Fótbolti

Ísland er núna þriðja liðið inn í umspilið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslenska landsliðið hefur verið að gera það virkilega gott í undankeppni HM í síðustu tveimur leikjum liðsins en liðið gerði 4-4 jafntefli við Sviss á föstudagskvöldið og unnu síðan frábæran sigur á Albönum 2-1 á Laugardalsvelli í gærkvöld.

Liðið er sem stendur í öðru sæti E-riðilsins með 13 stig en átta af þeim níu þjóðum sem lenda í öðru sæti síns riðils í undankeppninni komast í umspil um fjögur laus sæti á HM í Brasilíu árið 2014.

Svisslendingar eru í efsta sæti riðilsins með 18 stig þegar liðin eiga tvo leiki eftir af riðlakeppninni.

Af þeim liðum sem eru núna í öðru sæti riðlanna níu er íslenska liðið í þriðja sæti á eftir Portúgal og Grikkjum.

Ef liðið nær því öðru sætinu í E-riðli er mjög líklegt að það komist í umspilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×