Handbolti

Oddur skoraði sex mörk í þýska boltanum

Oddur í leik með Akureyri.
Oddur í leik með Akureyri.
Lið Arnórs Þórs Gunnarssonar og Björgvins Páls Gústavssonar, Bergischer, fór illa með lið Aðalsteins Reynis Eyjólfssonar í þýska handboltanum í kvöld.

Lokatölur 34-26 fyrir Bergischer og Arnór skoraði eitt mark fyrir liðið.

Hannes Jón Jónssonar skoraði eitt mark fyrir Eisenach í leiknum en Bjarki Már Elísson komst ekki á blað.

Emsdetten vann sætan sigur á Minden, 24-23. Oddur Gretarsson skoraði sex mörk fyrir Emsdetten og Ólafur Bjarki Ragnarsson þrjú.

Vignir Svavarsson skoraði fjögur mörk fyrir Minden.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×