Fleiri fréttir

Einn af kokkum Rios með fullan skáp af kannabisi

Rio Ferdinand er búinn að reka einn af kokkunum sínum á hinum vinsæla veitingastað, Rosso. Rio hafði góða ástæðu til en hinn 55 ára kokkur var með fataskápinn sinn fullan af kannabis.

Dóra María spilar í Brasilíu í vetur

Landsliðskonan Dóra María Lárusdóttir hefur gengið til liðs við brasilíska félagið Vitoria de Santao Anta og mun leika með því þar til tímabilið hefst í Pepsi-deildinni í vor.

Mancini: Spiluðum illa í fyrri hálfleik

Roberto Mancini sagði að sínir menn í Manchester City hafi ekki átt skilið að tapa fyrir Liverpool í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Lærisveinar Patreks unnu mikilvægan sigur

Landslið Austurríkis er í góðri stöðu í forkeppni HM 2013 eftir sigur á Ísrael á útivelli í kvöld, 40-31. Liðið er því með annan fótinn í undankeppninni sem fer fram í vor.

Tottenham upp að hlið Man United

Tottenham vann í kvöld 2-0 sigur á Everton í frestuðum leik úr fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Með sigrinum komst liðið upp í 45 stig og er nú með jafn mörg stig og Manchester United í 2.-3. sæti deildarinnar.

Domenech við Nasri: Minna tal og meiri fótbolti

Hinn umdeildi þjálfari Raymond Domenech, fyrrum þjálfari franska landsliðsins, hefur komið þeim skilaboðum til landsliðsmannsins Samir Nasri að hann þurfi að tala minna og spila meira.

Snorri Steinn: Ekki víst að ég komi á morgun

Þrátt fyrir þær fregnir sem bárust fyrr í dag þess efnis að Snorri Steinn Guðjónsson væri á leið til landsins á morgun er ekki endilega víst að hann muni nýta flugmiðann sem var bókaður fyrir hann.

Kobe búinn að rjúfa 40 stiga múrinn 108 sinnum á ferlinum

"Þetta var ekki slæmt fyrir sjöunda besta leikmanninn í deildinni," sagði Kobe Bryant eftir sigurinn á Phoenix Suns í nótt en hann varð þá fyrsti leikmaðurinn á tímabilinu til að brjóta 40 stiga múrinn. Bryant tók því greinilega persónulega að hann var settur í sjöunda sætið á netlista yfir 500 bestu leikmenn NBA-deildarinnar.

Snorri Steinn kemur til landsins á morgun

Það hefur nú verið staðfest að Snorri Steinn Guðjónsson kemur til landsins á morgun og nær því í endasprettinn á undirbúningi handboltalandsliðsins fyrir EM.

Handboltahöllin á ÓL í London má ekki lengur heita Handboltahöllin

Handboltahöllin á Ólympíuleikunum í London í sumar hefur fengið nýtt nafn en hún heitir hér eftir Koparkassinn eða "Copper Box". Forráðamenn breska handboltasambandsins eru allt annað en sáttir með nafnabreytinguna og ætla að berjast fyrir því að gamla nafnið fái að halda sér.

Tinna komin áfram á lokaúrtökumótið

Tinna Jóhannsdóttir úr GK er komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina í golfi þrátt fyrir að hafa spilað sinn versta hring á mótinu í dag.

Renato Lindmets kominn aftur til Stjörnumanna

Stjarnan hefur fengið liðstyrk fyrir lokabaráttuna í körfuboltanum en karfan.is segir frá því að Renato Lindmets sé mættur á ný í Garðabæinn. Lindmets stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Hörður skrifar undir langan samning við Juventus

Hinn 18 ára gamli Hörður Björgvin Magnússon skrifaði í dag undir fjögurra og hálfs árs samning við ítalska stórliðið Juventus. Leikmaðurinn staðfestir þetta á Twitter-síðu sinni í dag.

Allir miðar farnir á Finnaleikinn

Það verður full Laugardalshöll á föstudag þegar íslenska þjóðin kveður strákana okkar áður en þeir halda á EM í Serbíu. Strákarnir verða því kvaddir með stæl.

Aðeins börn tólf ára og yngri mega mæta á leik Ajax og AZ

Bikarleikur Ajax og AZ Alkmaar í Hollandi skömmu fyrir jól komst í heimsfréttirnar þegar stuðningsmaður Ajax réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar. Alvarado fékk rautt fyrir að sparka í árásarmanninn og í kjölfarið kallaði þjálfari AZ Alkmaar lið sitt af velli.

Pálína: Stutt að fara í Njarðvík en leikurinn verður erfiður

"Það er stutt að fara í Njarðvík en þetta verður ekki léttur leikur,“ Pálína Gunnlaugsdóttir fyrirliði bikarmeistaraliðs Keflavíkur í körfuknattleik þegar hún var innt eftir því hvort það væri ekki stutt að fara í léttann leik í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar gegn Njarðvík. Dregið var í 8-liða úrslitum kepninnar í höfuðstöðvum Vífilfells í gær.

Ingi Þór kann öll nöfnin á nýjustu leikmönnum KR

Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells og Hrafn Kristjánsson þjálfari bikarmeistaraliðs KR eru góðir vinir en fermingabræðurnir úr vesturbæ Reykjavíkur leggja alla vináttu á hilluna þegar liðin mætast í 8-liða úrslitum Powerade bikarkeppninnar í körfuknattleik. KR fær lið Snæfells í heimsókn en Ingi Þór hafði óskað eftir því að fá heimaleik í þessari umferð – eins og allir aðrir þjálfarar.

