Fleiri fréttir

Capello nýtur stuðnings þeirra stóru

Sir Alex Ferguson og Arsene Wenger eru báðir fylgjandi því að enska knattspyrnusambandið ráði Ítalann Fabio Capello landsliðsþjálfara Englendinga. Capello þykir nú líklegastur til að taka við starfinu eftir að Jose Mourinho datt út úr myndinni og hann mun eiga fund með sambandinu á morgun.

Endurkoma Liverpool í sögubækurnar

Liverpool varð í kvöld aðeins sjöunda liðið í sögu Meistaradeildarinnar til að komast í 16-liða úrslit keppninnar eftir að hafa fengið aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum í riðlinum.

Cole: Þetta var fín æfing fyrir okkur

Leikmenn Chelsea gleymdu skotskónum heima í kvöld þegar þeir gerðu markalaust jafntefli við heillum horfið lið Valencia í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Nú einbeitum við okkur að United

Rafa Benitez hrósaði liði sínu í hástert eftir sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld en vildi lítið tjá sig um þau skilaboð sem sigurinn sendi forráðamönnum félagsins.

Gerrard: Þetta var úrslitaleikur

"Við spiluðum þennan leik eins og um sannan úrslitaleik væri að ráða eins og stjórinn vildi og það gekk eftir frá markverði til fremsta manns," sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool eftir 4-0 sigurinn á Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

Helgi semur við Elfsborg á morgun

Helgi Valur Daníelsson sem leikið hefur með Öster í sænsku B-deildinni, er á leið til Efsborg í úrvalsdeildinn. Hann staðfesti þetta í samtali við Vísi í kvöld en, Stöð 2 greindi frá þessu í kvöldfréttum.

Íslensk knattspyrna 2007 komin út

Í dag var kynnt bókin Íslensk knattspyrna 2007 eftir Víði Sigurðsson, blaðamann á Morgunblaðinu. Þetta er bók númer 27 í röðinni.

Ronaldo byrjaður að æfa með AC Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldo æfði í morgun í fyrsta skipti með AC Milan í langan tíma en liðið undirbýr sig þessa dagana fyrir HM félagsliða sem fer fram þar í landi.

Inter ekki á eftir Mourinho

Massimo Moratti, forseti Inter Milan, hefur þverneitað þeim sögusögnum að félagið hafi rætt við Jose Mourinho um að taka að sér starf knattspyrnustjóra.

Frakkar ætla að sækja um EM 2016

Bernard Laporte, íþróttamálaráðherra Frakklands, greindi frá því samtali við L'Equipe í dag að Frakkar ætla að sækjast eftir því að halda Evrópumeistaramótið í knattspyrnu árið 2016.

Artur Boruc vill fara frá Celtic

Pólski markvörðurinn Artur Boruc hefur lýst því yfir að hann vilji fara frá Celtic eftir að tímabilinu lýkur í sumar.

Sandefjord gerði Kjartani Henry tilboð

Kjartan Henry Finnbogason sagði í samtali við Vísi að norska 1. deildarliðið Sandefjord hafi gert honum samningstilboð, rétt eins og annað lið á Norðurlöndunum.

Bale frá í þrjá mánuði

Gareth Bale verður frá keppni næstu þrjá mánuði eftir að hann meiddist á hægri fæti í leik Tottenham og Birmingham.

Ráðning Capello yfirvofandi

Nú lítur út fyrir að fátt komi í veg fyrir að Fabio Capello verði ráðinn næsti landsliðsþjálfari Englendinga eftir að Jose Mourinho gaf frá sér starfið í gær.

Eiður: Held kyrru fyrir hjá Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen segir að afar ólíklegt sé að hann fari frá Barcelona í næsta mánuði er alþjóðlegi félagaskiptaglugginn opnar.

Liverpool í vænlegri stöðu

Liverpool er í vænlegri stöðu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Liðið hefur yfir 2-0 gegn slöku liði Marseille á útivelli eftir að Steven Gerrard og Fernando Torres skoruðu mörkin á fyrstu 11 mínútum leiksins.

2-0 fyrir Liverpool

Liverpool er komið í ansi vænlega stöðu gegn Marseille í lokaleik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Spánverjinn Fernando Torres bætti við laglegu marki á 11. mínútu - skömmu eftir að Gerrard braut ísinn úr víti.

