Valur í úrslit eftir sigur á ÍA í markaleik í Kórnum Elvar Geir Magnússon skrifar 24. apríl 2008 15:50 Pálmi Rafn skoraði tvö í dag. Pálmi Rafn Pálmason og Dennis Bo Mortensen skoruðu báðir tvívegis fyrir Val sem vann 5-2 sigur á ÍA í Kórnum í dag. Eftir að Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald keyrðu Íslandsmeistararnir yfir þá. Valsmenn voru hættulegri í byrjun en eftir tuttugu mínútna leik komst ÍA yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Gunnar Einarsson. Bjarni Guðjónsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Skipulagðir Skagamenn gáfu Valsmönnum ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum og ÍA með forystu í hálfleik. Eftir um fimm mínútna leik í seinni hálfleik tókst Val hinsvegar að jafna þegar dæmd var önnur vítaspyrna. Pálmi Rafn tók spyrnuna og skoraði. Þriðja vítaspyrna leiksins var dæmd sjö mínútum síðar en þá fékk ÍA víti. Hinsvegar brást Bjarna bogalistin og Kjartan Sturluson varði. Örfáum mínútum síðar var ÍA refsað fyrir að misnota þessa spyrnu þegar Pálmi Rafn skoraði sitt annað mark, að þessu sinni með skalla af stuttu færi, og staðan orðin 2-1. Á 69. mínútu fór síðan af stað þriggja mínútna farsakennd atburðarrás. Andri Júlíusson jafnaði fyrir ÍA með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf Stefáns Þórðarssonar. Skagamenn voru nánast enn að fagna markinu þegar Valur skoraði í næstu sókn á eftir og endurheimti forystuna. Dennis Bo skoraði með föstu skoti. Örfáum sekúndum síðar fékk Dario Cingel, leikmaður ÍA, rautt spjald fyrir brot á Pálma Rafni. Einum manni færri sáu Skagamenn ekki til sólar og Valsmenn réðu ferðinni algjörlega. Dennis Bo gerði algjörlega út um leikinn með fjórða marki ÍA og Daníel Hjaltason skoraði það fimmta með skalla í uppbótartíma en í sókninni á undan hafði hann skallað í slá. Úrslitin því 5-2 fyrir Val. Valsmenn eru því komnir í úrslitaleik Lengjubikarsins en þess má geta að Deildabikarmeistaratitillinn er sá eini hér á landi sem þjálfarinn Willum Þór Þórsson hefur ekki hampað. Hinn undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll þar sem Fram og Breiðablik eigast við. Fylgst verður með gangi mála í leiknum á Boltavakt Vísis. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Pálmi Rafn Pálmason og Dennis Bo Mortensen skoruðu báðir tvívegis fyrir Val sem vann 5-2 sigur á ÍA í Kórnum í dag. Eftir að Skagamenn misstu mann af velli með rautt spjald keyrðu Íslandsmeistararnir yfir þá. Valsmenn voru hættulegri í byrjun en eftir tuttugu mínútna leik komst ÍA yfir með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var á Gunnar Einarsson. Bjarni Guðjónsson fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Skipulagðir Skagamenn gáfu Valsmönnum ekki mörg færi í fyrri hálfleiknum og ÍA með forystu í hálfleik. Eftir um fimm mínútna leik í seinni hálfleik tókst Val hinsvegar að jafna þegar dæmd var önnur vítaspyrna. Pálmi Rafn tók spyrnuna og skoraði. Þriðja vítaspyrna leiksins var dæmd sjö mínútum síðar en þá fékk ÍA víti. Hinsvegar brást Bjarna bogalistin og Kjartan Sturluson varði. Örfáum mínútum síðar var ÍA refsað fyrir að misnota þessa spyrnu þegar Pálmi Rafn skoraði sitt annað mark, að þessu sinni með skalla af stuttu færi, og staðan orðin 2-1. Á 69. mínútu fór síðan af stað þriggja mínútna farsakennd atburðarrás. Andri Júlíusson jafnaði fyrir ÍA með skalla á fjærstöng eftir fyrirgjöf Stefáns Þórðarssonar. Skagamenn voru nánast enn að fagna markinu þegar Valur skoraði í næstu sókn á eftir og endurheimti forystuna. Dennis Bo skoraði með föstu skoti. Örfáum sekúndum síðar fékk Dario Cingel, leikmaður ÍA, rautt spjald fyrir brot á Pálma Rafni. Einum manni færri sáu Skagamenn ekki til sólar og Valsmenn réðu ferðinni algjörlega. Dennis Bo gerði algjörlega út um leikinn með fjórða marki ÍA og Daníel Hjaltason skoraði það fimmta með skalla í uppbótartíma en í sókninni á undan hafði hann skallað í slá. Úrslitin því 5-2 fyrir Val. Valsmenn eru því komnir í úrslitaleik Lengjubikarsins en þess má geta að Deildabikarmeistaratitillinn er sá eini hér á landi sem þjálfarinn Willum Þór Þórsson hefur ekki hampað. Hinn undanúrslitaleikurinn hefst klukkan 19:00 í Egilshöll þar sem Fram og Breiðablik eigast við. Fylgst verður með gangi mála í leiknum á Boltavakt Vísis.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira