Fleiri fréttir Betra seint en aldrei Spánverjar og Danir mætast í undankeppni Evrópumóts landsliða á laugardag. Í nóvember 1993 unnu Spánverjar 1-0 í Sevilla og tryggðu sér þar með keppnisrétt á HM í Bandaríkjunum árið eftir. Danir sem þá voru Evrópumeistarar sátu eftir með sárt ennið því Írar náðu 2. sætinu. Núna 14 árum síðar viðurkennir spænski harðjaxlinn Fernando Hierro að Spánverjar hafi ekki haft farið eftir settum reglum. 22.3.2007 10:54 Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. 22.3.2007 10:43 19 ára í brasilíska landsliðið Mikill áhugi er í Svíþjóð á leikjum brasilíska landsliðsins við Chile í Gautaborg á laugardag og Gana á þriðjudag. 19 ára strákur sem er varamarkvörður hjá Gremio var í morgun valinn í landsliðshóp Brasilíumanna. 22.3.2007 10:32 Markvörðurinn klúðraði vítaspyrnu Brasilíumeistaranir í Sao Paulo urðu loks að lúta í gras í fyrsta sinn frá í september. Sao Paulo tapaði fyrir mexikóska liðinu Necaxa í Suður Ameríkukeppninni í gærkvöldi. Sao Paulo skoraði fyrsta markið og markvörðurinn Rogerio Ceni gat komið liðinu í 2-0 en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu, Alexandro Alvarez varði frá honum. Mexikóarnir skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og unnu 2-1. Þetta var fyrsti ósigur Sao Paulo í 29 leikjum frá því í september. 22.3.2007 10:25 Roy Keane samur við sig Fyrrverandi fyrirliði írska landsliðsins, Roy Kenae, gagnrýnir harðlega marga af landsliðsmönnum Íra og segir þá eingöngu gefa kost á sér í liðið til þess að baða sig í sviðsljósinu. Roy Keane, sem núna er knattspyrnustjóri Sunderland, gagnrýndi landsliðsþjálfarann Steve Staunton harðlega í síðustu viku fyrir að velja ekki Sunderlandmennina, David Connolly og Liam Miller í landsliðið. Írar mæta Walesverjum í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 22.3.2007 10:21 Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11 Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01 Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. 22.3.2007 00:01 Keane á enn í deilum við Íra Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði írska landsliðsins, er ekki hættur að deila á írska knattspyrnusambandið þó hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Keane átti í frægum deilum við landsliðsþjálfarann þegar hann spilaði með liðinu á sínum tíma og nú hefur hann gagnrýnt hreppapólitík hjá knattspyrnusambandinu í heimalandi sínu. 21.3.2007 21:00 Berbatov fer ekki frá Tottenham Umboðsmaður búlgarska framherjans Dimitar Berbatov hjá Tottenham segir engar líkur á því að markaskorarinn fari frá félaginu. Berbatov er búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni og hefur slegið í gegn síðan hann kom frá Leverkusen í sumar. 21.3.2007 20:15 Drogba og Cole sleppa Didier Drogba og Ashley Cole hjá Chelsea verða ekki ákærðir fyrir afskipti sín af manninum sem réðist að félaga þeirra Frank Lampard eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á mánudaginn. Aganefnd fór yfir myndband af atvikinu og fann ekkert athugavert við framkomu leikmannanna, en Drogba var um tíma sakaður um að hafa stigið á manninn þegar öryggisverðir höfðu yfirbugað hann. 21.3.2007 18:17 Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. 21.3.2007 18:00 Blótsyrðaflaumur Ferguson skemmdi viðtal BBC Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson hafi ráðist harkalega að starfsmanni Sky eftir leik Manchester United og Middlesbrough á mánudaginn. Skotinn öskraði og blótaði svo hátt að breska sjónvarpið þurfti að klippa til viðtal sitt við knattspyrnustjóra Boro eftir leikinn. 