Fleiri fréttir David Gill: Þetta gætu verið einu kaupin David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að sennilega hafi liðið klárað sín leikmannakaup síðastliðinn sólarhring. Í gær tilkynnti félagið að þeir hafi fest kaup á efnilegu Nani og Anderson og svo fylgdu kaupin á Owen Hargreaves í dag. 31.5.2007 21:00 Ranieri hættur hjá Parma Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur staðfest að að Claudio Ranieri sé hættur hjá félaginu. Getgátur hafa verið uppi um að hann taki við Manchester City ef að Thaksin Shinawatra nái að yfirtaka klúbbinn. 31.5.2007 20:20 Craig Bellamy næsti fyrirliði Wales Tilkynnt hefur verið að Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, taki við af Ryan Giggs sem fyrirliði Wales. Ryan Giggs hefur tilkynnt að hann muni hætta að spila með landsliðinu eftir leikinn gegn Tékklandi næstkomandi laugardag. 31.5.2007 18:04 Júlio César framlengir við Inter Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06. 31.5.2007 18:00 Magath tekur við Wofsburg Felix Magath hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Wofsburg. Auk þess að þjálfa liðið verður honum gert að sjá alfarið um leikmannamál hjá félaginu. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2010, en hann stýrði áður Bayern Munchen og gerði liðið að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. 31.5.2007 17:56 Ísland sigraði Grikkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik. 31.5.2007 16:59 Englendingar mæta Þjóðverjum í ágúst Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að enska landsliðið mun leika vináttuleik við Þjóðverja á Wembley þann 22. ágúst í sumar. Þetta verður fyrsti leikur liðanna síðan England lagði Þjóðverja 5-1 í Munchen í frægum leik í september árið 2001. Þjóðverjar voru síðasta liðið til að spila við Englendinga á gamla Wembley árið 2000 þar sem Þýskaland hafði 1-0 sigur og sagði Kevin Keegan af sér sem landsliðsþjálfari í kjölfarið. 31.5.2007 15:30 Sepp Blatter áfram forseti FIFA Hinn 71 árs gamli Sepp Blatter hefur verið endurkjörinn forseti Fifa og mun gegna því embætti næstu fjögur árin. Þetta verður þá þriðja tímabilið sem hann sinnir þessu starfi. 31.5.2007 15:04 Worthington tekur við Norður-Írum Knattspyrnusambandið í Norður-Írlandi mun á morgun ráða Nigel Worthington í stöðu landsliðsþjálfara í stað Lawrie Sanchez ef marka má frétt breska sjónvarpssins í dag. Worthington mun því væntanlega stýra spútnikliði Norður-Íra gegn Liechtenstein í undankepni EM í ágúst, þar sem liðið er í góðri stöðu til að komast á stórmót í fyrsta sinn í tvo áratugi. Worthington er þekktastur fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri hjá Norwich en hann á að baki 66 landsleiki fyrir Norður-Íra. 31.5.2007 14:37 Meðallaun í ensku úrvalsdeildinni 135 milljónir Meðallaun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni munu hækka um 9% á næstu leiktíð í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga og þá verða meðallaun leikmanna í deildinni kominn upp í um 135 milljónir króna fyrir leiktíðina. Búist er við því að á næstu þremur árum eigi fyrsti knattspyrnumaðurinn á Englandi eftir að ná sér í 10 milljón punda laun fyrir árið - eða 1,2 milljarða. 31.5.2007 13:39 Ranieri þegar farinn að hugsa um Manchester City Þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma segir að það sé freistandi tilhugsun að taka við Manchester City á Englandi og gera þar viðlíka hluti og hann gerði þegar hann tók við Chelsea á sínum tíma. Ranieri hefur verið boðinn nýr samningur hjá ítalska félaginu, en viðurkennir að það gæti verið spennandi að fara aftur til Englands og er þegar farinn að leggja línurnar. 31.5.2007 13:26 United kaupir Owen Hargreaves Manchester United hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda og gengur hann í raðir enska félagsins þann 1. júlí næstkomandi. Hargreaves er 26 ára og hefur skrifað undir samning sem sagður er vera til fimm ára. 31.5.2007 13:18 Flachi í 16 mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári. 31.5.2007 11:02 Slúðrið í enska í dag Margt er að gerjast í enska boltanum þessa daganna. Íslendingaliðið West Ham situr ekki auðum höndum og nú er sagt frá því að miðjumaður Newcastle, Scott Parker, sé á leið til liðsins. Búist er við því að samningar um það gangi í gegn strax á morgun. Og þá er Thierry Henry vitanlega orðaður við Barcelona. Hérna er samantekst BBC á slúðrinu í ensku blöðunum í dag. 31.5.2007 10:34 Liechtenstein er eina liðið sem hefur tapað fyrir San Marínó Knattspyrnulandslið Liechtenstein er ekki nema rétt rúmlega 25 ára gamalt en liðið lék sinn fyrsta leik við Möltu árið 1981. Þá náði liðið jafntefli en það er ef til vill lýsandi að það er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir San Marínó, öðru smáríki í Evrópu. 31.5.2007 00:01 United að kaupa Nani og Anderson Manchester United á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á tveimur ungum leikmönnum sem spilað hafa í Portúgal. Þetta eru 19 ára gamli Brasilíumaðurinn Anderson hjá Porto og hinn tvítugi Nani hjá Sporting Lissabon. Þeir eiga aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og reiknað er með því að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves semji einnig við United á næstu dögum. 30.5.2007 20:12 Lennon fór í aðgerð í dag Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon fór í aðgerð í dag eftir að hann varð fyrir meiðslum á hné í leik með enska b-landsliðinu á dögunum. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg en hann verður þó að taka sér hlé frá æfingum um nokkurn tíma. 30.5.2007 21:30 West Ham sagt hafa boðið í Scott Parker Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Íslendingalið West Ham sé búið að gera 8,5 milljón punda tilboð í Scott Parker, fyrirliða Newcastle. Sam Allardyce er sagður tilbúinn að selja hann fyrir rétt verð og Alan Curbishley stjóri West Ham ku hafa miklar mætur á leikmanninum síðan þeir störfuðu saman hjá Charlton á sínum tíma. 30.5.2007 20:24 Tap fyrir Spánverjum Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum. 30.5.2007 20:00 Ranson hættur við að kaupa City Ray Ranson hefur dregið kauptilboð sitt í knattspyrnufélagið Manchester City til baka. Ranson er 46 ára gamall og er fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur átt í viðræðum við stjórn félagsins að undanförnu en í tilkynningu frá kauphöllinni í dag sagði að Ranson hefði dregið tilboð sitt til baka. 30.5.2007 18:51 U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi. 30.5.2007 16:56 Ambramovich er ekki hættur að eyða Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich segir ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi undanfarið þess efnis að hann hafi ákveðið að hætta að eyða peningum í Chelsea. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og er metinn á hátt í 10 milljarða punda skv Forbes Magazine. 30.5.2007 15:58 Portsmouth kaupir Muntari fyrir metfé Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Sulley Muntari frá Udinese fyrir 7 milljónir punda. Muntari er 22 ára gamall landsliðsmaður Gana og er þetta hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann. Portsmouth hefur lengi verið á höttunum eftir Muntari og er hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar auk þeirra Hermanns Hreiðarssonar og Sylvain Distin. 30.5.2007 15:52 Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. 30.5.2007 15:49 LA Galaxy tilbúið að lána David Beckham Alaxei Lalas, forseti LA Galaxy, segir til greina koma að David Beckham verði lánaður frá félaginu til liðs í Evrópu. Þjálfari liðsins er ekki jafnhrifinn af þessari hugmynd, en keppni í MLS deildinni lýkur í nóvember. 