Íslenski boltinn

Ísland mætir Slóvakíu í mars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Landsliðsmennirnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Grétar Rafn Steinsson.
Landsliðsmennirnir Jóhannes Karl Guðjónsson og Grétar Rafn Steinsson.

Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest að íslenska landsliðið muni leika æfingaleik við Slóvakíu ytra þann 26. mars næstkomandi.

Um er að ræða alþjóðlegan leikdag og ætti því Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari að geta teflt fram sínu sterkasta liði.

Tíu dögum áður mun Ísland mæta Færeyjum í vináttulandsleik í Egilshöll en þar verður ekki hægt að kalla til leikmenn sem leika með félagsliðum erlendis.

Þá mun landsliðið einnig taka þótt í alþjóðlegu móti á Möltu dagana 2. til 6. mars. Þar mun liðið mæta Möltu, Hvít-Rússum og Armeníu. 6. febrúar er alþjóðlegur leikdagur.

Ísland og Slóvakía hafa tvívegis mæst í vináttulandsleikjum. Fyrst 1997 í Slóvakíu er heimamenn unnu, 3-1, og svo ári síðar á alþjóðlegu móti í Kýpur. Slóvakía vann einnig þann leik, 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×