Dramatík frá fyrstu mínútu

Leikur Liverpool og Marseille í Meistaradeildinni fer æsilega af stað og það tók enska liðið ekki nema innan við fimm mínútur að ná forystunni. Steven Gerrard fiskaði vítaspyrnu sem hann lét verja frá sér en skoraði úr frákastinu.

Sissoko ósáttur hjá Liverpool

Mohamed Sissoko, miðjumaður Liverpool, ætlar að funda með stjórnarmönnum félagsins í janúar. Hann lék með í tapleiknum gegn Reading á laugardag en verður á bekknum í leiknum mikilvæga gegn Marseille annað kvöld.

Adriano hlaut ruslatunnuna

Adriano hefur fengið gullnu ruslatunnuna fyrir árið 2007. Ruslatunnan hefur verið afhent árlega síðustu fimm ár en hana hlýtur sá leikmaður sem ollið hefur mestum vonbrigðum í efstu deildinni á Ítalíu.

Anelka ánægður hjá Bolton

Franski sóknarmaðurinn Nicolas Anelka segist vera ánægður í herbúðum Bolton. Hann hefur verið orðaður við ýmis lið en hann hefur leikið algjört lykilhlutverk í sóknarleik Bolton.

Drogba snýr aftur eftir þrjár vikur

Avram Grant, knattspyrnustjóri Chelsea, reiknar með að endurheimta sóknarmanninn Didier Drogba eftir þrjár vikur. Drogba gekkst undir aðgerð á hné um helgina og tókst hún vel.

Mourinho tekur ekki við Englandi

Jose Mourinho hefur útilokað það opinberlega að hann verði næsti þjálfari enska landsliðsins. BBC fréttastofan var að greina frá þessu.

Ekki búið að hafa samband við Capello og Lippi

Ítölsku þjálfararnir Marcello Lippi og Fabio Capello segja báðir að enska knattspyrnusambandið hafi ekki haft samband við sig. Þeir tveir eru ásamt Jose Mourinho taldir líklegastir til að taka við þjálfun enska landsliðsins.

Helgi Valur eftirsóttur - íhugar að koma heim

Sænskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að sænsk og norsk úrvalsdeildarfélög væri á höttunum eftir Helga Val Daníelssyni, leikmanni Öster. Hann segist jafnvel vera tilbúinn að koma heim til Íslands.

Ísland mætir Slóvakíu í mars

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest að íslenska landsliðið muni leika æfingaleik við Slóvakíu ytra þann 26. mars næstkomandi.

Arminia Bielefeld rekur þjálfarann

Þýska úrvalsdeildarliðið Arminia Bielefeld hefur látið knattspyrnustjórann Ernst Middendorp fara eftir að liðið tapaði stórt fyrir Dortmund um helgina, 6-1.

Laporta: Ronaldinho fer hvergi

Juan Laporta, forseti Barcelona, segir að stórstjarnan Ronaldinho sé ekki á leið frá félaginu í janúar næstkomandi.

Wise vill vera á toppnum um áramótin

Dennis Wise viðurkenndi að hann hafi sett leikmönnum sínum það markmið að tryggja liðið toppsætið í ensku C-deildinni áður en árið er liðið.

Fabregas enn tæpur

Talið er fremur ólíklegt að Cesc Fabregas verði orðinn leikfær fyrir stórleik Arsenal og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Ferguson játaði sekt sína

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur viðurkennt að hann blótaði Mark Clattenburg dómara í sand og ösku í tapleiknum gegn Bolton í síðasta mánuði.

Ramos: Defoe á framtíð hjá Tottenham

Jermain Defoe skoraði sigurmark Tottenham gegn Manchester City um helgina og segir Juande Ramos, stjóri liðsins, að Defoe eigi sér framtíð hjá liðinu.

Van Basten vill þjálfa félagslið

Marco van Basten, landsliðsþjálfari Hollands, hefur sagst vilja taka að sér þjálfun félagsliðs eftir að EM í knattspyrnu lýkur næsta sumar.

Lið helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni

Níu lið eiga fulltrúa í liði helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni en hér má skoða í samantekt hvað leikmennirnir gerðu vel til að komast í liðið.

Healy fær verðlaun frá UEFA

Michel Platini hefur tekið vel í þá hugmynd að verðlauna David Healy sérstaklega fyrir árangur hans með landsliði Norður-Írlands í undankeppni EM 2008.

Sjá næstu 50 fréttir