Fleiri fréttir

Parlour æfir með Arsenal

Gamla brýnið Ray Parlour, sem nýverið gekk í raðir Hull City, ætlar að æfa með gamla liðinu sínu Arsenal á næstu vikum á meðan hann nær sér af meiðslum. Parlour er nú að spila utan efstu deildar í fyrsta sinn á ferlinum og fær aðeins borgað hjá Hull ef hann nær að spila leiki með félaginu.

Sögur af árásum stuðningsmanna ýktar

Forráðamenn West Ham gáfu það út í dag að sögur sem gengu í bresku blöðunum í dag um að stuðningsmenn liðsins hefðu ráðist að Marlon Harewood eftir leik liðsins um helgina væru stórlega ýktar. Sagt var að 15 manns hefðu ráðist að Harewood og hreytt í hann fúkyrðum voru dregnar til baka og sagði talsmaður West Ham að félagið hefði engar áhyggjur af þessu meinta atviki.

Kanchelskis leggur skóna á hilluna

Rússneski kantmaðurinn Andrei Kanchelskis hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, 38 ára að aldri. Kanchelskis gerði garðinn frægan með Manchester United snemma á síðasta áratug og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu.

Diarra var nálægt því að fara frá Chelsea í janúar

Lassana Diarra, leikmaður Chelsea, hefur nú upplýst að hann hafi verið kominn á fremsta hlunn með að fara frá félaginu í janúar. Diarra hafði ekki fengið mikið að spreyta sig síðan hann kom til Chelsea árið 2005, en hefur staðið sig vel í þeim þremur leikjum í röð sem hann hefur verið í byrjunarliðinu undanfarið.

Eto´o neitaði að spila í gær

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona neitaði að fara inná sem varamaður þegar fimm mínútur voru eftir af leik Barcelona og Santander í gærkvöld. Eto´o er hægt og bítandi að ná heilsu eftir hnémeiðsli, en neitaði að fara að hita upp þegar hann var beðinn um það í gær.

Mancini vill flauta tímabilið af

Roberto Mancini vill að keppni í ítölsku A-deildinni verði flautuð af og látin hefjast á ný næsta haust á meðan unnið verður að því að koma öryggismálum í lag á Ítalíu. Lið hans Inter er eitt þeirra sem þarf að spila fyrir luktum dyrum um þessar mundir og því vill Mancini að liðið sem er í efsta sæti i dag verið sæmt meistaratitlinum og mótið flautað af.

Ancelotti ánægður með Ronaldo

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var mjög ánægður með frammistöðu brasilíska framherjans Ronaldo sem lék sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið í dag eftir að hafa komið frá Real Madrid í síðasta mánuði. Ronaldo þótti frískur þann tæpa hálftíma sem hann spilaði og gladdi auga þjálfara síns.

Ronaldinho tryggði Barcelona sigur

Barcelona er komið með þriggja stiga forystu í spænsku úrvalsdeildinni eftir að hafa lagt Racing Santander vandræðalaust af velli, 2-0, á Nou Camp í kvöld. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho kom aftur inn í lið Evrópumeistaranna og skoraði bæði mörk liðsins.

Fara leikmenn Galaxy fram á launahækkun?

Fyrirliði LA Galaxy, Peter Vagenas, bandaríska liðsins sem David Beckham mun ganga til liðs við næsta sumar, setur spurningamerki við þær gríðarlegu fjárhæðir sem Beckham mun fá fyrir að spila fyrir liðið. Hann útilokar ekki að einhverjir leikmanna liðsins munu fara fram á launahækkun.

Jewell: Dómarinn kostaði okkur sigurinn

Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, var allt annað en sáttur með frammistöðu dómarans Philip Dowd í leik sinna manna gegn Arsenal í dag og sagði slæma dómgæslu hafa kostað sitt lið sigurinn. Arsene Wenger hjá Arsenal viðurkenndi að Wigan hefði átt skilið af fá að minnsta kostið annað stigið í leiknum.

Eggert: Ég er fæddur bardagamaður

Eggert Magnússon segir í löngu og ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian sem birtist í gær að hann sé fæddur bardagamaður. Þess vegna muni West Ham berjast þar til í síðustu umferð ensku deildarkeppninar til að forðast fall úr úrvalsdeildinni.

Ekkert lát á sigurgöngu Inter

Mörk frá Adriano og Hernan Crespo tryggðu Inter Milan auðveldan sigur á Chievo í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag en um var að ræða 15. sigur liðsins í deildinni í röð. Engir áhorfendur voru á leiknum, frekar en í þremur öðrum leikjum á Ítalíu í dag. Ronaldo lék sinn fyrsta leik fyrir AC Milan.

Frábær endasprettur færði Arsenal sigur

Frábær endasprettur Arsenal tryggði liðinu 2-1 sigur á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Lengi vel leit út fyrir að gestirnir færu með öll þrjú stigin af hólmi eftir að Denny Landzaat hafði komið þeim yfir í fyrri hálfleik, en sjálfsmark og mark frá Thomas Rosicky á síðustu 10 mínútum leiksins tryggðu heimamönnum mikilvægan sigur.

Loksins sigraði Lyon

Meistarar síðustu fimm ára í franska fótboltanum, Lyon, vann sinn fyrsta deildarleik í ár þegar liðið vann Lorient í gær, 1-0. Þrátt fyrir að allt hafi gengið á afturfótunum hjá liðinu að undanförnu er Lyon ennþá með 14 stiga forystu á toppi deildarinnar. Fyrirliði liðsins segir mikilvægt að hafa náð sigri fyrir leikinn gegn Roma í Meistaradeildinni í næstu viku.

Rijkaard: Það komast ekki allir í hópinn

Eiður Smári Guðjohnsen á ekki við meiðsli eða veikindi að stríða fyrir leik Barcelona gegn Racing Santander í kvöld heldur kemur það einfaldlega í hans hlut að vera utan hóps í þetta skiptið. Þetta segir Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona.

Bolton lagði Fulham af velli

Bolton komst upp fyrir Arsenal í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 sigri á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Bolton er nú komið með 47 stig eftir 27 leiki en Arsenal er með 46 stig eftir 25 leik. Arsenal tekur á móti Wigan síðar í dag og getur því náð fjórða sætinu aftur.

Venables: McLaren er fullur sjálfstrausts

Terry Venables, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins í fótbolta, segir að sjálfstraust Steve McLaren hafi ekki beðið hnekki þrátt fyrir gríðarlega gagnrýni fjölmiðla og almennings í Englandi eftir tap enska liðsins gegn Spánverjum í síðustu viku. Venables segir hins vegar engan taka gagnrýnina eins nærri sér og Venables.

Bolton yfir í hálfleik - Heiðar í byrjunarliðinu

Heiðar Helguson er í byrjunarliði Fulham sem er 1-0 undir gegn Bolton þegar leikur liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag er hálfnaður. Heiðar spilar í fremstu víglínu ásamt Bandaríkjamanninum Brian McBride. Það var miðjumaðurinn Gary Speed sem skoraði mark Bolton á 23. mínútu úr vítaspyrnu.

Allardyce: Hvað er málið með Nolan?

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, skilur ekki af hverju fyrirlið liðs síns, Kevin Nolan, sé sífellt skilinn eftir utan enska landsliðsins. Allardyce telur að með sama áframhaldi sjái Nolan sér ekki annað fært en að fara til stærra félags í Englandi.

Gerrard heillaður af nýjum eigendum Liverpool

Fyrirliði Liverpool, Steven Gerrard, er himinlifandi með kaup bandarísku auðkýfinginanna George Gillett og Tom Hicks á félaginu og kveðst heillaður af framtíðaráætlunum þeirra. Fyrirliðinn hitti nýju eigendurna á fundi fyrir helgi þar sem þeir lýstu fyrir honum hugsjón sinni og framtíðarsýn.

Ronaldo og Rooney eru bestu félagar

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur enn einu sinni lýst því yfir að hann og Wayne Rooney séu bestu vinir, þrátt fyrir uppákomuna á HM í Þýskalandi í sumar þar sem Ronaldo virtist eiga þátt í að Rooney var rekinn af leikvelli í viðureign Portúgals og Englands í 8-liða úrslitum. Ronaldo segir vináttu þeirra hafa styrkst eftir atvikið.

Capello hrósar Beckham fyrir frammistöðu sína

Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hrósaði David Beckham í hástert fyrir frammistöðu sína gegn Real Sociedad í gærkvöldi, en Beckham skoraði fyrra mark liðsins í 2-1 sigri eftir að hafa verið óvænt valinn í byrjunarliðið. Capello segist alltaf borið traust til Beckham.

