Fótbolti

Markaðurinn ræður

Umboðsmaðurinn Ólafur Garðarsson hefur staðið á bakvið félagaskipti margra íslenska leikmanna undanfarin ár. Hann segir að verð á leikmönnum hafi hækkað.

„Verðið hefur verið frá 10 og upp í 15 milljónir en síðustu tvö til þrjú ár hefur þetta verið að hækka. Nú er algent verð 15-25 milljónir," segir umboðsmaðurinn. „Ég held að það sé alltaf markaðurinn sem ræður verði leikmanna, eins og með allt annað. Ef hlutur er of dýr þá selst hann ekki," sagði Ólafur. „Ég óska þess að sjálfsögðu alltaf að íslensk félagslið fái sem mest fyrir sína leikmenn."

Hann bendir einnig á að ekki sé mikið borgað fyrir 15-17 ára stráka með litla reynslu en verð geti verið árangurstengd. Þá breytist verð oft eftir aldri og reynslu. „Ég tala nú ekki um ef þeir eiga landsleik að baki."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×