Fleiri fréttir

U17 á leið til Svíþjóðar

U17 ára landslið karla er að fara til Svíþjóðar þar sem það mun keppa á Norðurlandamótinu. Landsliðsþjálfarinn Lúkas Kostic opinberaði í dag hóp sinn fyrir mótið.

Sinisa Kekic til HK

Botnlið HK í Landsbankadeildinni hefur fengið liðstyrk. Fram kemur á vefsíðunni Fótbolti.net að liðið sé að klófesta Sinisa Valdimar Kekic sem gengur til liðs við félagið frá Víkingi.

Wigan kaupir Kapo

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan gekk í dag frá kaupum á franska miðjumanninum Oliver Kapo frá Birmingham fyrir 3,5 milljónir punda. Steve Bruce, stjóri Wigan, þekkir Kapo vel því það var hann sem fékk miðjumanninn til Birmingham frá Juventus á sínum tíma.

Mancini til Inter

Jose Mourinho gekk í dag frá sínum fyrstu kaupum sem þjálfari Inter Milan á Ítalíu þegar félagið festi kaup á Brasilíumanninum Amantino Mancini frá Roma. Hann kostaði meistarana um 10 milljónir punda og hefur skrifað undir fjögurra ára samning.

Alonso út úr myndinni hjá Juventus

Ítalska knattspyrnufélagið Juventus er hætt við að reyna að kaupa miðjumanninn Xabi Alonso hjá Liverpool. Þetta sagði forseti félagsins eftir að Juventus gekk frá kaupum á hinum danska Christian Poulsen í gær. Poulsen var áttundi leikmaðurinn sem gengur í raðir Juventus í sumar.

Rúnar stýrir HK út leiktíðina

Rúnar Páll Sigmundsson verður þjálfari HK það sem eftir lifir sumars í Landsbankadeildinni. Þetta staðfesti íþróttastjóri HK í samtali við fotbolti.net í dag.

Tekur dugnað fram yfir hæfileika

Josep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur þegar lagt línurnar fyrir næstu leiktíð hjá stórliðinu. Hann metur dugnað fram yfir hæfileika og hefur gert miklar breytingar síðan hann tók við af Frank Rijkaard.

Pálmi Rafn til Stabæk

Knattspyrnudeild Vals samþykkti í gærkvöld að selja Pálma Rafn Pálmason til norska úrvalsdeildarfélagsins Stabæk. Frá þessu var greint á fréttavef Rúv í hádeginu.

Ronaldo er með bumbu

Brasilíski framherjinn Ronaldo hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðan í febrúar en talsmenn AC Milan hafa sagt að endurhæfing hans hafi gengið vel. Kappinn virðist þó ekki hafa eytt öllum tímanum í tækjasalnum ef marka má myndir sem The Sun birti af honum.

Samaras samdi við Celtic

Gríski framherjinn Georgios Samaras gerði í dag þriggja ára samning við skosku meistarana í Glasgow Celtic. Þessi 23 ára gamli leikmaður stóð sig vel sem lánsmaður hjá Celtic frá Manchester City á síðustu leiktíð og hefur nú gengið frá endanlegum félagskiptum.

Arsenal hefur áhuga á Barry

Martin O´Neill, knattspyrnustjóri Aston Villa, segir í samtali við Sun að Arsenal hafi sett sig í samband vegna miðjumannsins

Blikar unnu baráttuna um Kópavog

Breiðablik vann HK 2-1 í Kópavogsslagnum í kvöld. Blikar voru einum fleiri nánast allan leikinn en þrátt fyrir það börðust HK-ingar grimmilega og undir lokin gat allt gerst.

Þróttarar gerðu jafntefli við tíu Grindvíkinga

Grindavík og Þróttur gerðu 2-2 jafntefli í Landsbankadeild karla í kvöld. Grindvíkingar léku manni færri frá 57. mínútu en fékk Tomasz Stolpa sitt annað gula spjald fyrir mótmæli.

Þórarinn skaut Keflavík á toppinn

Þórarinn Brynjar Kristjánsson skoraði bæði mörk Keflavíkur sem vann 2-0 útisigur á Fram í Landsbankadeildinni í kvöld. Hann kom inn sem varamaður á 81. mínútu.

Ólafur með jöfnunarmark Brann

Það var sannkallaður Íslendingaslagur í Noregi í kvöld þegar Brann og Lyn gerðu jafntefli 1-1. Ólafur skoraði jöfnunarmark Brann úr vítaspyrnu.

Sundsvall tapaði fyrir Örebro

Íslendingaliðið Sundsvall tapaði fyrir Örebro 2-1 í sænska boltanum í kvöld. Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson voru báðir í byrjunarliði Sundsvall.

Santa Cruz ánægður hjá Blackburn

Roque Santa Cruz, sóknarmaður Blackburn, segist ekki vera að sækjast eftir því að fara frá liðinu. Manchester United, Manchester City og Arsenal hafa sýnt leikmanninum áhuga.

Bobby Zamora til Fulham

Fulham er að ganga frá kaupum á sóknarmanninum Bobby Zamora frá West Ham. Zamora er að gangast undir læknisskoðun á Craven Cottage.

Færeyingar stórhuga gegn Man City

Stjórnarformaður knattspyrnufélagsins EB/Streymur í Færeyjum segist ekki eiga von á að hans menn verði kjöldregnir á fimmtudaginn þegar þeir mæta enska úrvalsdeildarliðinu Manchester City í Þórshöfn.

Keisarinn skýtur á leikmenn Bayern

Franz Beckenbauer, forseti Bayern Munchen, segist ánægður með störf Jurgen Klinsmann sem tók við þjálfun liðsins í sumar. Hann getur þó ekki stillt sig um að skjóta aðeins á leikmenn liðsins.

