Fleiri fréttir

Jóhann Berg vill fara frá AZ

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur tilkynnt forráðamönnum hollenska félagsins AZ Alkmaar að hann vilji yfirgefa klúbbinn en þetta kemur fram í viðtali við Earnest Stewart, framkvæmdarstjóra AZ, við Voetbal International í dag.

Kolbeinn stendur Zlatan, Ronaldo og van Persie framar

Kolbeinn Sigþórsson hefur skorað 11 mörk í 17 landsleikjum fyrir Ísland og er með betra markahlutfall en frægustu framherjar Evrópu. Fréttablaðið skoðaði í dag árangur Kolbeins í samanburði við þá bestu.

Strákarnir urðu að mönnum í sumar

Hólmbert Aron Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson hafa skotist upp á stjörnuhimininn með frammistöðu sinni í Pepsi-deildinni í sumar og halda uppi heiðri framherja deildarinnar í baráttunni um gullskóinn.

Lampard kominn í 100 leikja klúbbinn

Englendingurinn Frank Lampard lék sinn 100. landsleik fyrir enska landsliðið í gær þegar England gerði markalaust jafntefli við Úkraínu á útivelli.

Stuart Pearce brjálaður

Enska U-21 árs landsliðið var hörmulegt á EM í sumar og þjálfarinn, Stuart Pearce, var í kjölfarið rekinn enda tapaði liðið öllum sínum leikjum. Pearce hefur þó ekki sagt sitt síðasta orð.

Shouse í stuði

Justin Shouse var í miklu stuði í kvöld er Stjarnan vann sannfærandi sigur á Skallagrími í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta.

Flamini: Mig hungrar í titla

Mathieu Flamini, leikmaður Arsenal, var orðin hungraður í titla og ákvað því að ganga til liðs við sitt fyrrum félag Arsenal í sumar.

Sautján sigrar í röð hjá Stjörnunni

Heil umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Úrslit deildarinnar eru reyndar ráðin en Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn á dögunum.

Oddur skoraði sex mörk í þýska boltanum

Lið Arnórs Þórs Gunnarssonar og Björgvins Páls Gústavssonar, Bergischer, fór illa með lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í þýska handboltanum í kvöld.

María Ben í Grindavík

Körfuknattleikmaðurinn María Ben Erlingsdóttir er genginn til liðs við Grindavík en hún lék í Frakklandi á síðasta ári.

„Þessir menn hefðu klárlega ekki átt að fá fjölmiðlamiða“

Áhorfendur á Laugardalsvelli í gær tóku eftir fulltrúum Albana í blaðamannastúkunni. Þeir virtust lítinn áhuga hafa á því að skrifa um leikinn eða fjalla um hann á annan hátt. Þeir sveifluðu hins vegar fánum og treflum og studdu sitt lið af eldmóð.

Ísland er núna þriðja liðið inn í umspilið

Íslenska landsliðið hefur verið að gera það virkilega gott í undankeppni HM í síðustu tveimur leikjum liðsins en liðið gerði 4-4 jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið og unnu síðan frábæran sigur á Albönum 2-1 á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Erum í góðum málum

„Það var æðisleg og frábær tilfinning. Það var snilld að ná þremur stigum,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson sem skoraði sigurmark Íslands á Albaníu í gær með hælnum.

Nú er þetta í okkar höndum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í dauðafæri að tryggja sér sæti í umspili um sæti á HM í Brasilíu eftir 2-1 sigur á Albönum. Gylfi Þór Sigurðsson bauð upp á sýningu fyrir 9.768 gesti Laugardalsvallar.

Lagerbäck: Verðum meðal þeirra bestu í Evrópu

„Sendingarnar í fyrri hálfleik voru stórkostlegar. Ég hef ekki séð þá spila svona vel ef frá er talinn seinni hálfleikurinn í Sviss,“ sagði Lars Lagerbäck, þjálfari karlalandsliðsins á blaðamannafundi eftir leikinn.

Aron Einar: Ég var kominn með svima á tímabili

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, fór fyrir íslenska liðinu í 2-1 sigri á Albönum á Laugardalsvellinum í kvöld en með þessum sigri komst liðið upp í annað sætið í riðlinum.

Birkir Már: Búinn að dreyma um HM lengi

"Þetta var mjög sterkur sigur. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik settu þeir aðeins á okkur um miðbikið en annars heilt yfir var þetta frábær barátta og frábært spil á stórum köflum,“ sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Íslands sem lagði upp bæði mörk liðsins í kvöld með fyrirgjöfum frá hægri.

Hannes: Þvílík hamingja þegar hann flautaði leikinn af

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var kátur eftir 2-1 sigur á Albaníu á Laugardalsvellinum í kvöld en þessi þrjú stig skila íslenska liðinu upp í annað sætið í undankeppni HM í Brasilíu.

Gylfi: Við vorum miklu betri

Gylfi Þór Sigurðsson átti frábæran leik á miðju íslenska liðsins í kvöld í 2-1 sigri á Albönum í undankeppni HM. Hann var líka sáttur í leikslok.

Ragnar: Við tökum annað sætið.

"Þetta var frábær sigur. Ég man ekki eftir að þeir hafi fengið færi,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands sem var virkilega ánægður með varnarleik Íslands í kvöld gegn Albaníu.

Raikkonen búinn að semja við Ferrari

Það var staðfest í dag að Finninn Kimi Raikkonen muni keyra með liði Ferrari í Formúlunni á næsta ári. Hann verður þá félagi Fernando Alonso þar.

Toure: Chelsea vildi fá mig árið 2005

Yaya Toure, leikmaður Manchester City, hefur nú tjáð sig um það í enskum fjölmiðlum að knattspyrnufélagið Chelsea vildi fá leikmanninn í sínar raðir árið 2005.

Öruggt hjá lærisveinum Dags

Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu flottan 28-23 sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir