Umfjöllun og viðtöl: KR - Njarðvík 88-95 | öll úrslit kvöldsins Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. janúar 2012 21:20 Mynd/Anton Njarðvíkurstúlkur unnu 95-88 sigur á KR í framlengdum leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld, háspenna var fram að síðustu sekúndum í venjulegum tíma en Njarðvíkurstúlkur tóku svo öll völd í framlengingunni. KR voru í 3. sæti deildarinnar en Njarðvík í því 2. fyrir leikinn og höfðu liðin skiptst á að vinna innbyrðisviðureignir liðanna á tímabilinu. KR-stúlkur hófu leikinn grimmar og náðu góðum 11-2 kafla sem Njarðvík virtist ekki eiga svar við. Þær höfðu undirtökin það sem eftir var leikhlutans og höfðu 26-18 forskot eftir fyrsta leikhluta. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, KR höfðu alltaf undirtökin og juku forskot sitt. Njarðvíkurstúlkur tóku sig þó saman í andlitinu og minnkuðu muninn niður í 10 stig rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðuna 46-36. Gestirnir héldu áfram að saxa á forskot KR í þriðja leikhluta og var munurinn kominn niður í 3 stig í lok leikhlutans, 63-60. Njarðvíkingar héldu áfram að vinna upp forskot KR og náðu forskotinu í fyrsta sinn í leiknum þegar 25 sekúndur voru eftir þegar Petrúnella Skúladóttir setti niður mikilvægann þrist. KR svöruðu strax en Njarðvík jöfnuðu í næstu sókn. KR skoruðu aftur en Shanae Baker náði að jafna metin þegar aðeins 1.8 sekúnda var eftir og ljóst var að leikurinn færi í framlengingu. Njarðvík tók svo öll völd í framlengingunni og undir forystu Shanae Baker og Lele Hardy sigldu þær örugglega fram úr KR og unnu að lokum 95-88 sigur. Heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Keflavík styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Hamar í Hveragerði en Fjölnir hafði betur gegn Val í nýliðaslag deildarinnar. Þá unnu Haukar sigur á Snæfelli.Úrslit kvöldsins:KR - Njarðvík 88-95 Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25, Erica Prosser 18, Helga Einarsdóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Margrét Kara Sturludóttir 10, Anna María Ævarsdóttir 6, Hafrún Hálfdánadóttir, 4 Stig Njarðvíkur: Shanae Baker 33, Petrúnella Skúladóttir 25,Lele Hardy 19, Ásdís Vala Freysdóttir 12, Aníta Carter Kristmundardóttir 4, Erna Hákonardóttir 2.Valur - Fjölnir 62-67 Stig Vals: Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Melissa Leichlitner 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10, Lacey Katrice Simpson 7, Þórunn Bjarnadóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, María Björnsdóttir 4. Stig Fjölnis: Brittney Jones 26, Katin Mandylaris 21, Birna Eiríksdóttir 9, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 2.Hamar - Keflavík 61-79Haukar - Snæfell 67-60 Sverrir: Ánægður hvernig stelpurnar svöruðu mér„Þetta var frábær sigur, við vorum undir mest allan tímann eftir fyrri hálfleikinn en sem betur fer vöknuðum við í seinni hállfeik," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Ég er ánægður með hvernig stelpurnar svöruðu, við vorum að spila illa á báðum endum vallarins í fyrra. Vörnin var slök og sóknin léleg og ég var eiginlega hissa að við skyldum ekki vera meira undir." „Svo tökum við ágætann þriðja leikhluta, enn betri fjórða leikhluta. Við þurftum að vakna strax því annars væri þetta búinn leikur. KR er hörku lið og við erum búin að vinna hérna tvisvar í vetur." „Stelpurnar gáfust aldrei upp þrátt fyrir að það tæki okkur langann tíma og við stigum upp á hárréttum tíma, Shanae Baker og Lele Hardy voru fengnar til að vera driffjöðrar í svona stöðum og þær gerðu það svo sannarlega hér. Ég er mjög ánægður hvernig þær hafa smellpassað inn í hópinn, þær eru ásamt því að skora nóg þá halda þær öllum inn í leiknum," sagði Sverrir. Ari: Lukkudísirnar ekki með okkur„Það er lítið hægt að segja, hlutirnir eru ekki að detta með okkur. Lukkudísirnar hafa ekki verið með okkur en vonandi fer það að breytast fljótt," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en svo fá þær að brjóta meira í seinni hálfleik, hverjum sem það er að kenna." „Það er alltaf sárt að tapa, núna verðum við að reyna að vinna þetta upp. Það er hellingur eftir og þær eiga eftir að tapa leikjum, við þurfum að reyna að nýta okkur það." Petrúnella: Leikurinn ekki búinn fyrr en flautan gellur„Mjög góður sigur hérna í dag, við spiluðum illa hérna í fyrri hálfleik en við náðum að redda þessu hérna í lokin," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Leikurinn er ekki búinn fyrr en flautan gellur, hvort þetta var verðskuldaður sigur veit ég hinsvegar ekki." „Sverrir kom með mjög góða ræðu í hálfleik sem vakti okkur, hann minnti okkur á að tíu stig í körfubolta væri ekki neitt og við gætum þetta léttilega ef við legðum það á okkur." „Kanarnir hjá okkur sýndu svo hvernig ætti að gera þetta í framlengingunni, það er hlutverk þeirra í liðinu. Þær stigu upp fyrir okkur allar og við vorum mjög ánægðar með þær," sagði Petrúnella. Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira
Njarðvíkurstúlkur unnu 95-88 sigur á KR í framlengdum leik í Iceland Express deild kvenna í kvöld, háspenna var fram að síðustu sekúndum í venjulegum tíma en Njarðvíkurstúlkur tóku svo öll völd í framlengingunni. KR voru í 3. sæti deildarinnar en Njarðvík í því 2. fyrir leikinn og höfðu liðin skiptst á að vinna innbyrðisviðureignir liðanna á tímabilinu. KR-stúlkur hófu leikinn grimmar og náðu góðum 11-2 kafla sem Njarðvík virtist ekki eiga svar við. Þær höfðu undirtökin það sem eftir var leikhlutans og höfðu 26-18 forskot eftir fyrsta leikhluta. Það sama var upp á teningunum í öðrum leikhluta, KR höfðu alltaf undirtökin og juku forskot sitt. Njarðvíkurstúlkur tóku sig þó saman í andlitinu og minnkuðu muninn niður í 10 stig rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í stöðuna 46-36. Gestirnir héldu áfram að saxa á forskot KR í þriðja leikhluta og var munurinn kominn niður í 3 stig í lok leikhlutans, 63-60. Njarðvíkingar héldu áfram að vinna upp forskot KR og náðu forskotinu í fyrsta sinn í leiknum þegar 25 sekúndur voru eftir þegar Petrúnella Skúladóttir setti niður mikilvægann þrist. KR svöruðu strax en Njarðvík jöfnuðu í næstu sókn. KR skoruðu aftur en Shanae Baker náði að jafna metin þegar aðeins 1.8 sekúnda var eftir og ljóst var að leikurinn færi í framlengingu. Njarðvík tók svo öll völd í framlengingunni og undir forystu Shanae Baker og Lele Hardy sigldu þær örugglega fram úr KR og unnu að lokum 95-88 sigur. Heil umferð fór fram í deildinni í kvöld. Keflavík styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með sigri á Hamar í Hveragerði en Fjölnir hafði betur gegn Val í nýliðaslag deildarinnar. Þá unnu Haukar sigur á Snæfelli.