21.3.2007 17:04 Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. 21.3.2007 16:56 Andy Cole lánaður til Birmingham Framherjinn Andy Cole hefur gengið til liðs við 1.deildarlið Birmingham á lánssamning til loka leiktíðar. Cole hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir lið sitt Portsmouth í úrvalsdeildinni í vetur. Hann gekk í raðir Portsmouth frá Manchester City fyrir hálfa milljón punda í fyrra. 21.3.2007 16:42 Drogba undir smásjá knattspyrnusambandsins Aganefnd enska knattspyrnusambandsins er nú að rannsaka hvort Didier Drogba gerðist brotlegur þegar áhorfandi réðist inn á völlinn eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á dögunum. Dagblaðið Mirror segir myndir af leiknum sýna að Drogba hafi reynt að traðka á árásarmanninum þar sem hann lá bugaður á vellinum í haldi öryggisvarða. Maðurinn reyndi að kýla Frank Lampard og hefur verið settur í lífstíðarbann á White Hart Lane. 21.3.2007 16:15 Drullusvað á Tóftum Leik Færeyinga og Úkraínumanna í undankeppni EM sem fara átti fram á Tóftum á Austurey verður að öllum líkindum frestað. Vallarskilyrði þar eru ekki góð um þessar mundir eftir snjókomu og rigningar og til greina kemur að leikurinn verði færður til 22. ágúst. Úkraínumenn hafa samþykkt að fresta leiknum ef völlurinn verður ekki í leikhæfu ástandi. 21.3.2007 15:45 Englendingar eru úr leik ef þeir tapa Miðjumaðurinn Idan Tal hjá Bolton segir að Englendingar muni ekki komast á EM 2008 ef þeir tapa fyrir Ísraelsmönnum í leik liðanna í Tel Aviv á laugardaginn. Tal er ísraelskur landsliðsmaður og segir það sama uppi á teningnum hjá sínum mönnum. Englendingar og Ísraelar hafa 7 stig líkt og Makedónar í 3.-5. sæti E-riðilsins. 21.3.2007 15:30 Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM þann 28. mars næstkomandi. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 14:37 Bann Van Bommel stytt Marc van Bommel hjá Bayern Munchen hefur fengið leikbann sitt í Meistaradeildinni stytt og verður því löglegur í síðari leik Bayern og AC Milan í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir nokkrum dögum, en Bayern áfrýjaði og hefur bannið nú verð stytt. "Ég trúði ekki öðru en að banninu yrði breytt í einn leik," sagði van Bommel. 21.3.2007 14:23 Ronaldo: Ég er enginn Galactico Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United vill ekki láta tengja sig við Real Madrid á Spáni og segist ekki vera neinn Galactico - en það er orð sem spænskir nota yfir stórstjörnur liðsins. Ronaldo virðist ætla að einbeita sér algjörlega að því að spila með enska liðinu þrátt fyrir þrálátan orðróm um að hann sé á leið til Spánar. 21.3.2007 14:17 Dean Ashton spilar ekki meira á leiktíðinni Framherjinn Dean Ashton spilar ekki meira með liði West Ham á leiktíðinni vegna ökklabrots sem hann varð fyrir í herbúðum enska landsliðsins í ágúst síðastliðnum. Læknir West Ham hefur nú staðfest að endurhæfingin hafi ekki gengið nógu vel og því verði leikmaðurinn ekki leikfær það sem eftir er af deildarkeppninni. 21.3.2007 14:12 Luke Young kallaður inn í enska landsliðið Varnarmaðurinn Luke Young frá Charlton var í dag kallaður inn í enska landsliðið fyrir leikina gegn Ísraelum og Androrra í undankeppni EM. Young kemur inn í hópinn í stað Micah Richards sem er meiddur. 21.3.2007 14:10 Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. 21.3.2007 08:52 Deildarleik Chelsea og Man Utd frestað Síðari deildarleik Chelsea og Manchester United á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. maí eftir að bæði lið komust áfram í enska bikarnum. Leikurinn átti að fara fram 14 apríl en nú er ljóst að liðin mætast í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. 20.3.2007 23:07 Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. 20.3.2007 22:54 Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. 20.3.2007 17:30 Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. 20.3.2007 16:30 Benitez vill varaliðin í deildarkeppnina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú enn á ný áréttað að hann vilji sjá varalið stóru liðanna í úrvalsdeildinni skráð til keppni í neðri deildunum á Englandi. Hann segir þetta nauðsynlegt til að byggja upp betra landslið. Þetta fyrirkomulag segir hann hafa dugað vel í Frakklandi, Spáni og í Þýskalandi. 20.3.2007 15:30 Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. 20.3.2007 14:18 Árásarmaðurinn í lífstíðarbann Ljótt atvik átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöld þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Hér er myndband af atvikinu. Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu, en maðurinn sem réðist inn á völlinn hefur verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann er stuðningsmaður Tottenham, en hinn maðurinn sem hljóp inn á völlinn var stuðningsmaður Chelsea. 20.3.2007 14:01 Barcelona vill semja við Ronaldinho til 2014 Varaforeti Barcelona segir félagið hafa mikinn hug á að halda Brasilíumanninum Ronaldinho eins lengi og mögulegt er. Hann segir samning í smíðum sem gilda muni til ársins 2014 og segir Barcelona heldur ekki vilja selja menn eins og Deco og Leo Messi. 20.3.2007 12:43 Valencia og Inter áfrýja Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars. 20.3.2007 12:23 Ronaldo: Ég er of góður Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap. 20.3.2007 12:07 Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard. 20.3.2007 11:41 Chelsea og Man Utd kláruðu dæmið Chelsea og Manchester United eru komin í undanúrslit enska bikarsins eftir góða sigra í kvöld. Chelsea lagði granna sína í Tottenham 2-1 á útivelli og Manchester United kláraði Middlesbrough 1-0 á Old Trafford. 19.3.2007 22:06 Emre sleppur í bili Miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle var í dag hreinsaður af ásökunum um kynþáttaníð á knattspyrnuvellinum eftir að leikmenn Everton kvörtuðu undan honum eftir leik þann 30. desember í fyrra. Ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir svo hægt væri að aðhafast gegn leikmanninum, en hann á annað mál af svipuðum toga yfir höfði sér eftir að viðlíka kvartanir bárust undan honum frá liði Watford. 19.3.2007 20:30 Beckham hefur engar áhyggjur af félögum sínum Fyrrum landsliðsfyrirliðinn David Beckham hjá Real Madrid segist ekki hafa neinar áhyggjur af fyrrum félögum sínum í enska landsliðinu fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM á næstu dögum. 19.3.2007 19:46 Warnock sendir Southgate tóninn Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, sendi kollega sínum hjá Middlesbrough tóninn í fjölmiðlum í dag og sagði vinnubrögð Gareth Southgate bera vott um vanvirðingu í garð andstæðinga Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. 19.3.2007 19:27 David Nugent kallaður inn í enska landsliðið Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga. 19.3.2007 18:52 Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20. 19.3.2007 17:02 Carragher: United og Chelsea eru betri en við Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni. 19.3.2007 16:07 Tveir nýliðar í íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 15:51 Lampard vill ekki fara frá Chelsea Frank Lampard segist vera orðinn leiður á sífelldum orðrómi um að hann sé að fara frá Chelsea og segist alls ekki vilja fara eitt eða neitt. "Ég hef ekki verið að tala um framtíð mína því nú er í gangi mikilvægur kafli á leiktímabilinu, en ég get fullvissað alla um að ég hef engan áhuga á að fara frá félaginu og hef aldrei hugleitt það," sagði Lampard í samtali við The Sun. 19.3.2007 15:00 Pearce: Ég á skilið að fá skammir Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segist eiga það fyllilega skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum félagsins vegna lélegs gengi City í vetur. Liðið vann Middlesbrough um helgina eftir fimm töp í röð og var komið óþægilega nálægt fallsvæðinu fyrir vikið. 19.3.2007 14:15 Sjá næstu 50 fréttir
Betra seint en aldrei Spánverjar og Danir mætast í undankeppni Evrópumóts landsliða á laugardag. Í nóvember 1993 unnu Spánverjar 1-0 í Sevilla og tryggðu sér þar með keppnisrétt á HM í Bandaríkjunum árið eftir. Danir sem þá voru Evrópumeistarar sátu eftir með sárt ennið því Írar náðu 2. sætinu. Núna 14 árum síðar viðurkennir spænski harðjaxlinn Fernando Hierro að Spánverjar hafi ekki haft farið eftir settum reglum. 22.3.2007 10:54
Dýrkeyptur sigur Gummersbach Íslendingaliðið Gummersbach burstaði Melsungen 38-26 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 12 mörk og Róbert Gunnarsson 8. En sigurinn var Gummersbach dýrkeyptur. Franski landsliðsmaðurinn Daniel Narcisse fingurbrotnaði og spilar ekki næstu 6 vikurnar. 22.3.2007 10:43
19 ára í brasilíska landsliðið Mikill áhugi er í Svíþjóð á leikjum brasilíska landsliðsins við Chile í Gautaborg á laugardag og Gana á þriðjudag. 19 ára strákur sem er varamarkvörður hjá Gremio var í morgun valinn í landsliðshóp Brasilíumanna. 22.3.2007 10:32
Markvörðurinn klúðraði vítaspyrnu Brasilíumeistaranir í Sao Paulo urðu loks að lúta í gras í fyrsta sinn frá í september. Sao Paulo tapaði fyrir mexikóska liðinu Necaxa í Suður Ameríkukeppninni í gærkvöldi. Sao Paulo skoraði fyrsta markið og markvörðurinn Rogerio Ceni gat komið liðinu í 2-0 en honum mistókst að skora úr vítaspyrnu, Alexandro Alvarez varði frá honum. Mexikóarnir skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og unnu 2-1. Þetta var fyrsti ósigur Sao Paulo í 29 leikjum frá því í september. 22.3.2007 10:25
Roy Keane samur við sig Fyrrverandi fyrirliði írska landsliðsins, Roy Kenae, gagnrýnir harðlega marga af landsliðsmönnum Íra og segir þá eingöngu gefa kost á sér í liðið til þess að baða sig í sviðsljósinu. Roy Keane, sem núna er knattspyrnustjóri Sunderland, gagnrýndi landsliðsþjálfarann Steve Staunton harðlega í síðustu viku fyrir að velja ekki Sunderlandmennina, David Connolly og Liam Miller í landsliðið. Írar mæta Walesverjum í undankeppni Evrópumótsins á laugardag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 22.3.2007 10:21
Benítez fer hvergi Bandaríkjamennirnir Gillett og Hicks sem keyptu Liverpool á dögunum sáu ástæðu til þess að gefa út yfirlýsingu um knattspyrnustjórann Rafa Benitez. Benitez er eftirsóttur og forystumenn Real Madríd sagðir ólmir vilja fá hann til þess að stýra Madrídarskútunni. 22.3.2007 10:11
Sir Alex vill Eið Smára Enska blaðið The Sun greinir frá því í morgun að Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United vilji fá Eið Smára Guðjohnsen í raðir Manchester liðsins. Samkvæmt The Sun er Eiði ætlað að taka við hlutverki sænska framherjans Henriks Larson. 22.3.2007 08:01
Fimm mörk í 2 æfingaleikjum Hannes Þ. Sigurðsson byrjar vel hjá norska liðinu Viking en hann hefur skorað fimm mörk í síðustu tveimur æfingaleikjum liðsins. Hannes skoraði þrennu í 7-1 sigri á Start og bætti síðan við tveimur mörkum á fyrstu 22 mínútunum í 3-3 jafntefli á móti Bryne í gær. Hannes lagði einnig upp mark og var nálægt því að innsigla þrennuna annan leikinn í röð en mark sem hann skoraði var dæmt af. 22.3.2007 00:01
Keane á enn í deilum við Íra Roy Keane, stjóri Sunderland og fyrrum fyrirliði írska landsliðsins, er ekki hættur að deila á írska knattspyrnusambandið þó hann sé búinn að leggja skóna á hilluna. Keane átti í frægum deilum við landsliðsþjálfarann þegar hann spilaði með liðinu á sínum tíma og nú hefur hann gagnrýnt hreppapólitík hjá knattspyrnusambandinu í heimalandi sínu. 21.3.2007 21:00
Berbatov fer ekki frá Tottenham Umboðsmaður búlgarska framherjans Dimitar Berbatov hjá Tottenham segir engar líkur á því að markaskorarinn fari frá félaginu. Berbatov er búinn að skora 19 mörk á leiktíðinni og hefur slegið í gegn síðan hann kom frá Leverkusen í sumar. 21.3.2007 20:15
Drogba og Cole sleppa Didier Drogba og Ashley Cole hjá Chelsea verða ekki ákærðir fyrir afskipti sín af manninum sem réðist að félaga þeirra Frank Lampard eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á mánudaginn. Aganefnd fór yfir myndband af atvikinu og fann ekkert athugavert við framkomu leikmannanna, en Drogba var um tíma sakaður um að hafa stigið á manninn þegar öryggisverðir höfðu yfirbugað hann. 21.3.2007 18:17
Sevilla vill ekki spila á skírdag Forráðamenn spænska knattspyrnuliðsins Sevilla hafa farið þess á leit við Knattspyrnusamband Evrópu að fyrri leikur liðsins við Tottenham í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða verði færður. Leikurinn er á dagskrá 5. apríl, en það er skírdagur. 21.3.2007 18:00
Blótsyrðaflaumur Ferguson skemmdi viðtal BBC Breska blaðið The Sun greinir frá því í dag að Sir Alex Ferguson hafi ráðist harkalega að starfsmanni Sky eftir leik Manchester United og Middlesbrough á mánudaginn. Skotinn öskraði og blótaði svo hátt að breska sjónvarpið þurfti að klippa til viðtal sitt við knattspyrnustjóra Boro eftir leikinn. 21.3.2007 17:04
Bann Navarro gildir í öllum keppnum Varnarmaðurinn David Navarro hjá Valencia getur nú farið að einbeita sér að golfinu næsta hálfa árið eða svo eftir að Alþjóða knattspyrnusambandið samþykkti beiðni þess evrópska um að láta sjö mánaða keppnisbann hans í Meistaradeildinni gilda í öllum keppnum. Navarro fékk bannið eftir alvarleg agabrot í uppþoti sem varð eftir leik Valencia og Inter Milan á dögunum. 21.3.2007 16:56
Andy Cole lánaður til Birmingham Framherjinn Andy Cole hefur gengið til liðs við 1.deildarlið Birmingham á lánssamning til loka leiktíðar. Cole hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir lið sitt Portsmouth í úrvalsdeildinni í vetur. Hann gekk í raðir Portsmouth frá Manchester City fyrir hálfa milljón punda í fyrra. 21.3.2007 16:42
