumar áður en hann fer að styrkja liðið. Portsmouth hefur tapað sex fyrstu leikjunum og verður með sama áframhaldi orðið b-deildarlið næsta sumar.

Englendingar mæta Brasilíumönnum í vináttuleik í nóvember

Knattspyrnulandslið Englands og Brasilíu munu mætast í vináttulandsleik í Doha í nóvember en enska knattspyrnusambandið tilkynnti þetta á heimasíðu sinni í dag. Þetta verður 23. landsleikur þjóðanna og sá fyrsti síðan þær gerðu 1-1 jafntefli á Wembley fyrir tveimur árum.

Everton bendir fingrinum aftur að Diouf

Talsmaður Everton segir að ásakanir framherjans El-Hadji Diouf hjá Blackburn um að stuðningsmenn Everton hafi beitt hann kynþáttahatri séu ekki til rannsóknar.

Keegan enn í deilum við eiganda Newcastle

Knattspyrnustjórinn Kevin Keegan er enn ekki búinn að ná sáttum við Mike Ashley, eiganda Newcastle, eftir að hann hætti sem stjóri félagsins í upphafi tímabilsins á síðasta ári.

Milos Krasic á leið til AC Milan

Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum hefur CSKA Moskva tekið tilboði AC Milan í serbneska miðvallarleikmanninn Milos Krasic.

Ronaldo nálgast nýtt met

Cristiano Ronaldo getur skrifað nafn sitt í sögubækur Real Madrid ef hann skorar í leik liðsins gegn Villarreal í kvöld.

Wilshire gagnrýndur fyrir slæma framkomu

Táningurinn Jack Wilshire hjá Arsenal hefur verið gagnrýndur fyrir slæma framkomu og sinn þátt í því að Jerome Thomas, leikmaður West Brom, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðanna í gær.

Sex íslenskir dómarar á einum leik

Alls verða sex íslenskir dómarar við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni í knattspyrnu sem fer fram í næstu viku.

Sol Campbell hættur hjá Notts County

Fréttastofa Sky Sports fullyrðir að Sol Campbell sé hættur hjá enska D-deildarfélaginu Notts County eftir að hann hafi spilað aðeins einn leik með félaginu.

Romario farinn á fullt í stjórnmálin

Brasilíski markahrókurinn Romario er nú alveg hættur í fótboltanum og farinn í stjórnmálin í heimalandi sínu. Hann er á framboðslista Sósíalistaflokksins í brasilísku þingkosningunum á næsta ári.

Liverpool rétt marði Leeds í enska deildarbikarnum

Liverpool vann nauman 1-0 sigur á Leeds í enska deildarbikarnum í kvöld en þá fóru fram tíu leikir í 3. umferð keppninnar. Arsenal vann 2-0 sigur á West Brom en úrvalsdeildarliðin Burnley, West Ham og Birmingham eru úr leik.

Hólmfríður valin í bandarísku atvinnumannadeildina

Hólmfríður Magnúsdóttir leikmaður Kristianstad í Svíþjþóð og íslenska landsliðsins var í kvöld valin af Philadelphia Independence í nýliðavali bandarísku atvinnumannadeildarinnar. Þetta kom fyrst fram á fótbolti.net.

Sjá næstu 50 fréttir