30.5.2007 14:44 Ronaldinho sleppur með eins leiks bann Brasilíski snillingurinn Ronaldinho getur tekið þátt í síðasta leik Barcelona í deildarkeppninni. Óttast var að hann myndi missa af tveimur síðustu leikjum liðsins eftir að hann var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot í leik gegn Getafe um síðustu helgi, en hann fékk aðeins eins leiks bann fyrir brot sitt. Ronaldinho missir af leik liðs síns gegn Espanyol um næstu helgi en getur spilað síðasta leikinn gegn Tarragona. 30.5.2007 14:38 Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur. 30.5.2007 14:20 Giggs hættir með landsliðinu Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að spila sinn síðasta leik fyrir landslið Wales um helgina þegar liðið tekur á móti Tékkum í Cardiff í undankeppni EM. Giggs er 33 ára gamall og á að baki 64 landsleiki á 16 árum. Hann ætlar nú að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu. 30.5.2007 14:11 Oldham semur við fanga Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 30.5.2007 11:52 Benitez vill nýja kantmenn Rafael Benitez ætlar sér að fjárfesta í kantmönnum hið fyrsta og ef eitthvað má marka breska vefinn TeamTalk eru Portúgalinn Simao Sabrosa og Spánverjinn David Silva efstir á lista framkvæmdastjóra Liverpool. Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Craig Bellamy og Harry Kewell eru allir taldir líklegir til þess að fara. 30.5.2007 10:40 Henry segir Arsenal þurfa fleiri reynslubolta Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, lýsti því yfir í fjölmiðlum í morgun að hann væri orðinn langþreyttur á því að enda í fjórða sæti. Hann neitaði að tala um orðróma sem tengja hann við Barcelona en virtist ekki vera jafn ánægður og hann hefur lýst yfir undanfarið. 30.5.2007 10:03 Alain Perrin tekur við Lyon Alain Perrin var í morgun skipaður framkvæmdastjóri franska knattspyrnuliðsins Olympique Lyon. Starfsmaður félagsins sagði fjölmiðlum frá þessu í morgun. Perrin gerði liðið Sochaux að frönskum bikarmeisturum á síðastliðnu keppnistímabili. 30.5.2007 09:31 FH með fjögurra stiga forskot á toppnum FH-ingar náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Framara 2-0 á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðarinnar. Framarar áttu ágætan leik í kvöld en það var frammistaða Hafnfirðinga fyrir framan markið sem réði úrslitum. 29.5.2007 21:45 Óli Jó: Verðum að halda okkur á jörðinni "Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og þessi var engin undantekning. Færin hinsvegar duttu okkar megin og það skilur að," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn hefðu verið dálítið værukærir í byrjun. Hann var ekki sammála nafna sínum Þórðarsyni um það hvort liðið hefði verið betra í leiknum. 29.5.2007 22:14 Óli Þórðar: Við vorum miklu betri en þeir Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna fyrir framan mark FH-inga í kvöld þegar lið hans lá 2-0 heima fyrir Íslandsmeisturunum. Hann var ekki í vafa um að hans menn hefðu verið betri í leiknum. 29.5.2007 22:03 Fram - FH í beinni á Sýn í kvöld Fjórðu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með viðureign Fram og FH á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Íslandsmeistarar FH geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld, en Fram þarf nauðsynlega á stigum að halda þar sem liðið er í næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Næsti leikur í deildinni er ekki á dagskrá fyrr en 7. júní vegna landsleikja í næstu viku. 29.5.2007 19:12 Gravesen í tveggja leikja bann Peter Gravesen, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Fylkis og ÍA í gær. Gravesen fékk sitt annað gula spjald og brottvísun í leiknum fyrir að gefa Ellerti Björnssyni olnbogaskot. Hann mun því missa af leikjum Árbæjarliðsins gegn FH og HK í næstu tveimur umferðum. 29.5.2007 19:09 Al Fayed lofar að opna budduna í sumar Auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed hefur lofað Lawrie Sanchez peningum til leikmannakaupa í sumar. Stjórnarformaðurinn er nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu, sem slapp naumlega við fall úr úrvalsdeildinni í vor. 29.5.2007 18:55 Hyypia: Ég er í náðinni hjá Benitez Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia segist ætla að klára samning sinn út næsta tímabil hjá Liverpool eftir að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez tilkynnti honum að hann væri inni í framtíðaráformum hans á næsta tímabili. Hyypia hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, þar á meðal Newcastle, Fulham og Reading. 29.5.2007 18:50 Mourinho: Þurfum á smá heppni að halda Jose Mourinho segir að lið sitt Chelsea skorti aðeins örlitla heppni á næsta tímabili til að geta unnið sigur í Meistaradeild Evrópu. Hann vill þó ekki að hans menn verði of uppteknir af því einu að vinna Evrópukeppnina. 29.5.2007 18:41 Diego leikmaður ársins í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen var í dag kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það voru leikmennirni sjálfir sem stóðu að valinu. Diego gekk í raðir Bremen frá Porto fyrir 6 milljónir evra fyrir síðasta tímabil og fékk ríflega 50% atkvæða í kjörinu. Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke var kjörinn besti markvörðurinn. 29.5.2007 16:36 Slúðrið á Englandi í dag Bresku slúðurblöðin eru full af krassandi fréttum í dag enda eru liðin í ensku úrvalsdeildinni nú á fullu við að leita að nýjum leikmönnum. Daily Mirror segir þannig að Liverpool sé við það að gera 10 milljón punda tilboð í vængmanninn Flourent Malouda hjá Frakklandsmeisturum Lyon. 29.5.2007 14:49 Toni fer til Bayern Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina mun ganga í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti forseti ítalska félagsins í dag. Toni stóð til boða að ganga til liðs við bæði stórliðin í Mílanó, en hinn 30 markaskorari vildi heldur fara ti Þýskalands af virðingu við Fiorentina. Talið er að verðmiðinn á kappanum verði í kring um 8 milljónir punda. 29.5.2007 14:44 Graham Poll dómari að hætta Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll dæmdi sinn síðasta leik á Englandi um helgina þegar hann flautaði leik Derby og West Brom um laust sæti í úrvalsdeildinni. Hann dæmir sinn síðasta alvöru leik á miðvikudaginn þegar Finnar taka á móti Belgum í Helsinki í undankeppni EM. Poll er 43 ára gamall og hefur verið nokkuð umdeildur síðan hann hóf að dæma í efstu deild á Englandi árið 1995. 29.5.2007 14:39 Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. 29.5.2007 14:32 Sjá næstu 50 fréttir
David Gill: Þetta gætu verið einu kaupin David Gill, stjórnarformaður Manchester United, segir að sennilega hafi liðið klárað sín leikmannakaup síðastliðinn sólarhring. Í gær tilkynnti félagið að þeir hafi fest kaup á efnilegu Nani og Anderson og svo fylgdu kaupin á Owen Hargreaves í dag. 31.5.2007 21:00
Ranieri hættur hjá Parma Ítalska knattspyrnufélagið Parma hefur staðfest að að Claudio Ranieri sé hættur hjá félaginu. Getgátur hafa verið uppi um að hann taki við Manchester City ef að Thaksin Shinawatra nái að yfirtaka klúbbinn. 31.5.2007 20:20
Craig Bellamy næsti fyrirliði Wales Tilkynnt hefur verið að Craig Bellamy, leikmaður Liverpool, taki við af Ryan Giggs sem fyrirliði Wales. Ryan Giggs hefur tilkynnt að hann muni hætta að spila með landsliðinu eftir leikinn gegn Tékklandi næstkomandi laugardag. 31.5.2007 18:04
Júlio César framlengir við Inter Markvörðurinn Júlio César hefur skrifað undir nýjan samning við Ítalíumeistara Inter Milan sem gildir til ársins 2012. César hefur spilað 13 landsleiki fyrir Brasilíumenn og spilaði 32 leiki fyrir Inter á leiktíðinni þar sem liðið hafði gríðarlega yfirburði í A-deildinni. Hann hefur átt fast sæti í liði Inter síðan hann gekk í raðir liðsins frá Chievo fyrir leiktíðina 2005/06. 31.5.2007 18:00
