Handbolti

Öruggt hjá lærisveinum Dags

Dagur Sigurðsson.
Dagur Sigurðsson.
Lærisveinar Dags Sigurðssonar hjá Füchse Berlin unnu flottan 28-23 sigur á Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Staðan í hálfleik var 15-14 en leikmenn Berlin tóku öll völd á vellinum í síðari hálfleik.

Rússinn Konstantin Igropulo var markahæstur í liði Berlin með sex mörk. Momir Rnic skoraði mest í liði Göppingen eða fimm mörk.

Berlin er í fjórða sæti þýsku úrvalsdeildarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×