Newcastle er ekki að reyna að kaupa Carroll aftur frá Liverpool

Sögusagnir um að Newcastle sé að reyna að kaupa Andy Carroll frá Liverpool eru ekki sannar samkvæmt umboðsmanni framherjans. Liverpool keypti Carroll á 35 milljónir punda frá Newcastle í janúar í fyrra en Newcastle átti samkvæmt fréttum í enskum miðlum að vera að reyna að kaupa hann til baka á 20 milljónir punda.

Henry: Ég á ekki eftir að skora í öllum leikjum

Thierry Henry er að reyna að draga úr væntingum til sín eftir að Frakkinn átti sannkallaða draumainnkomu á mánudagskvöldið. Henry skoraði þá sigurmarkið á móti Leeds í fyrsta leik sínum fyrir Arsenal í rúmlega fjögur og hálft ár.

Szczesny: Baðst afsökunnar á því að hafa líkt Ramsey við nauðgara

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, hefur beðist afsökunnar á því að hafa skrifað inn á twitter-síðu sína að liðsfélagi hans Aaron Ramsey liti út eins og nauðgari. Szczesny sem er 21 árs Pólverji fékk áminningu frá félaginu þar sem hann var minntur á skyldur sínar og hann hefur síðan eytt tístinu út af twitter-síðu sinni.

Vukovic: Ísland mun ekki sakna Ólafs mikið

Skyttan Drago Vukovic, einn besti leikmaður króatíska landsliðsins, segir að Ólafur Stefánsson sé frábær leikmaður en að Ísland muni standa sig vel án hans.

NBA: Kobe Bryant með 48 stig í sigri Lakers - Miami tapaði

Kobe Bryant skoraði 48 stig í sigri Los Angeles Lakers á Phoenix Suns í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og hefur þar með skorað 25 stig eða meira í síðustu fimm leikjum liðsins. Miami Heat tapaði í framlengingu á móti Golden State Warriors og sigurganga Philadelphia 76ers heldur áfram en liðið vann sjötta leikinn í röð í nótt.

Alexander: Ólafur er enn fyrirmyndin mín

Alexander Petersson heldur nú í sitt fyrsta stórmót í handbolta án Ólafs Stefánssonar. Hann verður því aðalskytta liðsins hægra megin þrátt fyrir að glíma við meiðsli í öxl sem hafa hrjáð hann undanfarið ár.

Naumt tap Cardiff á útivelli

Aron Einar Gunnarsson og félagar hans í enska B-deildarliðinu Cardiff töpuðu í kvöld fyrir Crystal Palace á útivelli, 1-0, í fyrri viðureign liðanna í undaúrslitum enska deildabikarsins.

Benzema tryggði Real sigur

Real Madrid er komið áfram í fjórðungúrslit spænsku bikarkeppninnar eftir 4-2 samanlagðan sigur á Malaga. Karim Benzema tryggði Real 1-0 sigur á útivelli í síðari viðureigninni í kvöld.

Emil og félagar úr leik í ítalska bikarnum

Hellas Verona mátti sætta sig við dramatískt 3-2 tap fyrir úrvalsdeildarfélaginu Lazio í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar í kvöld. Er liðið því úr leik.

Serbneskur markvörður segir að Ísland hafi reynt að kaupa sig

Það hefur vakið athygli að Katar er að safna í handboltalið og er til í að greiða mönnum háar fjárhæðir ef þeir skipta um ríkisfang. Serbneski markvörðurinn Dane Sijan er á meðal þeirra sem Katar hefur reynt við og hann upplýsir að Ísland hafi einnig reynt að fá hann til liðs við sig fyrir nokkru síðan.

Obama forseti í miklu stuði þegar hann tók á móti Dallas í gær

Það var mikið gaman í Hvíta húsinu í gær þegar Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, tók á móti NBA-meistaraliði Dallas Mavericks í árlegri heimsókn NBA-meistara síðasta árs til forsetans. Obama er mikill körfuboltaáhugamaður og var í miklu stuði þegar hann tók á móti Dirk Nowitzki og félögum.

Slóvenar verða nánast á heimavelli gegn Íslandi

Það er óhætt að segja að Slóvenar verði svo gott sem á heimavelli er þeir mæta Íslendingum á EM í Serbíu. Von er á um 2.000 Slóvenum upp til Vrsac þar sem riðill liðanna fer fram. Slóvenar geta eflaust líka treyst á einhvern stuðning frá heimamönnum.

Drekarnir á toppinn í Svíþjóð

Sundsvall Dragons skellti sér aftur á topp sænsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta eftir sigur á Borås Basket í toppslag umferðarinnar í kvöld, 87-80.

Aron Einar í byrjunarliði Cardiff

Aron Einar Gunnarsson er á sínum stað í byrjunarliði Cardiff sem mætir Crystal Palace í fyrri undanúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

Hjartaaðgerð Boston Celtics mannsins heppnaðist vel

Jeff Green mun ekkert spila með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur vegna veikinda en hann gekk undir hjartaaðgerð í fyrrinótt. Doc Rivers, þjálfari Boston Celtics, sagði að aðgerðin hafi heppnast vel og að hann vonast eftir því að sjá leikmanninn sem fyrst inn á vellinum.

Ingólfur til reynslu hjá Celtic

Valsmaðurinn Ingólfur Sigurðsson er nú að æfa með skoska stórveldinu Glasgow Celtic þar sem hann verður á reynslu til loka vikunnar.

Guðlaugur Victor hættur hjá Hibernian

Guðlaugur Victor Pálsson hefur fengið sig lausan undan samningi sínum við skoska úrvalsdeildarfélagið Hibernian en þar fékk hann lítið að spila síðustu vikurnar.

Sjá næstu 50 fréttir