Fótbolti

Landsliðþjálfari Tékka hætti eftir ósigurinn gegn Ítölum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Michal Bilek
Michal Bilek mynd / getty Images
Michal Bilek, landsliðsþjálfari Tékklands, hætti með liðið í gær eftir ósigurinn gegn Ítölum í undankeppni HM í knattspyrnu.

Ítalía vann leikinn 2-1 og því orðið ljóst að Tékkar komast ekki á HM í Brasilíu næsta sumar.

Tékkar eru í fjórða sæti riðilsins níu stig á meðan Ítalir eru með 20 stig í efsta sætinu. Búlgarir og Danir eru fyrir ofan Tékka.

Michal Bilek hefur stýrt Tékkum frá árinum 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×