Ferguson hrósar breidd leikmannahópsins

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd., segir að sigur sinna manna á Charlton í dag hafi undirstrikað mikilvægi þess að hafa úr stórum hópi leikmanna að velja. Ferguson hvíldi nokkra af sínum bestu mönnum, t.d. Cristiano Ronaldo, en það kom ekki að sök.

Beckham sló rækilega í gegn

David Beckham kom, sá og sigraði í leik Real Madrid og Real Sociedad í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Beckham var öllum að óvörum í byrjunarliði Real eftir að hafa ekki verið í leikmannahóp liðsins síðustu vikur og skoraði fyrra mark Real í 2-1 sigri liðsins.

Curbishley segir ekkert falla með sínum mönnum

Alan Curbishley, knattspyrnustjóri West Ham, ítrekar að fallbaráttan í ensku úrvalsdeildinni sé síður en svo ráðin, þrátt fyrir að lærisveinar hans og Eggerts Magnússonar hafi beðið lægri hlut gegn Watford á heimavelli í dag. West Ham var miklu betri aðilinn í leiknum en ekkert gekk upp við mark andstæðinganna.

Schalke í góðri stöðu í Þýskalandi

Schalke er komið með sex stiga forskot á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta en í dag vann liðið góðan 2-0 sigur á Hertha Berlín. Á sama tíma máttu helstu keppinautarnir í Werder Bremen þola skell gegn Stuttgart þar sem lokatölur urðu 4-1.

Skiptar skoðanir á Mourinho í Portúgal

Fótboltaáhangendur í Portúgal skiptast í tvær andstæðar fylkingar gagnvart Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, ef eitthvað er að marka skoðanakönnun á vegum eins útbreiddasta dagblaðs Portúgals, Correio da Manha. 43,1% vilja sjá Mourinho taka við starfi landsliðsþjálfara eftir að Luiz Felipe Scolari lætur af störfum sumarið 2008 en 42,2% eru á móti ráðningu Mourinho.

Jóhannes og Bjarni spiluðu

Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley sem gerði 1-1 jafntefli við Sheffield Wednesday í ensku 1. deildinni í dag. Jóhannes Karl fór af velli á 77. mínútu. Þá spilaði Bjarni Þór Viðarsson síðasta hálftímann fyrir Bournemouth í stórsigri liðsins á Layton Orient í ensku 2. deildinni, en þar er hann í láni frá Everton.

LA Galaxy í væntanlegum raunveruleikaþætti í Bandaríkjunum

Um það bil 800 manns, hvaðanæva úr heiminum, sækjast nú eftir því að hreppa eitt laust sæti í leikmannahóp bandaríska atvinnumannaliðsins LA Galaxy, en sem kunnugt er skrifaði David Beckham undir samning við liðið fyrir skemmstu. Uppátækið er hluti af væntanlegum raunveruleikaþætti sem býr yfir sömu grunnhugmynd og þættir á borð við Idol, X-factor og So you think you can Dance?

Geir boðar breytingar hjá KSÍ

Geir Þorsteinsson, nýkjörinn formaður KSÍ, boðar breytingar hjá knattspyrnusambandinu nú þegar hann tekur við starfi Eggerts Magnússonar. “Vitanlega munum við sjá breytingar á komandi tímum. Ég er allt annar maður en Eggert Magnússon,” sagði Geir eftir að úrslitin lágu ljós fyrir. Ítarlegt viðtal við Geir, sem og aðra frambjóðendur, verður sýnt í kvöldfréttum Stöðvar 2 kl. 18:50.

Man. Utd. og Chelsea halda sínu striki

Manchester United heldur sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins en Man. Utd og Chelsea unnu bæði leiki sína í dag. Vonir Liverpool um að blanda sér alvarlega í toppbaráttunni hurfu líklega endanlega með tapi liðsins fyrir Newcastle í dag.

Man. Utd. og Chelsea með forystu í hálfleik

Manchester United og Chelsea, efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar, hafa bæði 1-0 forystu þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureignum liðanna í dag. Staðan í leik Newcastle og Liverpool er 1-1 þar sem Craig Bellamy gæti auðveldlega verið búinn að skora þrennu.

Rúrik ekki í hóp hjá Charlton - Terry byrjar hjá Chelsea

Sóknarmaðurinn ungi Rúrik Gíslason er ekki í 16 manna hópi Charlton sem sækir topplið Manchester United heim í ensku úrvalsdeildinni í dag en Rúrik hafði verið valinn í 17 manna hóp liðsins í gær. Hermann Hreiðarsson spilar ekki með vegna meiðsla. John Terry er í byrjunarliði Chelsea sem mætir Middlesbrough.

