Fótbolti

Trapattoni hættur með írska landsliðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Giovanni Trapattoni
Giovanni Trapattoni mynd / getty images
Ítalinn Giovanni Trapattoni hefur náð samkomulagi við írska knattspyrnusambandið um að hætta með landsliðið frá og með deginum í dag.

Írar eru í fjórða sætinu með 11 stig í C-riðli en Þjóðverjar eru í efsta sæti riðilsins með 22 stig. Írar eiga ekki möguleika á því að komast á HM og því mun þjálfarinn hætta með liðið.

Liðið tapaði fyrir Austurríki í undankeppni HM í gær 1-0.

Trapattoni stýrði Írum í 63 leikjum frá árinu 2008 og kom liðinu á EM árið 2012. Þjálfarinn er margreyndur enda 74 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×