Drogba undir smásjá knattspyrnusambandsins Aganefnd enska knattspyrnusambandsins er nú að rannsaka hvort Didier Drogba gerðist brotlegur þegar áhorfandi réðist inn á völlinn eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum á dögunum. Dagblaðið Mirror segir myndir af leiknum sýna að Drogba hafi reynt að traðka á árásarmanninum þar sem hann lá bugaður á vellinum í haldi öryggisvarða. Maðurinn reyndi að kýla Frank Lampard og hefur verið settur í lífstíðarbann á White Hart Lane. 21.3.2007 16:15
Drullusvað á Tóftum Leik Færeyinga og Úkraínumanna í undankeppni EM sem fara átti fram á Tóftum á Austurey verður að öllum líkindum frestað. Vallarskilyrði þar eru ekki góð um þessar mundir eftir snjókomu og rigningar og til greina kemur að leikurinn verði færður til 22. ágúst. Úkraínumenn hafa samþykkt að fresta leiknum ef völlurinn verður ekki í leikhæfu ástandi. 21.3.2007 15:45
Englendingar eru úr leik ef þeir tapa Miðjumaðurinn Idan Tal hjá Bolton segir að Englendingar muni ekki komast á EM 2008 ef þeir tapa fyrir Ísraelsmönnum í leik liðanna í Tel Aviv á laugardaginn. Tal er ísraelskur landsliðsmaður og segir það sama uppi á teningnum hjá sínum mönnum. Englendingar og Ísraelar hafa 7 stig líkt og Makedónar í 3.-5. sæti E-riðilsins. 21.3.2007 15:30
Hermann og Jóhannes Karl ekki með gegn Spánverjum Tvö stór skörð voru í dag höggvin í íslenska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Spánverjum í undankeppni EM þann 28. mars næstkomandi. Þeir Hermann Hreiðarsson og Jóhannes Karl Guðjónsson geta ekki tekið þátt í leiknum. 21.3.2007 14:37
Bann Van Bommel stytt Marc van Bommel hjá Bayern Munchen hefur fengið leikbann sitt í Meistaradeildinni stytt og verður því löglegur í síðari leik Bayern og AC Milan í 8-liða úrslitum keppninnar. Hann var dæmdur í tveggja leikja bann fyrir nokkrum dögum, en Bayern áfrýjaði og hefur bannið nú verð stytt. "Ég trúði ekki öðru en að banninu yrði breytt í einn leik," sagði van Bommel. 21.3.2007 14:23
Ronaldo: Ég er enginn Galactico Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Manchester United vill ekki láta tengja sig við Real Madrid á Spáni og segist ekki vera neinn Galactico - en það er orð sem spænskir nota yfir stórstjörnur liðsins. Ronaldo virðist ætla að einbeita sér algjörlega að því að spila með enska liðinu þrátt fyrir þrálátan orðróm um að hann sé á leið til Spánar. 21.3.2007 14:17
Dean Ashton spilar ekki meira á leiktíðinni Framherjinn Dean Ashton spilar ekki meira með liði West Ham á leiktíðinni vegna ökklabrots sem hann varð fyrir í herbúðum enska landsliðsins í ágúst síðastliðnum. Læknir West Ham hefur nú staðfest að endurhæfingin hafi ekki gengið nógu vel og því verði leikmaðurinn ekki leikfær það sem eftir er af deildarkeppninni. 21.3.2007 14:12
Luke Young kallaður inn í enska landsliðið Varnarmaðurinn Luke Young frá Charlton var í dag kallaður inn í enska landsliðið fyrir leikina gegn Ísraelum og Androrra í undankeppni EM. Young kemur inn í hópinn í stað Micah Richards sem er meiddur. 21.3.2007 14:10
Benítez á leið til Real Madrid? Real Madrid vilja fá Rafael Benítez sem næsta þjálfara frekar en José Mourinho. Þeir munu nú reyna að lokka Benítez frá Liverpool með boði sem hann getur ekki hafnað. Frá þessu segir í The Times í dag. Benítez hafnaði boði frá Real fyrir um ári síðan en síðan þá hafa aðstæður breyst, bæði á Bernabau og Anfield. 21.3.2007 08:52
Deildarleik Chelsea og Man Utd frestað Síðari deildarleik Chelsea og Manchester United á leiktíðinni í ensku úrvalsdeildinni hefur nú verið frestað til miðvikudagsins 9. maí eftir að bæði lið komust áfram í enska bikarnum. Leikurinn átti að fara fram 14 apríl en nú er ljóst að liðin mætast í næstsíðustu umferð deildarkeppninnar. 20.3.2007 23:07
