Strákarnir urðu að mönnum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2013 06:30 Hólmbert Aron Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson mynd/vilhelm Pepsi-deildin eignaðist sína fyrstu tíu marka menn í sumar á dögunum þegar Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson brutu báðir tíu marka múrinn. Um tíma leit út fyrir að það yrðu miðjumennirnir Björn Daníel Sverrisson og Baldur Sigurðsson sem ætluðu að vera á undan í tíu mörkin en ungu framherjarnir vörðu heiður framherja deildarinnar í leikjum sínum á sunnudaginn.Ekki lengur bara efnilegir Báðir hafa þeir Hólmbert og Viðar sprungið út í sumar. Hólmbert var ekki að fóta sig nógu vel úti á kanti undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og Viðar hafði fallið tvisvar sinnum úr deildinni með Selfossi á undanförnum þremur árum. Í sumar hafa þessir ungu strákar hins vegar sýnt það og sannað að þeir eru ekki lengur bara efnilegir heldur orðnir tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Viðar Örn Kjartansson er 23 ára gamall Selfyssingur. Hann steig sín fyrstu sport í efstu deild með ÍBV árið 2009 en spilaði einnig með Selfossi þegar þeir komu upp árið eftir sem og í fyrra. Selfoss féll bæði árin en Viðar vakti athygli á sér í fyrrasumar þegar hann skoraði fjögur mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins. Í sumar hefur hann hins vegar skorað jafnt og þétt í deild sem bikar og er alls með 15 mörk í 21 leik í báðum keppnum.Mikilvægt að skora jafnt „Þetta er búið að vera frekar jafnt hjá mér sem er mjög gott. Það er það sem maður stefndi á því það er mikilvægara fyrir lið að hafa framherja sem er að skora jafnt í staðinn fyrir að skora í fimmta hverjum leik og þá kannski þrennu,“ segir Viðar. Viðar hefur skorað sex af tíu mörkum sínum eftir langar sendingar eða stungur inn fyrir vörnina. „Maður fær fullt af þannig tækifærum og þeir læra alveg inn á mig. Það er ákveðið upplegg að ég sé mikið að stinga mér og það gengur flott. Færanýtingin er búin að vera fín þannig að þetta er frábært,“ segir Viðar. En stefnir Viðar ekki á gullskóinn? „Það er eitthvað sem maður hefur á bak við eyrað. Þetta er komið það langa leið að það væri gaman að klára það,“ segir Viðar. Hann segir það stórt skref fyrir sig að komast í tuginn. „Ég tel það mjög gott að ná tíu mörkum í efstu deild því að deildin er sterk og það er ekki létt að skora í þessari deild. Liðin er mjög skipulögð núna og það er ekkert létt að brjóta varnirnar á bak aftur,“ segir Viðar. En hvað með lokasprettinn? „Ég ætlaði bara að gera betur en í fyrra, þegar ég skoraði sjö mörk í deildinni. Það hefur gengið eftir og þá er bara að setja sér ný markmið. Eins og staðan er núna er skemmtilegast að segja að ég ætli að stefna á gullskóinn,“ segir Viðar Örn. „Fyrir fram hefði maður verið mjög sáttur með tíu mörk en ég verð í það minnsta ekki sáttur eftir tímabilið ef ég enda með tíu í deildinni,“ segir Viðar.Fékk að spila sína bestu stöðu Hólmbert Aron Friðjónsson er 20 ára gamall og uppalinn HK-ingur. Hann kom til Fram á miðju sumri 2011, þá aðeins 18 ára gamall, en hann var þá búin að spila eitt og hálft tímabil með HK í 1. deildinni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar,“ sagði Hólmbert Aron. Hvað hefur breyst frá því síðustu sumur þegar hann náði aðeins að skora eitt mark í 22 leikjum? „Ég var alltaf úti á kantinum og það er ekki mín besta staða. Ég skoraði öll þessi mörk eftir að ég var færður upp á topp. Rikki er búinn að drekkja mér í upplýsingum. Ég er að mínu mati búinn að þroskast mikið síðan að ég byrjaði að spila uppi á toppi,“ segir Hólmbert. „Ég hugsa ekki mikið um markakóngstitilinn og hef ekki gert það. Það er markmiðið að skora mörk og ég er uppi á toppi til þess. Ef ég held áfram að skora skilar það vonandi einhverju en ég er samt ekki að hugsa um gullskóinn,“ segir Hólmbert. Þeir félagar hrósa hvor öðrum. „Hólmbert er mjög flottur og er búinn að eiga flott tímabili. Það er gaman að það séu nokkrir að keppa um þetta og að það sé ekki einn sem stingur af,“ segir Viðar um baráttuna um gullskóinn. „Viðar er búinn að vera frábær með Fylki í sumar. Maður afskrifar líka engan á listanum yfir markahæstu mennina. Þetta er mjög þétt og það getur ýmislegt gerst. Ég hugsa bara um að klára tímabilið eins vel og ég get og ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að verða markakóngur deildarinnar,“ sagði Hólmbert. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Pepsi-deildin eignaðist sína fyrstu tíu marka menn í sumar á dögunum þegar Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson brutu báðir tíu marka múrinn. Um tíma leit út fyrir að það yrðu miðjumennirnir Björn Daníel Sverrisson og Baldur Sigurðsson sem ætluðu að vera á undan í tíu mörkin en ungu framherjarnir vörðu heiður framherja deildarinnar í leikjum sínum á sunnudaginn.Ekki lengur bara efnilegir Báðir hafa þeir Hólmbert og Viðar sprungið út í sumar. Hólmbert var ekki að fóta sig nógu vel úti á kanti undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og Viðar hafði fallið tvisvar sinnum úr deildinni með Selfossi á undanförnum þremur árum. Í sumar hafa þessir ungu strákar hins vegar sýnt það og sannað að þeir eru ekki lengur bara efnilegir heldur orðnir tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Viðar Örn Kjartansson er 23 ára gamall Selfyssingur. Hann steig sín fyrstu sport í efstu deild með ÍBV árið 2009 en spilaði einnig með Selfossi þegar þeir komu upp árið eftir sem og í fyrra. Selfoss féll bæði árin en Viðar vakti athygli á sér í fyrrasumar þegar hann skoraði fjögur mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins. Í sumar hefur hann hins vegar skorað jafnt og þétt í deild sem bikar og er alls með 15 mörk í 21 leik í báðum keppnum.Mikilvægt að skora jafnt „Þetta er búið að vera frekar jafnt hjá mér sem er mjög gott. Það er það sem maður stefndi á því það er mikilvægara fyrir lið að hafa framherja sem er að skora jafnt í staðinn fyrir að skora í fimmta hverjum leik og þá kannski þrennu,“ segir Viðar. Viðar hefur skorað sex af tíu mörkum sínum eftir langar sendingar eða stungur inn fyrir vörnina. „Maður fær fullt af þannig tækifærum og þeir læra alveg inn á mig. Það er ákveðið upplegg að ég sé mikið að stinga mér og það gengur flott. Færanýtingin er búin að vera fín þannig að þetta er frábært,“ segir Viðar. En stefnir Viðar ekki á gullskóinn? „Það er eitthvað sem maður hefur á bak við eyrað. Þetta er komið það langa leið að það væri gaman að klára það,“ segir Viðar. Hann segir það stórt skref fyrir sig að komast í tuginn. „Ég tel það mjög gott að ná tíu mörkum í efstu deild því að deildin er sterk og það er ekki létt að skora í þessari deild. Liðin er mjög skipulögð núna og það er ekkert létt að brjóta varnirnar á bak aftur,“ segir Viðar. En hvað með lokasprettinn? „Ég ætlaði bara að gera betur en í fyrra, þegar ég skoraði sjö mörk í deildinni. Það hefur gengið eftir og þá er bara að setja sér ný markmið. Eins og staðan er núna er skemmtilegast að segja að ég ætli að stefna á gullskóinn,“ segir Viðar Örn. „Fyrir fram hefði maður verið mjög sáttur með tíu mörk en ég verð í það minnsta ekki sáttur eftir tímabilið ef ég enda með tíu í deildinni,“ segir Viðar.Fékk að spila sína bestu stöðu Hólmbert Aron Friðjónsson er 20 ára gamall og uppalinn HK-ingur. Hann kom til Fram á miðju sumri 2011, þá aðeins 18 ára gamall, en hann var þá búin að spila eitt og hálft tímabil með HK í 1. deildinni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar,“ sagði Hólmbert Aron. Hvað hefur breyst frá því síðustu sumur þegar hann náði aðeins að skora eitt mark í 22 leikjum? „Ég var alltaf úti á kantinum og það er ekki mín besta staða. Ég skoraði öll þessi mörk eftir að ég var færður upp á topp. Rikki er búinn að drekkja mér í upplýsingum. Ég er að mínu mati búinn að þroskast mikið síðan að ég byrjaði að spila uppi á toppi,“ segir Hólmbert. „Ég hugsa ekki mikið um markakóngstitilinn og hef ekki gert það. Það er markmiðið að skora mörk og ég er uppi á toppi til þess. Ef ég held áfram að skora skilar það vonandi einhverju en ég er samt ekki að hugsa um gullskóinn,“ segir Hólmbert. Þeir félagar hrósa hvor öðrum. „Hólmbert er mjög flottur og er búinn að eiga flott tímabili. Það er gaman að það séu nokkrir að keppa um þetta og að það sé ekki einn sem stingur af,“ segir Viðar um baráttuna um gullskóinn. „Viðar er búinn að vera frábær með Fylki í sumar. Maður afskrifar líka engan á listanum yfir markahæstu mennina. Þetta er mjög þétt og það getur ýmislegt gerst. Ég hugsa bara um að klára tímabilið eins vel og ég get og ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að verða markakóngur deildarinnar,“ sagði Hólmbert.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti