Fleiri fréttir

Leeds tryggði sér umspilssæti

Leeds United tryggði sér í kvöld sæti í umspili um sæti í ensku B-deildinni þegar það lagði Yeovil 1-0. Það er ekki síst merkilegur árangur í ljósi þess að Leeds hóf leik með fimmtán stig í mínus í sumar sem leið eftir að félagið fór í greiðslustöðvun.

Gautaborg tapaði fyrir nýliðunum

Sjöundu umferðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu lauk í kvöld og þar urðu óvænt úrslit þegar meistarar Gautaborgar töpuðu 2-1 á útivelli fyrir nýliðum Ljungskile. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson voru á sínum stað í byrjunarliði Gautaborgar sem situr í fjórða sæti deildarinnar.

Fartölvu forsetans stolið

Þjófur lét greipar sópa um höfuðstöðvar knattspyrnufélagsins Barcelona eftir leik liðsins gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Hann hafði á brott með sér fartölvum forseta félagsins Joan Laporta og hefur félagið tilkynnt að mál verði tafarlaust höfðað á hendur hverjum þeim sem misnotar upplýsingar sem þar er að finna.

Liverpool nálgast Degen

Samkvæmt fréttum frá Liverpool er liðið að nálgast hægri bakvörðinn svissneska Philipp Degen. Rafael Benítez ræddi í vikunni við Tom Hicks um leikmannakaup sumarsins og er Degen ofarlega á óskalista hans.

Vidic æfði með United í dag

Serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic æfði með Manchester United í dag og eru menn vongóðir um að hann verði tilbúinn í slaginn fyrir stórleikinn gegn Chelsea á morgun.

Ráðast úrslitin á morgun?

Ef Sir Alex Ferguson og lærisveinar hans í Manchester United vinna Chelsea á Stamford Bridge á morgun eru þeir nánast öruggir með enska meistaratitilinn þetta árið.

Pirlo bjartsýnn fyrir EM

Andrea Pirlo er allt að því sigurviss fyrir Evrópumót landsliða á komandi sumri. Þessi 28 ára leikmaður var í ítalska landsliðinu sem vann HM fyrir tveimur árum og er bjartsýnn á að liðið geti endurtekið leikinn í sumar.

Dyrnar opnar fyrir Beckham

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að dyrnar séu opnar fyrir David Beckham um að leika á heimsmeistaramótinu 2010. Mikið hefur verið rætt um hvort Beckham eigi framtíð með landsliðinu.

Newcastle hentar Modric vel

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, segir að Newcastle United sé góður áfangastaður fyrir Luka Modric. Fjölmörg lið hafa áhuga á Modric sem leikur með Dinamo Zagreb en sagan segir að Newcastle sé að vinna kapphlaupið.

Lampard ekki með á morgun

Frank Lampard mun ekki leika með Chelsea á morgun þegar liðið tekur á móti Manchester United í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar. Móðir hans lést úr lungnabólgu miðvikudagskvöld.

McCarthy framlengir við Blackburn

Benni McCarthy hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Blackburn Rovers og er því samningsbundinn félaginu til sumarsins 2011.

Bara Arsenal kemur til greina

Thierry Henry sagði í viðtali við BBC að hann væri ánægður í herbúðum Barcelona. Ef hann kæmi aftur í enska boltann væri Arsenal eina félagið sem til greina kæmi.

Grétar Rafn: Ekki vanur botnbaráttu

Landsliðsmaðurinn Grétar Rafn Steinsson hefur fengið að kynnast botnbaráttunni síðan hann gekk til liðs við Bolton. Grétar var áður að berjast á hinum endanum með hollenska liðinu AZ Alkmaar.

Álaborg að stinga af

Álaborg er komið með sjö stiga forskot á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Liðið vann 3-0 sigur á Randers í gær. Midtjylland situr í öðru sæti.

Zenit náði jafntefli í Þýskalandi

Í kvöld fóru fram fyrri leikirnir í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða, UEFA-bikarnum. Zenit St. Pétursborg gerði góða ferð til Þýskalands og náði útivallarmarki gegn Bayern München.

Eyjólfur og Hannes skoruðu

Leikið var í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og eins og oft áður voru íslenskir leikmenn í eldlínunni. Eyjólfur Héðinsson og Hannes Þ. Sigurðsson skoruðu fyrir lið sín.

Cardiff fær að fara í Evrópukeppnina

Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Cardiff City verði fulltrúi þess í Evrópukeppni félagsliða ef því tekst að vinna sigur í úrslitaleik FA bikarsins

Lofar meiri sóknarbolta

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, lofar meiri sóknarbolta frá sínum mönnum í seinni leiknum gegn Barcelona. Liðin gerðu markalaust jafntefli í fyrri leiknum á miðvikudag.

Aurelio ekki meira með

Að öllum líkindum er tímabilið búið hjá Fabio Aurelio, vinstri bakverði Liverpool. Hann fór meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea og í hans stað kom John Arne Riise inná.

Valur í úrslit eftir sigur á ÍA í markaleik í Kórnum

Pálmi Rafn Pálmason og Dennis Bo Mortensen skoruðu báðir tvívegis fyrir Val sem vann 5-2 sigur á ÍA í Kórnum í dag. Eftir að Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald keyrðu Íslandsmeistararnir yfir þá.

