Fótbolti

Panta þarf miða á Noregsleikinn ekki seinna en á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska landsliðið í knattspyrnu gegn Albönum.
Íslenska landsliðið í knattspyrnu gegn Albönum. Mynd / VALLI
Eftir tvenn frábær úrslit hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eru málin í okkar eigin höndum.

Sigur í næstu tveimur leikjum liðsins fer með íslenska landsliðið í umspil um sæti á HM í Brasilíu í það minnsta.

Ísland mætir Kýpverjum næst á Laugardalsvelli þann 11. október og síðan Norðmönnum þann 15. október á Ullevaal vellinum í Noregi.

KSÍ hefur fengið miða hjá norska knattspyrnusambandinu fyrir íslenska áhorfendur og kostar miðinn 9.000 krónur en panta þarf miða í síðasta lagi fyrir 12. september sem er á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×