Fótbolti

Jóhann Berg vill fara frá AZ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar hér þriðja marki sínu gegn Sviss
Jóhann Berg Guðmundsson fagnar hér þriðja marki sínu gegn Sviss mynd / valli
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson hefur tilkynnt forráðamönnum hollenska félagsins AZ Alkmaar að hann vilji yfirgefa klúbbinn en þetta kemur fram í Voetbal International í dag en þar er  Earnest Stewart, framkvæmdarstjóra AZ, í viðtali.

Jóhann Berg sló heldur betur í gegn með íslenska landsliðinu í síðustu viku þegar leikmaðurinn skoraði þrennu gegn Sviss ytra í undankeppni HM í knattspyrnu.

Leikmaðurinn leikur nú sitt fjórða tímabil með félaginu en samningur hans við hollenska klúbbinn rennur út næsta sumar. Hann gæti þá farið frítt frá liðinu eða verið seldur í janúar.

„Leikmaðurinn vill breyta til og fara í annað félag,“ sagði Stewart við Voetbal International.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×