Jo til City í sumar?

Umboðsmaður sóknarmannsins Jo telur góðar líkur á því að Manchester City geti krækt í leikmanninn í sumar. Til þess þarf félagið að ná samkomulagi við CSKA Moskvu, liðið sem Jo leikur með.

Móðir Lampards er látin

Móðir Frank Lampards, knattspyrnumanns í Chelsea, er látin eftir erfið veikindi. Hún var 58 ára gömul og hafði barist gegn lungnasjúkdómi sem á endanum dró hana til dauða.

Inter hefur áhuga á Hleb

Roberto Mancini, þjálfari Inter, hefur staðfest að Alexander Hleb sé á óskalista sínum fyrir sumarið. Hleb er í herbúðum Arsenal og hefur oft verið orðaður við Inter síðustu mánuði.

Vel heppnaður fundur

Tom Hicks, annar af eigendum Liverpool, fundaði með Rafael Benítez í kringum leikinn gegn Chelsea í vikunni. Á fundinum vildi Benítez fá ýmis mál á hreint og þá var rædd um hugsanleg kaup á komandi sumri.

Boltavaktin á undanúrslitum Lengjubikarsins

Fylgst verður vel með gangi mála í undanúrslitaleikjum Lengjubikarsins á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins. Fylgst verður grannt með öllu því helsta sem gerist í leikjunum í dag.

Rijkaard: Fleiri hafa trú á okkur

Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, segir að fleiri hafi nú trú á því að félagið komist í úrslit Meistaradeildarinnar eftir leik kvöldsins.

Vidic tæpur fyrir Chelsea-leikinn

Alex Ferguson, stjóri Manchester United, telur að það verði bónus ef Nemanja Vidic geti spilað með liðinu gegn Chelsea um helgina.

Ferguson ánægður með úrslitin

Alex Ferguson var ánægður með úrslitin á Nou Camp í kvöld og neitaði að kenna Ronaldo um að hans mönnum tókst ekki að skora í kvöld.

Roy Keane viðurkennir mistök

Sá sjaldgæfi atburður átti sér stað í viðtali í dag að Roy Keane, stjóri Sunderland, viðurkenndi að hann hafi gert smávægileg mistök á tímabilinu og gert of miklar kröfur til leikmanna sinna á tímabilinu.

McClaren fer á EM í sumar

Steve McClaren verður á EM í fótbolta í sumar þó svo að honum hafi misstekist að fara þangað með enska landsliðið þegar hann starfaði sem landsliðsþjálfari.

United hélt hreinu í Barcelona

Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu.

Jafntefli hjá Bröndby

Stefán Gíslason kom inn á sem varamaður er Bröndby gerði 2-2 jafntefli við botnlið Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Eiður á bekknum - Vidic ekki með

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Manchester United í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Drogba til Inter í skiptum fyrir táning?

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Chelsea hafi boðið Inter Didier Drogba en aðeins ef þeir fá táninginn Mario Balotelli í staðinn.

Riise fær stuðning frá Gerrard

Steven Gerrard segir að John Arne Riise verði ekki gerður að neinum sökudólgi eftir 1-1 jafntefli Liverpool og Chelsea í gær. Riise jafnaði með sjálfsmarki á lokasekúndunni.

Zlatan vill til Spánar eða Englands

Zlatan Ibrahimovic, sóknarmaður Inter, segist vilja spila á Spáni eða Englandi. Þessi skemmtilegi 27 ára leikmaður er nú í heimalandi sínu, Svíþjóð, að jafna sig af meiðslum í hné.

Erfitt að hugsa um fótbolta

Frank Lampard, miðjumaður Chelsea, viðurkennir að hafa ekki verið andlega tilbúinn fyrir leikinn gegn Liverpool í gær. Hann lék ekki með Chelsea um síðustu helgi þar sem hann var á sjúkrahúsi við hlið móður sinnar sem var þungt haldin vegna sjúkdóms í lungum.

Berlusconi hættir hjá AC Milan

Silvio Berlusconi hyggst hætta sem forseti hjá AC Milan eftir að hann tekur sæti forsætisráðherra Ítalíu í þriðja sinn í næsta mánuði.

Óvíst með Vidic í kvöld

Óvíst er hvort varnarmaðurinn Nemanja Vidic verði með Manchester United gegn Barcelona í kvöld. Vidic hefur verið að kljást við meiðsli á hné en það er þó ekki ástæðan fyrir því að hann tók ekki þátt í æfingu í gær.

Tímabilinu lokið hjá Hleb

Alexander Hleb hefur ákveðið að gangast undir ákæru frá enska knattspyrnusambandinu. Hann fer því í þriggja leikja bann og mun ekki vera með Arsenal í þremur síðustu leikjum tímabilsins.

Fabianski í mark Arsenal

Arsene Wenger ætlar að gefa pólska markverðinum Lukasz Fabianski tækifæri í marki Arsenal. Leikmaðurinn kom til Arsenal frá Legia Varsjá síðasta sumar en hefur enn ekki leikið með liðinu í úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir