Alexander: Ólafur er enn fyrirmyndin mín Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. janúar 2012 08:00 Alexander er hér í nuddi hjá Elís Þór Rafnssyni sjúkraþjálfara. Ingibjörg Ragnarsdóttir sjúkranuddari og Brynjólfur Jónsson læknir ræða málin við þá. Fréttablaðið/Stefán Alexander Petersson hefur farið á kostum með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu. Þar spilar hann sem hægri skytta og nú mun hann spila meira í því hlutverki fyrir íslenska landsliðið þar sem að Ólafur Stefánsson mun ekki vera með á EM í Serbíu. „Þetta verður auðvitað erfitt án Óla en það hlaut að koma að þessu. Hann getur ekki verið alltaf með okkur," sagði hann og brosti. „En við erum með góða leikmenn og þetta þarf ekki að vera slæmt. Einhvern tímann verðum við að venjast því að spila án hans." Alexander hefur lengi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu, ekki síst í vörn þar sem hann hefur haft gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna. En hann segist vera reiðubúinn fyrir aukna ábyrgð í sóknarleiknum. „Ég er alveg tilbúinn í þetta - að draga vagninn eins og Óli hefur gert í öll þessi ár," segir Alexander sem hefur lengi sagt að Ólafur væri sín fyrirmynd. „Ég hef lært mikið af honum í gegnum tíðina og er enn að læra af honum. Hann er enn leikmaður í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera 38 ára gamall og hefur sýnt að með því að leggja nógu mikið á sig er hægt að lengja ferilinn. Maður þarf að hafa meira fyrir því að halda líkamanum góðum eftir þrítugsaldurinn en Ólafur hefur sýnt að það er allt hægt. Hann er enn fyrirmyndin mín." Öxlin er slæmAlexander hefur verið að glíma við meiðsli í öxl síðan á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann spilar mikið með liði sínu, Füchse Berlin, en álagið verður þó enn meira með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Þar er spilað annan hvern dag. „Öxlin hefur ekki verið nógu góð og ég er enn að drepast eftir HM í fyrra. Ég vona að þetta muni ekki há mér á mótinu en það er ómögulegt að segja eins og er. Þetta verður bara að koma í ljós," segir hann. „Ég hef þurft að passa sérstaklega upp á öxlina með sérstökum æfingum og gætt mín á því að skjóta ekki of mikið á æfingum. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til og ég hef ekki fundið mikið fyrir þessu í leikjum, svo lengi sem ég hef fengið góða hvíld eftir þá. Það var svo æft nokkuð stíft í síðustu viku með landsliðinu og ég var ekki nógu góður eftir það." Þjálfarinn hefur áhyggjurAlexander spilaði með landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina og er staðan á öxlinni í raun óbreytt, að sögn þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. „Hann verður ekkert betri úr þessu fyrir mótið og það er ákveðin þreyta í honum," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. Alexander skoraði samtals sex mörk í fyrstu leikjunum tveimur en hvíldi svo í lokaleiknum gegn Danmörku. Guðmundur neitar því ekki að hann hafi áhyggjur af öxlinni fyrir EM. „Auðvitað geri ég það – en ég held að þetta verði bara í lagi og að hann verði klár þegar út í keppnina er komið. Það verða hvíldardagar á milli leikja og vonandi ná sjúkraþjálfarar okkar að hugsa nógu vel um hann að þetta verði ekki til vandræða." Það er ekki annað að heyra á Alexander sjálfum en að hann ætli að hella sér af fullum krafti út keppnina í Serbíu – það komi ekki til greina sér frí til að freista þess að ná sér góðum á ný. „Nei, það kom ekki til greina. Ég get tekið mér frí bara seinna." Hægri vængurinn sterkurÞeir Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson hafa náð afar vel saman á hægri væng landsliðsins síðustu stórmótin en sá síðarnefndi spilaði sitt fyrsta stórmót árið 2005. Gegndu þeir lykilhlutverkum á bæði Ólympíuleikunum í Peking og EM í Austurríki, þar sem Ísland vann til verðlauna. Útttekt á skoruðum mörkum má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að þeir hafa einnig haft mikilvæg hlutverk í varnarleik Íslands á síðustu árum. Alexander mun nú verða aðalskytta Íslands hægra megin í fjarveru Ólafs og njóta stuðnings Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar. Þórir Ólafsson fær aukna ábyrgð í horninu en þeir Alexander og Ásgeir Örn þekkja þá stöðu einnig vel.Síðustu fimm stórmót Samanlagður árangur Alexanders og Ólafs á síðustu fimm stórmótum Íslands:HM 2011: Samtals 75 mörk – 8,3 í leik Alexander 5,9 mörk í leik (53 mörk/9 leikir) Ólafur 3,1 mark í leik (22/7)EM 2010: Samtals 61 mark – 7,6 í leik Alexander 3,6 mörk í leik (29/8) Ólafur 4,0 mark í leik (32/8)ÓL 2008: Samtals 60 mörk - 7,5 í leik Alexander 3,9 mörk í leik (31/8) Ólafur 3,6 mörk í leik (29/8)EM 2008: Samtals 39 mörk - 6,5 í leik Alexander 3,3 mörk í leik (20/6) Ólafur 4,8 mörk í leik (19/4)HM 2007: Samtals 101 mark - 10,1 í leik Alexander 4,8 mörk í leik (48/10) Ólafur 5,3 mörk í leik (53/10) Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira
Alexander Petersson hefur farið á kostum með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni sem og Meistaradeild Evrópu. Þar spilar hann sem hægri skytta og nú mun hann spila meira í því hlutverki fyrir íslenska landsliðið þar sem að Ólafur Stefánsson mun ekki vera með á EM í Serbíu. „Þetta verður auðvitað erfitt án Óla en það hlaut að koma að þessu. Hann getur ekki verið alltaf með okkur," sagði hann og brosti. „En við erum með góða leikmenn og þetta þarf ekki að vera slæmt. Einhvern tímann verðum við að venjast því að spila án hans." Alexander hefur lengi verið lykilmaður í íslenska landsliðinu, ekki síst í vörn þar sem hann hefur haft gríðarlega mikilvægu hlutverki að gegna. En hann segist vera reiðubúinn fyrir aukna ábyrgð í sóknarleiknum. „Ég er alveg tilbúinn í þetta - að draga vagninn eins og Óli hefur gert í öll þessi ár," segir Alexander sem hefur lengi sagt að Ólafur væri sín fyrirmynd. „Ég hef lært mikið af honum í gegnum tíðina og er enn að læra af honum. Hann er enn leikmaður í hæsta gæðaflokki þrátt fyrir að vera 38 ára gamall og hefur sýnt að með því að leggja nógu mikið á sig er hægt að lengja ferilinn. Maður þarf að hafa meira fyrir því að halda líkamanum góðum eftir þrítugsaldurinn en Ólafur hefur sýnt að það er allt hægt. Hann er enn fyrirmyndin mín." Öxlin er slæmAlexander hefur verið að glíma við meiðsli í öxl síðan á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð fyrir ári síðan. Hann spilar mikið með liði sínu, Füchse Berlin, en álagið verður þó enn meira með íslenska landsliðinu á EM í Serbíu. Þar er spilað annan hvern dag. „Öxlin hefur ekki verið nógu góð og ég er enn að drepast eftir HM í fyrra. Ég vona að þetta muni ekki há mér á mótinu en það er ómögulegt að segja eins og er. Þetta verður bara að koma í ljós," segir hann. „Ég hef þurft að passa sérstaklega upp á öxlina með sérstökum æfingum og gætt mín á því að skjóta ekki of mikið á æfingum. Þetta hefur gengið þokkalega hingað til og ég hef ekki fundið mikið fyrir þessu í leikjum, svo lengi sem ég hef fengið góða hvíld eftir þá. Það var svo æft nokkuð stíft í síðustu viku með landsliðinu og ég var ekki nógu góður eftir það." Þjálfarinn hefur áhyggjurAlexander spilaði með landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku um helgina og er staðan á öxlinni í raun óbreytt, að sögn þjálfarans Guðmundar Guðmundssonar. „Hann verður ekkert betri úr þessu fyrir mótið og það er ákveðin þreyta í honum," sagði Guðmundur við Fréttablaðið. Alexander skoraði samtals sex mörk í fyrstu leikjunum tveimur en hvíldi svo í lokaleiknum gegn Danmörku. Guðmundur neitar því ekki að hann hafi áhyggjur af öxlinni fyrir EM. „Auðvitað geri ég það – en ég held að þetta verði bara í lagi og að hann verði klár þegar út í keppnina er komið. Það verða hvíldardagar á milli leikja og vonandi ná sjúkraþjálfarar okkar að hugsa nógu vel um hann að þetta verði ekki til vandræða." Það er ekki annað að heyra á Alexander sjálfum en að hann ætli að hella sér af fullum krafti út keppnina í Serbíu – það komi ekki til greina sér frí til að freista þess að ná sér góðum á ný. „Nei, það kom ekki til greina. Ég get tekið mér frí bara seinna." Hægri vængurinn sterkurÞeir Ólafur Stefánsson og Alexander Petersson hafa náð afar vel saman á hægri væng landsliðsins síðustu stórmótin en sá síðarnefndi spilaði sitt fyrsta stórmót árið 2005. Gegndu þeir lykilhlutverkum á bæði Ólympíuleikunum í Peking og EM í Austurríki, þar sem Ísland vann til verðlauna. Útttekt á skoruðum mörkum má sjá hér fyrir neðan en þess má geta að þeir hafa einnig haft mikilvæg hlutverk í varnarleik Íslands á síðustu árum. Alexander mun nú verða aðalskytta Íslands hægra megin í fjarveru Ólafs og njóta stuðnings Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar og Rúnars Kárasonar. Þórir Ólafsson fær aukna ábyrgð í horninu en þeir Alexander og Ásgeir Örn þekkja þá stöðu einnig vel.Síðustu fimm stórmót Samanlagður árangur Alexanders og Ólafs á síðustu fimm stórmótum Íslands:HM 2011: Samtals 75 mörk – 8,3 í leik Alexander 5,9 mörk í leik (53 mörk/9 leikir) Ólafur 3,1 mark í leik (22/7)EM 2010: Samtals 61 mark – 7,6 í leik Alexander 3,6 mörk í leik (29/8) Ólafur 4,0 mark í leik (32/8)ÓL 2008: Samtals 60 mörk - 7,5 í leik Alexander 3,9 mörk í leik (31/8) Ólafur 3,6 mörk í leik (29/8)EM 2008: Samtals 39 mörk - 6,5 í leik Alexander 3,3 mörk í leik (20/6) Ólafur 4,8 mörk í leik (19/4)HM 2007: Samtals 101 mark - 10,1 í leik Alexander 4,8 mörk í leik (48/10) Ólafur 5,3 mörk í leik (53/10)
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Sjá meira