Fótbolti

Miðasala á leik Íslands og Kýpur hefst í fyrramálið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Strákarnir okkar mæta Kýpur á Laugardalsvelli 11. október.
Strákarnir okkar mæta Kýpur á Laugardalsvelli 11. október. Mynd/Vilhelm
Miðasala á leik Íslands og Kýpur í undankeppni HM í Brasilíu hefst á midi.is í fyrramálið en frá þessu greinir vefsíðan fotbolti.net.

Ísland vann Albaníu, 2-1, á Laugardalsvelli í gærkvöld og uppselt var á leikinn. Alls mættu 9768 áhorfendur á leikinn í gær og má fastlega búast við því að sami fjöldi mæti á leikinn gegn Kýpur 11. október.

,,Menn verða að vera klárir," sagði Þórir Hákonarson framkvæmdastjóri KSÍ við Fótbolta.net í dag.

,,Við finnum fyrir miklum áhuga og ég vona að það verði aftur uppselt. Það verður sama miðaverð og í gær."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×