Þeir voru lélegri en ég hélt Sevilla komst í kvöld loksins í undanúrslitin í spænska konungsbikarnum í knattspyrnu eftir að hafa slegið út granna sína í Real Betis. Liðin léku það sem eftir var leiks þeirra frá því í lok síðasta mánaðar, en honum var frestað eftir að þjálfari Sevilla fékk flösku í höfuðið og rotaðist. Hann gat ekki stillt sig um að senda andstæðingum sínum smá skot eftir leikinn. 20.3.2007 22:54
Framtíð Reyes óljós Jose Antonio Reyes segist ekkert hafa rætt við forráðamenn Arsenal og Real Madrid um framtíð sína en hann er nú á eins árs lánssamningi hjá spænska liðinu frá Arsenal. Reyes hefur oft undirstrikað að hann sé ánægður hjá Real og vilji aldrei aftur spila á Englandi. 20.3.2007 17:30
Ronaldo: Capello er djöfullinn Framherjinn Ronaldo hjá AC Milan segir að fyrrum þjálfari hans Fabio Capello hjá Real Madrid eigi ekki skilið að vinna Spánarmeistaratitilinn. Hann gekk svo langt að kalla vist sína hjá Real "helvíti" og kallaði Capello sjálfan djöfulinn. "Ég vona að liðinu gangi vel vegna félaga minna þar - en Capello á ekki skilið að vinna neitt," sagði Brasilíumaðurinn í samtali við spænska sjónvarpsstöð. 20.3.2007 16:30
Benitez vill varaliðin í deildarkeppnina Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur nú enn á ný áréttað að hann vilji sjá varalið stóru liðanna í úrvalsdeildinni skráð til keppni í neðri deildunum á Englandi. Hann segir þetta nauðsynlegt til að byggja upp betra landslið. Þetta fyrirkomulag segir hann hafa dugað vel í Frakklandi, Spáni og í Þýskalandi. 20.3.2007 15:30
Adriano lenti í slagsmálum Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan lenti í slagsmálum á næturklúbbi á Ítalíu á sunnudagskvöldið. Andstæðingurinn var engin smásmíði, en það var bandaríski körfuboltamaðurinn Rolando Howell hjá Varese sem er vel yfir tveir metrar á hæð. Slagsmálin áttu sér stað á og fyrir utan næturklúbbinn Hollywood. Landi Adriano, Ronaldo hjá AC Milan, náði að stöðva slagsmálin og róa félaga sinn niður. 20.3.2007 14:18
Árásarmaðurinn í lífstíðarbann Ljótt atvik átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöld þegar áhorfandi hljóp inn á völlinn og reyndi að kýla Frank Lampard. Hér er myndband af atvikinu. Málið er í rannsókn hjá enska knattspyrnusambandinu, en maðurinn sem réðist inn á völlinn hefur verið dæmdur í lífstíðarbann. Hann er stuðningsmaður Tottenham, en hinn maðurinn sem hljóp inn á völlinn var stuðningsmaður Chelsea. 20.3.2007 14:01
Barcelona vill semja við Ronaldinho til 2014 Varaforeti Barcelona segir félagið hafa mikinn hug á að halda Brasilíumanninum Ronaldinho eins lengi og mögulegt er. Hann segir samning í smíðum sem gilda muni til ársins 2014 og segir Barcelona heldur ekki vilja selja menn eins og Deco og Leo Messi. 20.3.2007 12:43
Valencia og Inter áfrýja Knattspyrnufélögin Valencia á Spáni og Inter Milan á Ítalíu hafa bæði áfrýjað dómi Knattspyrnusambands Evrópu í dögunum þar sem leikmönnum liðanna var refsað harðlega fyrir slagsmálin sem urðu eftir leik þeirra í Meistaradeildinni þann 6. mars. 20.3.2007 12:23
Ronaldo: Ég er of góður Christiano Ronaldo var ekki sáttur við að vera enn á ný sakaður um leikaraskap í gærkvöld þegar hann skoraði sigurmark Manchester United í sigrinum á Middlesbrough í enska bikarnum. Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði úr henni sjálfur - og Boro-menn sökuðu hann um leikaraskap. 20.3.2007 12:07
Áhorfandi reyndi að ráðast á Lampard Enska knattspyrnusambandið er nú að rannsaka atvik sem átti sér stað eftir leik Tottenham og Chelsea í enska bikarnum í gærkvöldi þegar áhorfandi á White Hart Lane réðist að Frank Lampard hjá Chelsea. "Ég hélt að hann myndi ná að kýla mig - ég beygði mig bara," sagði Lampard. 20.3.2007 11:41
Chelsea og Man Utd kláruðu dæmið Chelsea og Manchester United eru komin í undanúrslit enska bikarsins eftir góða sigra í kvöld. Chelsea lagði granna sína í Tottenham 2-1 á útivelli og Manchester United kláraði Middlesbrough 1-0 á Old Trafford. 19.3.2007 22:06
Emre sleppur í bili Miðjumaðurinn Emre hjá Newcastle var í dag hreinsaður af ásökunum um kynþáttaníð á knattspyrnuvellinum eftir að leikmenn Everton kvörtuðu undan honum eftir leik þann 30. desember í fyrra. Ekki þóttu nægar sannanir liggja fyrir svo hægt væri að aðhafast gegn leikmanninum, en hann á annað mál af svipuðum toga yfir höfði sér eftir að viðlíka kvartanir bárust undan honum frá liði Watford. 19.3.2007 20:30
Beckham hefur engar áhyggjur af félögum sínum Fyrrum landsliðsfyrirliðinn David Beckham hjá Real Madrid segist ekki hafa neinar áhyggjur af fyrrum félögum sínum í enska landsliðinu fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM á næstu dögum. 19.3.2007 19:46
Warnock sendir Southgate tóninn Neil Warnock, knattspyrnustjóri Sheffield United, sendi kollega sínum hjá Middlesbrough tóninn í fjölmiðlum í dag og sagði vinnubrögð Gareth Southgate bera vott um vanvirðingu í garð andstæðinga Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni. 19.3.2007 19:27
David Nugent kallaður inn í enska landsliðið Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga. 19.3.2007 18:52
Jermaine Jenas: Við getum lagt Chelsea Miðjumaðurinn Jermaine Jenas hjá Tottenham segir sína menn hafa fulla trú á því að geta slegið Chelsea út úr enska bikarnum í kvöld þegar liðin mætast í aukaleik á White Hart Lane um sæti í undanúrslitum keppninnar. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og leikur Man Utd og Middlesbrough á Sýn - en þeir hefjast báðir um klukkan 20. 19.3.2007 17:02
Carragher: United og Chelsea eru betri en við Jamie Carragher leikmaður Liverpool viðurkennir að Manchester United og Chelsea séu talsvert sterkari lið en Liverpool og segir liðið ætla að einbeita sér að því að reyna að ná þriðja sætinu í úrvalsdeildinni. 19.3.2007 16:07
Tveir nýliðar í íslenska landsliðinu Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari tilkynnti í dag 18 manna hóp sinn sem mætir Spánverjum miðvikudaginn 28. mars. Tveir nýliðar eru í hópnum - þeir Atli Jóhannsson úr KR og Gunnar Þór Gunnarsson frá Hammarby. 19.3.2007 15:51
Lampard vill ekki fara frá Chelsea Frank Lampard segist vera orðinn leiður á sífelldum orðrómi um að hann sé að fara frá Chelsea og segist alls ekki vilja fara eitt eða neitt. "Ég hef ekki verið að tala um framtíð mína því nú er í gangi mikilvægur kafli á leiktímabilinu, en ég get fullvissað alla um að ég hef engan áhuga á að fara frá félaginu og hef aldrei hugleitt það," sagði Lampard í samtali við The Sun. 19.3.2007 15:00
Pearce: Ég á skilið að fá skammir Stuart Pearce, stjóri Manchester City, segist eiga það fyllilega skilið að fá að heyra það frá stuðningsmönnum félagsins vegna lélegs gengi City í vetur. Liðið vann Middlesbrough um helgina eftir fimm töp í röð og var komið óþægilega nálægt fallsvæðinu fyrir vikið. 19.3.2007 14:15