Nú er þetta í okkar höndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2013 08:00 Harðjaxlinn ódrepandi, Birkir Bjarnason, jafnar hér leikinn fyrir Ísland í gær. fréttablaðið/valli Okkar menn hófu leikinn af krafti en fengu svo ískalda vatnsgusu í andlitið. Gestirnir skoruðu eftir að boltinn tapaðist illa á miðjunni. Það sem átti að lagfæra frá 4-4 jafnteflinu í Bern var enn í ólagi. Einhver lið hefðu brotnað en íslenska liðið efldist. „Strákarnir hafa frábæran karakter. Þeir halda einbeitingu þótt þeir fái á sig eitt mark eða fjögur líkt og í Sviss. Þeir hafa mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur sem er góðs viti fyrir framtíðina,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. Eiður Smári Guðjohnsen fékk dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gylfa Þórs Sigurðssonar en skot reynsluboltans var varið. Þremur mínútum síðar var fagnað. Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson unnu vel saman á hægri kantinum. Fyrirgjöf hins síðarnefnda skilaði sér af varnarmanni fyrir fætur Birkis Bjarnasonar sem skoraði. Þriðja mark víkingsins hárprúða í undankeppninni sem alltaf er mættur á fjærstöng. Íslenska liðið hafði frumkvæðið út hálfleikinn, með Gylfa Þór í banastuði á miðjunni, án þess að skapa sér teljandi færi. Úrslitin réðust snemma í síðari hálfleik. Arkitektinn Gylfi Þór fann Birki Má sem gerði frábærlega á kantinum. Þegar fyrirgjöfin kom fyrir markið var Kolbeinn Sigþórsson í vonlausu færi á nærstönginni. Stormsenterinn sýndi hæfileika sína með því að stýra boltanum af einskærri snyrtimennsku í fjærhornið. Of mikið væri að halda því fram að sigurinn hafi verið öruggur. Síðari hálfleikurinn var í járnum en færin sem betur fer af skornum skammti. Ekki er hægt að skilja við umfjöllun um leikinn en að minnast á frammistöðu Gylfa Þórs. Á tíðum virtist hann svífa um á vellinum. Þeir Eiður Smári náðu sérstaklega vel saman. Fallegra miðjuspil á Laugardalsvelli en það sem þeir tveir buðu upp á í fyrri hálfleik hefur undirritaður ekki séð. „Það besta við Gylfa er að þótt hann sé leikmaður með mikil gæði leggur hann afar hart að sér í níutíu mínútur. Það sér maður ekki oft hjá leikmönnum í hans gæðaflokki,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér þrjú stig og nældu í þau. Þeir settu á sig pressu, stóðu undir henni og unnu svo sannarlega fyrir stigunum. Stoltir áhorfendur yfirgáfu Laugardalsvöll með bros á vör. Annað sætið í riðlinum er Íslands og útlitið gott. „Nú er þetta í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á hjálp annarra. Ef við klárum okkar förum við í umspilsleiki í nóvember,“ sagði Svíinn ánægður. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira
Okkar menn hófu leikinn af krafti en fengu svo ískalda vatnsgusu í andlitið. Gestirnir skoruðu eftir að boltinn tapaðist illa á miðjunni. Það sem átti að lagfæra frá 4-4 jafnteflinu í Bern var enn í ólagi. Einhver lið hefðu brotnað en íslenska liðið efldist. „Strákarnir hafa frábæran karakter. Þeir halda einbeitingu þótt þeir fái á sig eitt mark eða fjögur líkt og í Sviss. Þeir hafa mikla reynslu þrátt fyrir ungan aldur sem er góðs viti fyrir framtíðina,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. Eiður Smári Guðjohnsen fékk dauðafæri eftir frábæran undirbúning Gylfa Þórs Sigurðssonar en skot reynsluboltans var varið. Þremur mínútum síðar var fagnað. Jóhann Berg Guðmundsson og Birkir Már Sævarsson unnu vel saman á hægri kantinum. Fyrirgjöf hins síðarnefnda skilaði sér af varnarmanni fyrir fætur Birkis Bjarnasonar sem skoraði. Þriðja mark víkingsins hárprúða í undankeppninni sem alltaf er mættur á fjærstöng. Íslenska liðið hafði frumkvæðið út hálfleikinn, með Gylfa Þór í banastuði á miðjunni, án þess að skapa sér teljandi færi. Úrslitin réðust snemma í síðari hálfleik. Arkitektinn Gylfi Þór fann Birki Má sem gerði frábærlega á kantinum. Þegar fyrirgjöfin kom fyrir markið var Kolbeinn Sigþórsson í vonlausu færi á nærstönginni. Stormsenterinn sýndi hæfileika sína með því að stýra boltanum af einskærri snyrtimennsku í fjærhornið. Of mikið væri að halda því fram að sigurinn hafi verið öruggur. Síðari hálfleikurinn var í járnum en færin sem betur fer af skornum skammti. Ekki er hægt að skilja við umfjöllun um leikinn en að minnast á frammistöðu Gylfa Þórs. Á tíðum virtist hann svífa um á vellinum. Þeir Eiður Smári náðu sérstaklega vel saman. Fallegra miðjuspil á Laugardalsvelli en það sem þeir tveir buðu upp á í fyrri hálfleik hefur undirritaður ekki séð. „Það besta við Gylfa er að þótt hann sé leikmaður með mikil gæði leggur hann afar hart að sér í níutíu mínútur. Það sér maður ekki oft hjá leikmönnum í hans gæðaflokki,“ sagði Lagerbäck. Okkar menn ætluðu sér þrjú stig og nældu í þau. Þeir settu á sig pressu, stóðu undir henni og unnu svo sannarlega fyrir stigunum. Stoltir áhorfendur yfirgáfu Laugardalsvöll með bros á vör. Annað sætið í riðlinum er Íslands og útlitið gott. „Nú er þetta í okkar höndum og við þurfum ekki að treysta á hjálp annarra. Ef við klárum okkar förum við í umspilsleiki í nóvember,“ sagði Svíinn ánægður.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Sjá meira