Magath tekur við Wofsburg Felix Magath hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri þýska úrvalsdeildarfélagsins Wofsburg. Auk þess að þjálfa liðið verður honum gert að sjá alfarið um leikmannamál hjá félaginu. Hann hefur skrifað undir samning til ársins 2010, en hann stýrði áður Bayern Munchen og gerði liðið að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. 31.5.2007 17:56
Ísland sigraði Grikkland Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu sigraði 0-3 í undankeppni EM, en þetta var fyrsti leikur Íslands í keppninni og fór hann fram í Aþenu. Staðan var 0-2 í hálfleik. 31.5.2007 16:59
Englendingar mæta Þjóðverjum í ágúst Enska knattspyrnusambandið staðfesti í dag að enska landsliðið mun leika vináttuleik við Þjóðverja á Wembley þann 22. ágúst í sumar. Þetta verður fyrsti leikur liðanna síðan England lagði Þjóðverja 5-1 í Munchen í frægum leik í september árið 2001. Þjóðverjar voru síðasta liðið til að spila við Englendinga á gamla Wembley árið 2000 þar sem Þýskaland hafði 1-0 sigur og sagði Kevin Keegan af sér sem landsliðsþjálfari í kjölfarið. 31.5.2007 15:30
Sepp Blatter áfram forseti FIFA Hinn 71 árs gamli Sepp Blatter hefur verið endurkjörinn forseti Fifa og mun gegna því embætti næstu fjögur árin. Þetta verður þá þriðja tímabilið sem hann sinnir þessu starfi. 31.5.2007 15:04
Worthington tekur við Norður-Írum Knattspyrnusambandið í Norður-Írlandi mun á morgun ráða Nigel Worthington í stöðu landsliðsþjálfara í stað Lawrie Sanchez ef marka má frétt breska sjónvarpssins í dag. Worthington mun því væntanlega stýra spútnikliði Norður-Íra gegn Liechtenstein í undankepni EM í ágúst, þar sem liðið er í góðri stöðu til að komast á stórmót í fyrsta sinn í tvo áratugi. Worthington er þekktastur fyrir störf sín sem knattspyrnustjóri hjá Norwich en hann á að baki 66 landsleiki fyrir Norður-Íra. 31.5.2007 14:37
Meðallaun í ensku úrvalsdeildinni 135 milljónir Meðallaun knattspyrnumanna í ensku úrvalsdeildinni munu hækka um 9% á næstu leiktíð í kjölfar nýrra sjónvarpssamninga og þá verða meðallaun leikmanna í deildinni kominn upp í um 135 milljónir króna fyrir leiktíðina. Búist er við því að á næstu þremur árum eigi fyrsti knattspyrnumaðurinn á Englandi eftir að ná sér í 10 milljón punda laun fyrir árið - eða 1,2 milljarða. 31.5.2007 13:39
Ranieri þegar farinn að hugsa um Manchester City Þjálfarinn Claudio Ranieri hjá Parma segir að það sé freistandi tilhugsun að taka við Manchester City á Englandi og gera þar viðlíka hluti og hann gerði þegar hann tók við Chelsea á sínum tíma. Ranieri hefur verið boðinn nýr samningur hjá ítalska félaginu, en viðurkennir að það gæti verið spennandi að fara aftur til Englands og er þegar farinn að leggja línurnar. 31.5.2007 13:26
United kaupir Owen Hargreaves Manchester United hefur nú formlega gengið frá kaupum á enska landsliðsmanninum Owen Hargreaves frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera um 17 milljónir punda og gengur hann í raðir enska félagsins þann 1. júlí næstkomandi. Hargreaves er 26 ára og hefur skrifað undir samning sem sagður er vera til fimm ára. 31.5.2007 13:18
Flachi í 16 mánaða bann Ítalski knattspyrnumaðurinn Francesco Flachi fékk í dag 16 mánaða keppnisbann eftir að eiturlyfjapróf sýndu að hann hafði neytt kókaíns. Félag Flachis, Fiorentina, skýrði frá þessu í dag. Flachi, sem er 32 tveggja ára, mældist með kókaín í blóði sínu eftir leik við Inter Milan þann 28. janúar á þessu ári. 31.5.2007 11:02
Slúðrið í enska í dag Margt er að gerjast í enska boltanum þessa daganna. Íslendingaliðið West Ham situr ekki auðum höndum og nú er sagt frá því að miðjumaður Newcastle, Scott Parker, sé á leið til liðsins. Búist er við því að samningar um það gangi í gegn strax á morgun. Og þá er Thierry Henry vitanlega orðaður við Barcelona. Hérna er samantekst BBC á slúðrinu í ensku blöðunum í dag. 31.5.2007 10:34
Liechtenstein er eina liðið sem hefur tapað fyrir San Marínó Knattspyrnulandslið Liechtenstein er ekki nema rétt rúmlega 25 ára gamalt en liðið lék sinn fyrsta leik við Möltu árið 1981. Þá náði liðið jafntefli en það er ef til vill lýsandi að það er það eina sem hefur nokkru sinni tapað fyrir San Marínó, öðru smáríki í Evrópu. 31.5.2007 00:01
United að kaupa Nani og Anderson Manchester United á nú aðeins eftir að ganga frá formsatriðum í kaupum sínum á tveimur ungum leikmönnum sem spilað hafa í Portúgal. Þetta eru 19 ára gamli Brasilíumaðurinn Anderson hjá Porto og hinn tvítugi Nani hjá Sporting Lissabon. Þeir eiga aðeins eftir að gangast undir læknisskoðun hjá félaginu og reiknað er með því að enski landsliðsmaðurinn Owen Hargreaves semji einnig við United á næstu dögum. 30.5.2007 20:12
Lennon fór í aðgerð í dag Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon fór í aðgerð í dag eftir að hann varð fyrir meiðslum á hné í leik með enska b-landsliðinu á dögunum. Meiðslin eru ekki mjög alvarleg en hann verður þó að taka sér hlé frá æfingum um nokkurn tíma. 30.5.2007 21:30
West Ham sagt hafa boðið í Scott Parker Sky fréttastofan segist hafa heimildir fyrir því að Íslendingalið West Ham sé búið að gera 8,5 milljón punda tilboð í Scott Parker, fyrirliða Newcastle. Sam Allardyce er sagður tilbúinn að selja hann fyrir rétt verð og Alan Curbishley stjóri West Ham ku hafa miklar mætur á leikmanninum síðan þeir störfuðu saman hjá Charlton á sínum tíma. 30.5.2007 20:24
Tap fyrir Spánverjum Íslenska 19 ára landsliðið tapaði í kvöld fyrir Spánverjum 3-1 í milliriðli fyrir EM í knattspyrnu. Riðillinn er spilaður í Noregi þar sem íslenska liðið mætir næst heimamönnum á föstudaginn. Skúli Jón Friðgeirsson kom íslenska liðinu yfir í leiknum í dag en það spænska, sem á titil að verja í keppninni, skoraði þrívegis í síðari hálfleiknum. 30.5.2007 20:00
Ranson hættur við að kaupa City Ray Ranson hefur dregið kauptilboð sitt í knattspyrnufélagið Manchester City til baka. Ranson er 46 ára gamall og er fyrrverandi leikmaður félagsins. Hann hefur átt í viðræðum við stjórn félagsins að undanförnu en í tilkynningu frá kauphöllinni í dag sagði að Ranson hefði dregið tilboð sitt til baka. 30.5.2007 18:51
U19: Byrjunarlið Íslands gegn Spánverjum í dag U19 landslið Íslands í knattspyrnu hefur leik í milliriðli fyrir EM klukkan 17:00 í dag gegn Spánverjum, en þess má geta að Spánverjar eru núverandi meistarar í þessum aldursflokki. Milliriðillinn er leikinn í Noregi. 30.5.2007 16:56
Ambramovich er ekki hættur að eyða Rússneski milljarðamæringurinn Roman Abramovich segir ekkert til í þeim orðrómi sem verið hefur á kreiki á Englandi undanfarið þess efnis að hann hafi ákveðið að hætta að eyða peningum í Chelsea. Abramovich er ríkasti maður Rússlands og er metinn á hátt í 10 milljarða punda skv Forbes Magazine. 30.5.2007 15:58
Portsmouth kaupir Muntari fyrir metfé Enska úrvalsdeildarliðið Portsmouth gekk í dag frá kaupum á miðjumanninum Sulley Muntari frá Udinese fyrir 7 milljónir punda. Muntari er 22 ára gamall landsliðsmaður Gana og er þetta hæsta upphæð sem félagið hefur greitt fyrir leikmann. Portsmouth hefur lengi verið á höttunum eftir Muntari og er hann þriðji leikmaðurinn sem félagið fær í sínar raðir í sumar auk þeirra Hermanns Hreiðarssonar og Sylvain Distin. 30.5.2007 15:52
Crespo verður áfram hjá Inter Argentínski framherjinn Hernan Crespo verður áfram lánsmaður hjá meisturum Inter Milan út næstu leiktíð. Crespo er 31 árs gamall og skoraði 14 mörk í A-deildinni á leiktíðinni. Hann er samningsbundinn Chelsea á Englandi, en fær að halda áfram á Ítalíu eins og hann hafði sjálfur óskað. 30.5.2007 15:49
LA Galaxy tilbúið að lána David Beckham Alaxei Lalas, forseti LA Galaxy, segir til greina koma að David Beckham verði lánaður frá félaginu til liðs í Evrópu. Þjálfari liðsins er ekki jafnhrifinn af þessari hugmynd, en keppni í MLS deildinni lýkur í nóvember. 30.5.2007 14:44
Ronaldinho sleppur með eins leiks bann Brasilíski snillingurinn Ronaldinho getur tekið þátt í síðasta leik Barcelona í deildarkeppninni. Óttast var að hann myndi missa af tveimur síðustu leikjum liðsins eftir að hann var rekinn af velli fyrir fólskulegt brot í leik gegn Getafe um síðustu helgi, en hann fékk aðeins eins leiks bann fyrir brot sitt. Ronaldinho missir af leik liðs síns gegn Espanyol um næstu helgi en getur spilað síðasta leikinn gegn Tarragona. 30.5.2007 14:38
Poll ósáttur við enska knattspyrnusambandið Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll sem leggur flautuna á hilluna um helgina, hefur farið hörðum orðum um vinnubrögð enska knattspyrnusambandsins. Hann er ósáttur við þann litla stuðning sem hann fékk frá sambandinu þegar hann stóð í deilum við Chelsea í vetur. 30.5.2007 14:20
Giggs hættir með landsliðinu Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, ætlar að spila sinn síðasta leik fyrir landslið Wales um helgina þegar liðið tekur á móti Tékkum í Cardiff í undankeppni EM. Giggs er 33 ára gamall og á að baki 64 landsleiki á 16 árum. Hann ætlar nú að einbeita sér að því að spila með félagsliði sínu. 30.5.2007 14:11
Oldham semur við fanga Enska knattspyrnuliðið Oldham hefur samið við leikmanninn Lee Hughes um að leika með liðinu, en það furðulega við það er að árið 2004 var hann dæmdur í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 30.5.2007 11:52
Benitez vill nýja kantmenn Rafael Benitez ætlar sér að fjárfesta í kantmönnum hið fyrsta og ef eitthvað má marka breska vefinn TeamTalk eru Portúgalinn Simao Sabrosa og Spánverjinn David Silva efstir á lista framkvæmdastjóra Liverpool. Mark Gonzalez, Bolo Zenden, Craig Bellamy og Harry Kewell eru allir taldir líklegir til þess að fara. 30.5.2007 10:40
Henry segir Arsenal þurfa fleiri reynslubolta Thierry Henry, sóknarmaður Arsenal, lýsti því yfir í fjölmiðlum í morgun að hann væri orðinn langþreyttur á því að enda í fjórða sæti. Hann neitaði að tala um orðróma sem tengja hann við Barcelona en virtist ekki vera jafn ánægður og hann hefur lýst yfir undanfarið. 30.5.2007 10:03
Alain Perrin tekur við Lyon Alain Perrin var í morgun skipaður framkvæmdastjóri franska knattspyrnuliðsins Olympique Lyon. Starfsmaður félagsins sagði fjölmiðlum frá þessu í morgun. Perrin gerði liðið Sochaux að frönskum bikarmeisturum á síðastliðnu keppnistímabili. 30.5.2007 09:31
FH með fjögurra stiga forskot á toppnum FH-ingar náðu í kvöld fjögurra stiga forystu á toppi Landsbankadeildar karla í knattspyrnu þegar þeir lögðu Framara 2-0 á Laugardalsvelli í lokaleik fjórðu umferðarinnar. Framarar áttu ágætan leik í kvöld en það var frammistaða Hafnfirðinga fyrir framan markið sem réði úrslitum. 29.5.2007 21:45
Óli Jó: Verðum að halda okkur á jörðinni "Það eru allir leikir erfiðir í þessari deild og þessi var engin undantekning. Færin hinsvegar duttu okkar megin og það skilur að," sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari FH í samtali við Hörð Magnússon á Sýn í kvöld. Hann var spurður hvort hans menn hefðu verið dálítið værukærir í byrjun. Hann var ekki sammála nafna sínum Þórðarsyni um það hvort liðið hefði verið betra í leiknum. 29.5.2007 22:14
Óli Þórðar: Við vorum miklu betri en þeir Ólafur Þórðarson, þjálfari Fram, var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna fyrir framan mark FH-inga í kvöld þegar lið hans lá 2-0 heima fyrir Íslandsmeisturunum. Hann var ekki í vafa um að hans menn hefðu verið betri í leiknum. 29.5.2007 22:03