Úrslit kvöldsins:KR - Njarðvík 88-95 Stig KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 25, Erica Prosser 18, Helga Einarsdóttir 13, Bryndís Guðmundsdóttir 12, Margrét Kara Sturludóttir 10, Anna María Ævarsdóttir 6, Hafrún Hálfdánadóttir, 4 Stig Njarðvíkur: Shanae Baker 33, Petrúnella Skúladóttir 25,Lele Hardy 19, Ásdís Vala Freysdóttir 12, Aníta Carter Kristmundardóttir 4, Erna Hákonardóttir 2.Valur - Fjölnir 62-67 Stig Vals: Guðbjörg Sverrisdóttir 10, Melissa Leichlitner 10, Kristrún Sigurjónsdóttir 10, María Ben Erlingsdóttir 10, Lacey Katrice Simpson 7, Þórunn Bjarnadóttir 6, Berglind Karen Ingvarsdóttir 5, María Björnsdóttir 4. Stig Fjölnis: Brittney Jones 26, Katin Mandylaris 21, Birna Eiríksdóttir 9, Erla Sif Kristinsdóttir 6, Bergdís Ragnarsdóttir 3, Eva María Emilsdóttir 2.Hamar - Keflavík 61-79Haukar - Snæfell 67-60 Sverrir: Ánægður hvernig stelpurnar svöruðu mér„Þetta var frábær sigur, við vorum undir mest allan tímann eftir fyrri hálfleikinn en sem betur fer vöknuðum við í seinni hállfeik," sagði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Njarðvíkur eftir leikinn. „Ég er ánægður með hvernig stelpurnar svöruðu, við vorum að spila illa á báðum endum vallarins í fyrra. Vörnin var slök og sóknin léleg og ég var eiginlega hissa að við skyldum ekki vera meira undir." „Svo tökum við ágætann þriðja leikhluta, enn betri fjórða leikhluta. Við þurftum að vakna strax því annars væri þetta búinn leikur. KR er hörku lið og við erum búin að vinna hérna tvisvar í vetur." „Stelpurnar gáfust aldrei upp þrátt fyrir að það tæki okkur langann tíma og við stigum upp á hárréttum tíma, Shanae Baker og Lele Hardy voru fengnar til að vera driffjöðrar í svona stöðum og þær gerðu það svo sannarlega hér. Ég er mjög ánægður hvernig þær hafa smellpassað inn í hópinn, þær eru ásamt því að skora nóg þá halda þær öllum inn í leiknum," sagði Sverrir. Ari: Lukkudísirnar ekki með okkur„Það er lítið hægt að segja, hlutirnir eru ekki að detta með okkur. Lukkudísirnar hafa ekki verið með okkur en vonandi fer það að breytast fljótt," sagði Ari Gunnarsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Við spiluðum vel í fyrri hálfleik en svo fá þær að brjóta meira í seinni hálfleik, hverjum sem það er að kenna." „Það er alltaf sárt að tapa, núna verðum við að reyna að vinna þetta upp. Það er hellingur eftir og þær eiga eftir að tapa leikjum, við þurfum að reyna að nýta okkur það." Petrúnella: Leikurinn ekki búinn fyrr en flautan gellur„Mjög góður sigur hérna í dag, við spiluðum illa hérna í fyrri hálfleik en við náðum að redda þessu hérna í lokin," sagði Petrúnella Skúladóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir leikinn. „Leikurinn er ekki búinn fyrr en flautan gellur, hvort þetta var verðskuldaður sigur veit ég hinsvegar ekki." „Sverrir kom með mjög góða ræðu í hálfleik sem vakti okkur, hann minnti okkur á að tíu stig í körfubolta væri ekki neitt og við gætum þetta léttilega ef við legðum það á okkur." „Kanarnir hjá okkur sýndu svo hvernig ætti að gera þetta í framlengingunni, það er hlutverk þeirra í liðinu. Þær stigu upp fyrir okkur allar og við vorum mjög ánægðar með þær," sagði Petrúnella.
Mest lesið Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslasaður eftir grjóthrun Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Fleiri fréttir Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Sjá meira