Enski boltinn

Kærasta Nasri vekur lukku á Englandi

Tatiana Golovin
Tatiana Golovin NordcPhotos/GettyImages

Breskir fjölmiðlar gera sér jafnan mikinn mat úr kærustum og eiginkonum knattspyrnumanna þar í landi. Kærasta miðjumannsins Samir Nasri er þar engin undantekning.

Hinn 21 árs gamli Nasri gekk í raðir Arsenal frá Marseille fyrir nokkru og hann er í sambandi með tvítugri þokkadís úr tennisheiminum - Tatiönu Golovin.

Golovin þessi vakti verðskuldaða athygli á Wimbledon mótinu í fyrra þegar hún klæddist eldrauðum nærbuxum á þessu íhaldssama viðburði og fór það fyrir brjóstið á mótshöldurum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×