Crouch: Ég varð að fara frá Liverpool

Framherjinn Peter Crouch segist hafa yfirgefið Liverpool með söknuð í hjarta en ætlar sér stóra hluti undir stjórn Harry Redknapp hjá Portsmouth.

Carson í viðræðum við Stoke

Enski landsliðsmarkvörðurinn Scott Carson er nú sagður í samningaviðræðum við Stoke City eftir að Liverpool samþykkti 3,5 milljón punda kauptilboð í hann í dag.

Eto´o til Úsbekistan?

Meistaralið Úsbekistan í knattspyrnu, Kuruvchi, hefur sent út tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem tilkynnt er að félagið hafi gert skammtímasamning við framherjann Samuel Eto´o hjá Barcelona.

Kærasta Nasri vekur lukku á Englandi

Breskir fjölmiðlar gera sér jafnan mikinn mat úr kærustum og eiginkonum knattspyrnumanna þar í landi. Kærasta miðjumannsins Samir Nasri er þar engin undantekning.

City með risatilboð í Ronaldinho?

Forráðamenn Barcelona greindu frá því í dag að félaginu hefði borist 25,5 milljón punda kauptilboð í brasilíska sóknarmanninn Ronaldinho frá Manchester City á Englandi.

Moyes í samningaviðræðum

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton hefur staðfest að hann sé nú í viðræðum við forráðamenn félagsins með það fyrir augum að framlengja samning sinn við Everton.

Engin tilboð komin í Arshavin

Forráðamenn Zenit St. Petersburg fullyrða að engin kauptilboð hafi komið inn á borð félagsins í miðjumanninn Andrei Arshavin. Hann hefur verið orðaður við Arsenal, Chelsea og Tottenham að undanförnu, en til þessa hefur aðeins Barcelona gert í hann formlegt kauptilboð.

Slúður dagsins á Englandi

Breska pressan er full af safaríku slúðri úr ensku úrvalsdeildinni í dag. Þar segir m.a. að Tottenham sé við það að gera tilboð í kantmanninn David Bentley hjá Blackburn og að Manchester United ætli að gera Tottenham 25 milljón punda lokatilboð í Dimitar Berbatov.

Winterburn ráðinn til Blackburn

Nigel Winterburn, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur verið ráðinn sem varnarþjálfari í teymi Paul Ince hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Blackburn. Bakvörðurinn fyrrverandi hefur unnið sem sjónvarpsmaður hjá Sky en er nú að takast á við sitt fyrsta verkefni í þjálfun.

Boltavaktin: Þrír leikir í kvöld

Þrír leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en að vanda er fylgst grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins.

Garðar skoraði tvö

Fredrikstad vann Lilleström 4-0 í norsku úrvalsdeildinni í dag. Garðar Jóhannsson skoraði tvö af mörkunum.

Mikilvægur sigur Fylkis - Staða ÍA versnar

Tveir leikir voru í Landsbankadeild karla í kvöld. ÍA tapaði fyrir Fjölni í Grafarvogi. Fylkismenn unnu óvæntan sigur í Kaplakrika og staða neðstu tveggja liða deildarinnar versnaði.

Agger á byrjunarreit

Daniel Agger, varnarmaður Liverpool, segist vera á byrjunarreit aftur á ferli sínum hjá félaginu. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í tíu mánuði.

Shevchenko til Sampdoria?

Sampdoria vill fá sóknarmanninn Andriy Shevchenko lánaðan á komandi tímabili. Shevchenko hefur átt erfitt með að vinna sér inn sæti í lið Chelsea þau tvö ár sem hann hefur verið á Englandi.

Boltavaktin á leikjum kvöldsins

Tveir leikir eru í Landsbankadeild karla í kvöld en fylgst er grannt með gangi mála á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fjölnir tekur á móti ÍA klukkan 19:15 og 20:00 eigast við FH og Fylkir.

Sigurður nýtur stuðnings stjórnar og leikmanna

Sænska dagblaðið Expressen hélt því fram í gær að leikur Djurgården og IFK Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni hafi verið síðasta tækifæri Sigurðar Jónssonar til að bjarga starfi sínu.

Ráðist að varamannaskýli Djurgården

Sigurður Jónsson, þjálfari Djurgården, og félagar hans á varamannabekk liðsins í gær voru í hættu er æstir stuðningsmenn réðust að varamannaskýlinu.

Ragnar maður leiksins

Ragnar Sigurðsson var besti leikmaður IFK Gautaborgar sem vann 2-1 sigur á Djurgården á útivelli í gær samkvæmt Expressen.

Ætlar að vanda valið

Sir Alex Ferguson ætlar að taka sér góðan tíma í að velja sér aðstoðarmann í stað Carlos Queiroz sem tekinn er við landsliði Portúgal.

Markaðurinn ræður

Umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson hefur staðið á bakvið félagaskipti margra íslenska leikmanna undanfarin ár. Hann segir að verð á leikmönnum hafi hækkað.

Vill að framtíð Diouf skýrist sem fyrst

Gary Megson, stjóri Bolton, hefur sagt El Hadji Diouf að ganga frá sínum málum sem fyrst. Diouf hefur fengið leyfi til að sinna persónulegum erindagjörðum í Senegal.

Dramatík í 1. deildinni

Tveir leikir voru í 1. deild karla í knattspyrnu í dag. Víkingsliðin frá Reykjavík og Ólafsvík náðu bæði að skora í blálok sinna leikja.

Sjá næstu 50 fréttir