Strákarnir urðu að mönnum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2013 06:30 Hólmbert Aron Friðjónsson og Viðar Örn Kjartansson mynd/vilhelm Pepsi-deildin eignaðist sína fyrstu tíu marka menn í sumar á dögunum þegar Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson brutu báðir tíu marka múrinn. Um tíma leit út fyrir að það yrðu miðjumennirnir Björn Daníel Sverrisson og Baldur Sigurðsson sem ætluðu að vera á undan í tíu mörkin en ungu framherjarnir vörðu heiður framherja deildarinnar í leikjum sínum á sunnudaginn.Ekki lengur bara efnilegir Báðir hafa þeir Hólmbert og Viðar sprungið út í sumar. Hólmbert var ekki að fóta sig nógu vel úti á kanti undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og Viðar hafði fallið tvisvar sinnum úr deildinni með Selfossi á undanförnum þremur árum. Í sumar hafa þessir ungu strákar hins vegar sýnt það og sannað að þeir eru ekki lengur bara efnilegir heldur orðnir tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Viðar Örn Kjartansson er 23 ára gamall Selfyssingur. Hann steig sín fyrstu sport í efstu deild með ÍBV árið 2009 en spilaði einnig með Selfossi þegar þeir komu upp árið eftir sem og í fyrra. Selfoss féll bæði árin en Viðar vakti athygli á sér í fyrrasumar þegar hann skoraði fjögur mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins. Í sumar hefur hann hins vegar skorað jafnt og þétt í deild sem bikar og er alls með 15 mörk í 21 leik í báðum keppnum.Mikilvægt að skora jafnt „Þetta er búið að vera frekar jafnt hjá mér sem er mjög gott. Það er það sem maður stefndi á því það er mikilvægara fyrir lið að hafa framherja sem er að skora jafnt í staðinn fyrir að skora í fimmta hverjum leik og þá kannski þrennu,“ segir Viðar. Viðar hefur skorað sex af tíu mörkum sínum eftir langar sendingar eða stungur inn fyrir vörnina. „Maður fær fullt af þannig tækifærum og þeir læra alveg inn á mig. Það er ákveðið upplegg að ég sé mikið að stinga mér og það gengur flott. Færanýtingin er búin að vera fín þannig að þetta er frábært,“ segir Viðar. En stefnir Viðar ekki á gullskóinn? „Það er eitthvað sem maður hefur á bak við eyrað. Þetta er komið það langa leið að það væri gaman að klára það,“ segir Viðar. Hann segir það stórt skref fyrir sig að komast í tuginn. „Ég tel það mjög gott að ná tíu mörkum í efstu deild því að deildin er sterk og það er ekki létt að skora í þessari deild. Liðin er mjög skipulögð núna og það er ekkert létt að brjóta varnirnar á bak aftur,“ segir Viðar. En hvað með lokasprettinn? „Ég ætlaði bara að gera betur en í fyrra, þegar ég skoraði sjö mörk í deildinni. Það hefur gengið eftir og þá er bara að setja sér ný markmið. Eins og staðan er núna er skemmtilegast að segja að ég ætli að stefna á gullskóinn,“ segir Viðar Örn. „Fyrir fram hefði maður verið mjög sáttur með tíu mörk en ég verð í það minnsta ekki sáttur eftir tímabilið ef ég enda með tíu í deildinni,“ segir Viðar.Fékk að spila sína bestu stöðu Hólmbert Aron Friðjónsson er 20 ára gamall og uppalinn HK-ingur. Hann kom til Fram á miðju sumri 2011, þá aðeins 18 ára gamall, en hann var þá búin að spila eitt og hálft tímabil með HK í 1. deildinni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar,“ sagði Hólmbert Aron. Hvað hefur breyst frá því síðustu sumur þegar hann náði aðeins að skora eitt mark í 22 leikjum? „Ég var alltaf úti á kantinum og það er ekki mín besta staða. Ég skoraði öll þessi mörk eftir að ég var færður upp á topp. Rikki er búinn að drekkja mér í upplýsingum. Ég er að mínu mati búinn að þroskast mikið síðan að ég byrjaði að spila uppi á toppi,“ segir Hólmbert. „Ég hugsa ekki mikið um markakóngstitilinn og hef ekki gert það. Það er markmiðið að skora mörk og ég er uppi á toppi til þess. Ef ég held áfram að skora skilar það vonandi einhverju en ég er samt ekki að hugsa um gullskóinn,“ segir Hólmbert. Þeir félagar hrósa hvor öðrum. „Hólmbert er mjög flottur og er búinn að eiga flott tímabili. Það er gaman að það séu nokkrir að keppa um þetta og að það sé ekki einn sem stingur af,“ segir Viðar um baráttuna um gullskóinn. „Viðar er búinn að vera frábær með Fylki í sumar. Maður afskrifar líka engan á listanum yfir markahæstu mennina. Þetta er mjög þétt og það getur ýmislegt gerst. Ég hugsa bara um að klára tímabilið eins vel og ég get og ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að verða markakóngur deildarinnar,“ sagði Hólmbert. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira
Pepsi-deildin eignaðist sína fyrstu tíu marka menn í sumar á dögunum þegar Framarinn Hólmbert Aron Friðjónsson og Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson brutu báðir tíu marka múrinn. Um tíma leit út fyrir að það yrðu miðjumennirnir Björn Daníel Sverrisson og Baldur Sigurðsson sem ætluðu að vera á undan í tíu mörkin en ungu framherjarnir vörðu heiður framherja deildarinnar í leikjum sínum á sunnudaginn.Ekki lengur bara efnilegir Báðir hafa þeir Hólmbert og Viðar sprungið út í sumar. Hólmbert var ekki að fóta sig nógu vel úti á kanti undir stjórn Þorvaldar Örlygssonar og Viðar hafði fallið tvisvar sinnum úr deildinni með Selfossi á undanförnum þremur árum. Í sumar hafa þessir ungu strákar hins vegar sýnt það og sannað að þeir eru ekki lengur bara efnilegir heldur orðnir tveir af bestu sóknarmönnum deildarinnar. Viðar Örn Kjartansson er 23 ára gamall Selfyssingur. Hann steig sín fyrstu sport í efstu deild með ÍBV árið 2009 en spilaði einnig með Selfossi þegar þeir komu upp árið eftir sem og í fyrra. Selfoss féll bæði árin en Viðar vakti athygli á sér í fyrrasumar þegar hann skoraði fjögur mörk í síðustu átta leikjum tímabilsins. Í sumar hefur hann hins vegar skorað jafnt og þétt í deild sem bikar og er alls með 15 mörk í 21 leik í báðum keppnum.Mikilvægt að skora jafnt „Þetta er búið að vera frekar jafnt hjá mér sem er mjög gott. Það er það sem maður stefndi á því það er mikilvægara fyrir lið að hafa framherja sem er að skora jafnt í staðinn fyrir að skora í fimmta hverjum leik og þá kannski þrennu,“ segir Viðar. Viðar hefur skorað sex af tíu mörkum sínum eftir langar sendingar eða stungur inn fyrir vörnina. „Maður fær fullt af þannig tækifærum og þeir læra alveg inn á mig. Það er ákveðið upplegg að ég sé mikið að stinga mér og það gengur flott. Færanýtingin er búin að vera fín þannig að þetta er frábært,“ segir Viðar. En stefnir Viðar ekki á gullskóinn? „Það er eitthvað sem maður hefur á bak við eyrað. Þetta er komið það langa leið að það væri gaman að klára það,“ segir Viðar. Hann segir það stórt skref fyrir sig að komast í tuginn. „Ég tel það mjög gott að ná tíu mörkum í efstu deild því að deildin er sterk og það er ekki létt að skora í þessari deild. Liðin er mjög skipulögð núna og það er ekkert létt að brjóta varnirnar á bak aftur,“ segir Viðar. En hvað með lokasprettinn? „Ég ætlaði bara að gera betur en í fyrra, þegar ég skoraði sjö mörk í deildinni. Það hefur gengið eftir og þá er bara að setja sér ný markmið. Eins og staðan er núna er skemmtilegast að segja að ég ætli að stefna á gullskóinn,“ segir Viðar Örn. „Fyrir fram hefði maður verið mjög sáttur með tíu mörk en ég verð í það minnsta ekki sáttur eftir tímabilið ef ég enda með tíu í deildinni,“ segir Viðar.Fékk að spila sína bestu stöðu Hólmbert Aron Friðjónsson er 20 ára gamall og uppalinn HK-ingur. Hann kom til Fram á miðju sumri 2011, þá aðeins 18 ára gamall, en hann var þá búin að spila eitt og hálft tímabil með HK í 1. deildinni. „Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt sumar,“ sagði Hólmbert Aron. Hvað hefur breyst frá því síðustu sumur þegar hann náði aðeins að skora eitt mark í 22 leikjum? „Ég var alltaf úti á kantinum og það er ekki mín besta staða. Ég skoraði öll þessi mörk eftir að ég var færður upp á topp. Rikki er búinn að drekkja mér í upplýsingum. Ég er að mínu mati búinn að þroskast mikið síðan að ég byrjaði að spila uppi á toppi,“ segir Hólmbert. „Ég hugsa ekki mikið um markakóngstitilinn og hef ekki gert það. Það er markmiðið að skora mörk og ég er uppi á toppi til þess. Ef ég held áfram að skora skilar það vonandi einhverju en ég er samt ekki að hugsa um gullskóinn,“ segir Hólmbert. Þeir félagar hrósa hvor öðrum. „Hólmbert er mjög flottur og er búinn að eiga flott tímabili. Það er gaman að það séu nokkrir að keppa um þetta og að það sé ekki einn sem stingur af,“ segir Viðar um baráttuna um gullskóinn. „Viðar er búinn að vera frábær með Fylki í sumar. Maður afskrifar líka engan á listanum yfir markahæstu mennina. Þetta er mjög þétt og það getur ýmislegt gerst. Ég hugsa bara um að klára tímabilið eins vel og ég get og ef það gerist eitthvað þá gerist það bara. Ég viðurkenni það alveg að það væri gaman að verða markakóngur deildarinnar,“ sagði Hólmbert.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Sjá meira