Reading sigraði Aston Villa

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem bar sigurorð af Aston Villa á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag, 2-0. Það var miðjumaðurinn Steve Sidwell sem skoraði bæði mörk Reading, það fyrra á 16. mínútu en það síðara á 92 mínútu. Með sigrinum styrkir Reading stöðu sína í 6. sæti deildarinnar.

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Liðum fjölgar í efstu deild karla og kvenna

12 lið verða í Landsbankadeild karla og 10 lið verða í Landsbankadeild kvenna frá og með tímabilinu 2008, en breytingartillaga þess efnis var samþykkt á ársþingi KSÍ í dag. Þá var Eggert Magnússon kosinn heiðursforseti KSÍ.

Eggert: Þakklæti er mér efst í huga

Eggert Magnússon, fráfarandi formaður KSÍ, fór um víðan völl í upphafsræðu sinni á ársþingi KSÍ sem sett var á Hótel Loftleiðum í morgun. Eggert sagði að sér væri fyrst og fremst þakklæti í huga að hafa fengið að starfa að sínu stóra áhugamáli í þau 18 ár sem hann hefur gegnt starfi formanns.

Eiður Smári ekki í hópnum hjá Barcelona

Eiður Smári Guðjohnsen hefur verið skilinn eftir utan leikmannahópsins hjá Barcelona fyrir viðureign liðsins gegn Racing Santander í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Samkvæmt fréttum frá Spáni á Eiður Smári ekki við meiðsli eða veikindi að stríða - hann þarf einfaldlega að víkja fyrir Lionel Messi, sem er aftur orðinn leikfær eftir þriggja mánaða legu á hliðarlínunni vegna meiðsla.

Arsenal í samstarf við Colorado Rapids

Enska úrvalsdeildarliðið Arsenal og bandaríska atvinnumannaliðið Colorado Rapids tilkynntu opinberlega í morgun að félögin hyggðust hefja samstarf sín á milli. Samstarfið felst í því að styrkja vörumerkið Arsenal í Bandaríkjunum ásamt því að liðin munu koma til með að skiptast á efnilegum leikmönnum.

Mikel var neyddur til að spila landsleikinn

Nígeríski miðjumaðurinn hjá Chelsea, John Obi Mikel, kveðst hafa neyðst til að spila fyrir landsliðið sitt sl. þriðjudag þegar Nígería mætti Ghana í vináttuleik. Ástæðan voru hótanir í garð fjölskyldu sinnar sem búsett er í Nígeríu. Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hafði bannað Mikel að spila landsleikinn þar sem hann var lítillega meiddur.

Roeder ánægður með að hafa valið Martins

Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, kveðst alls ekki sjá eftir því að hafa keypt Obafemi Martins frá Nígeríu til félagsins í sumar, fremur en hollenska framherjann Dirk Kuyt sem fór stuttu síðar til Liverpool. Roeder segir að Martins hafi vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína.

Saviola vill helst fara til Ítalíu

Javier Saviola, félaga Eiðs Smára Guðjohsen hjá Barcelona, langar mest að fara til Ítalíu fari svo að spænska félagið bjóði honum ekki nýjan samning eftir núverandi tímabil. Saviola kveðst aldrei munu svíkja Barcelona með því að ganga til liðs við Real Madrid en hann útilokar ekki að vera áfram hjá Barca.

Benitez og Fabregas menn mánaðarins í Englandi

Rafael Benitez hjá Liverpool hefur verið valinn þjálfari mánaðarins og Cesc Fabregas hjá Arsenal leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni en greint var frá þessum tíðindum nú undir kvöld.

Wenger: Landsleikir eru leiðinlegir

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að landsleikir í fótbolta séu hundleiðinlegir nú á dögum. Ástæðan sé einföld; gæði félagsliða hafi aukist á síðustu árum en gæði landsliða hafi þvert á móti farið minnkandi.

Fimm leikja bann fyrir að hóta dómara lífláti

Aleksandar Rankovic, serbneskur leikmaður sem spilar með ADO Den Haag í hollensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í fimm leikja bann fyrir að hafa hótað dómaranum Kevin Blom lífláti í leik gegn Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar þann 19. janúar síðastliðinn.

Sjá næstu 50 fréttir