Fram - FH í beinni á Sýn í kvöld Fjórðu umferð Landsbankadeildar karla lýkur í kvöld með viðureign Fram og FH á Laugardalsvelli. Leikurinn hefst klukkan 20 og verður sýndur beint á Sýn. Íslandsmeistarar FH geta náð fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld, en Fram þarf nauðsynlega á stigum að halda þar sem liðið er í næstneðsta sæti með aðeins 2 stig. Næsti leikur í deildinni er ekki á dagskrá fyrr en 7. júní vegna landsleikja í næstu viku. 29.5.2007 19:12
Gravesen í tveggja leikja bann Peter Gravesen, leikmaður Fylkis í Landsbankadeildinni, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna brottvísunar sem hann fékk í leik Fylkis og ÍA í gær. Gravesen fékk sitt annað gula spjald og brottvísun í leiknum fyrir að gefa Ellerti Björnssyni olnbogaskot. Hann mun því missa af leikjum Árbæjarliðsins gegn FH og HK í næstu tveimur umferðum. 29.5.2007 19:09
Al Fayed lofar að opna budduna í sumar Auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed hefur lofað Lawrie Sanchez peningum til leikmannakaupa í sumar. Stjórnarformaðurinn er nú að halda upp á tíu ára afmæli sitt við stjórnvölinn hjá Lundúnaliðinu, sem slapp naumlega við fall úr úrvalsdeildinni í vor. 29.5.2007 18:55
Hyypia: Ég er í náðinni hjá Benitez Finnski varnarjaxlinn Sami Hyypia segist ætla að klára samning sinn út næsta tímabil hjá Liverpool eftir að knattspyrnustjórinn Rafa Benitez tilkynnti honum að hann væri inni í framtíðaráformum hans á næsta tímabili. Hyypia hefur verið orðaður við nokkur lið í ensku úrvalsdeildinni undanfarið, þar á meðal Newcastle, Fulham og Reading. 29.5.2007 18:50
Mourinho: Þurfum á smá heppni að halda Jose Mourinho segir að lið sitt Chelsea skorti aðeins örlitla heppni á næsta tímabili til að geta unnið sigur í Meistaradeild Evrópu. Hann vill þó ekki að hans menn verði of uppteknir af því einu að vinna Evrópukeppnina. 29.5.2007 18:41
Diego leikmaður ársins í Þýskalandi Brasilíski miðjumaðurinn Diego hjá Werder Bremen var í dag kjörinn leikmaður ársins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en það voru leikmennirni sjálfir sem stóðu að valinu. Diego gekk í raðir Bremen frá Porto fyrir 6 milljónir evra fyrir síðasta tímabil og fékk ríflega 50% atkvæða í kjörinu. Markvörðurinn ungi Manuel Neuer hjá Schalke var kjörinn besti markvörðurinn. 29.5.2007 16:36
Slúðrið á Englandi í dag Bresku slúðurblöðin eru full af krassandi fréttum í dag enda eru liðin í ensku úrvalsdeildinni nú á fullu við að leita að nýjum leikmönnum. Daily Mirror segir þannig að Liverpool sé við það að gera 10 milljón punda tilboð í vængmanninn Flourent Malouda hjá Frakklandsmeisturum Lyon. 29.5.2007 14:49
Toni fer til Bayern Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hjá Fiorentina mun ganga í raðir Bayern Munchen í Þýskalandi í sumar. Þetta staðfesti forseti ítalska félagsins í dag. Toni stóð til boða að ganga til liðs við bæði stórliðin í Mílanó, en hinn 30 markaskorari vildi heldur fara ti Þýskalands af virðingu við Fiorentina. Talið er að verðmiðinn á kappanum verði í kring um 8 milljónir punda. 29.5.2007 14:44
Graham Poll dómari að hætta Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll dæmdi sinn síðasta leik á Englandi um helgina þegar hann flautaði leik Derby og West Brom um laust sæti í úrvalsdeildinni. Hann dæmir sinn síðasta alvöru leik á miðvikudaginn þegar Finnar taka á móti Belgum í Helsinki í undankeppni EM. Poll er 43 ára gamall og hefur verið nokkuð umdeildur síðan hann hóf að dæma í efstu deild á Englandi árið 1995. 29.5.2007 14:39
Ranieri óákveðinn Claudio Ranieri þjálfari Parma á Ítalíu segist ekki hafa rætt við forráðamenn Manchester City með það fyrir augum að gerast næsti knattspyrnustjóri félagsins. Hann bjargaði Parma frá falli um síðustu helgi en hefur verið orðaður við félög víða í Evrópu. "Ég mun ræða við forráðamenn Parma á næstu dögum," sagði Ranieri, sem útilokar ekki að vera áfram hjá ítalska félaginu. 29.5.2007 14:32