Fleiri fréttir Fabregas: Enginn annar en Henry gæti skorað svona mark Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, er einn af fjölmörgum stórstjörnum fótboltaheimsins sem hafa tjáð sig um endurkomu Thierry Henry í Arsenal-liðið í gær. 10.1.2012 14:45 KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. 10.1.2012 14:30 Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið. 10.1.2012 14:15 Knudsen er meiddur en verður samt með Dönum á EM Danska landsliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar í ljós koma að línumaðurinn Michael V. Knudsen geti ekki spilað með liðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. Knudsen vill hjálpa liðinu þrátt fyrir meiðslin og bað um að fá að fara út með EM-hópnum. 10.1.2012 13:30 Heiðar kominn með nýjan stjóra | Mark Hughes tekinn við QPR Heiðar Helguson er kominn með nýjan stjóra því Mark Hughes er búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Queens Park Rangers. Hughes mætti á Loftus Road í hádeginu og gekk frá samninginum. Hann tekur við starfi Neil Warnock sem var rekinn á sunnudaginn. 10.1.2012 13:26 Ókeypis miðar í boði á landsleik Íslands og Finnlands Íslenska handboltalandsliðið mun spila sinn síðasta æfingaleik fyrir EM í Serbíu á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Finnum í Laugardalshöllinni. Arion banki ætlar að bjóða landsmönnum á leikinn og verður miðum dreift í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli kl. 15 og 16. 10.1.2012 13:08 Ramsey fúll - fær ekkert að vita um næsta þjálfara Wales Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal og fyrirliði velska landsliðsins, veit ekkert hvað er að gerast í landsliðsþjálfaramálum Wales en það er ekki enn búið að ráða mann í stað Gary Speed sem svipti sig lífi í nóvember. 10.1.2012 13:00 Stricker sigraði á fyrsta PGA móti ársins Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii en þar áttust við þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA móti á síðasta keppnistímabili. 10.1.2012 12:15 Martin Keown fékk þrumuskot í höfuðið í beinni útsendingu - myndband Martin Keown, fyrrum varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk heldur betur að kenna á því þegar hann var við vinnu sína í gær á heimavelli Arsenal, Emirates-leikvanginum. 10.1.2012 11:30 Kastnámskeið í Kórnum í vetur Boðið verður upp á flugukastnámskeið í janúar, febrúar og mars. Farið verður í öll undirstöðu atriðin ásamt því að farið verður í kastferla og auk meiri fræðslu um köstin. Námskeiðin fara fram í Íþróttarhöllinni Kórnum við Vallakór í Kópavogi. 10.1.2012 11:11 Líklegt að Hofsá hafi verið ofsetinn af seiðum Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. 10.1.2012 11:08 SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Stjórn SVFR óskar eftir mannskap í árnefnd Dunkár á Skógarströnd. Einnig er auglýst eftir samhentum hóp til starfa í skemmtinefnd félagsins. 10.1.2012 11:04 Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu. 10.1.2012 10:45 Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez. 10.1.2012 10:15 Wenger um Henry í gær: Þessa sögu segir þú ungum krökkum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Thierry Henry hafi bætt enn við goðsögn sína hjá Arsenal með því að skora sigurmarkið á móti Leeds í enska bikarnum í gær. Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eina mark leiksins tíu mínútum síðar. 10.1.2012 09:45 LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar. 10.1.2012 09:15 NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli. 10.1.2012 09:00 Emil: Fer ekki frá Ítalíu á næstu árum Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. 10.1.2012 08:00 Flott að byrja árið með því að vinna bikar Helena Sverrisdóttir varð slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice um helgina en þetta er fyrsti titillinn sem hún vinnur sem atvinnumaður. 10.1.2012 07:00 KR áfram eftir nauman sigur - myndir Nýju útlendingarnir í KR reyndust liðinu vel í gærkvöldi er liðið komst áfram í fjórðungsúrslit Poewarde-bikarkeppninnar í körfubolta með sigri á Grindavík, 81-76. 10.1.2012 06:00 Cantona býður sig fram til forseta í Frakklandi Eric Cantona, fyrrum framherji Manchester United, hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram í embætti forseta Frakklands. 9.1.2012 23:27 Henry: Ótrúleg tilfinning að skora sem stuðningsmaður "Ég kom aftur til félagsnis sem stuðningsmaður. Það var ótrúlegt að skora mark sem stuðningsmaður Arsenal og núna veit ég hvernig sú tilfinning er,“ sagði markahetjan Thierry Henry eftir sigur sinna manna í Arsenal á Leeds í kvöld. 9.1.2012 22:16 Messi fékk fullt hús frá Íslandi Þeir þrír Íslendingar sem tóku þátt í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, settu allir Lionel Messi í efsta sætið. 9.1.2012 22:48 Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. 9.1.2012 20:57 Viðræður Hughes og QPR halda áfram á morgun Mark Hughes hefur í dag átt í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið QPR um að gerast knattspyrnustjóri félagsins. Hann segir að viðræður muni halda áfram á morgun. 9.1.2012 20:38 Messi ætlar að deila Gullboltanum með Xavi Lionel Messi, sem var í kvöld valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA þriðja árið í röð, ætlar að deila verðlaununum með Xavi, liðsfélaga sínum. 9.1.2012 20:37 Messi fékk Gullboltann þriðja árið í röð Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sem veitir verðlaunin í samstarfi við France Football. 9.1.2012 19:35 Lygileg endurkoma hjá Henry | Tryggði Arsenal 1-0 sigur Það var söguleg stund á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld þegar að Thierry Henry tryggði Arsenal 1-0 sigur á Leeds í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. 9.1.2012 14:15 Lars nálgast 1500 marka múrinn en Ólafur hefur skorað meira Lars Christiansen, danski hornamaðurinn, er enn í fullu fjöri með danska landsliðinu þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall en hann hefur spilað með KIF Kolding undanfarin ár. Lars verður í EM-hóp Dana í Serbíu. 9.1.2012 20:30 Ferguson um Rooney: Pressan telur sig hafa fundið nýjan Gazza Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sagt það við Wayne Rooney að hann þurfti að venja sig við það að vera uppsláttarefni í enskum fjölmiðlum líkt og hinn eini sanni Paul Gascoigne var á sínum tíma. 9.1.2012 18:15 Messi getur jafnað afrek Platini í kvöld Lionel Messi fær að vita það í kvöld hvort að hann fái Gullboltann þriðja árið í röð og komist þá í hóp með Frakkanum Michel Platini, núverandi forseta UEFA en Platini var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu 1983, 1984 og 1985. 9.1.2012 17:30 Fjórir meðlimir í Team Iceland í golfinu | Breytt skipulag afrekshópa Úlfar Jónsson nýráðinn landsliðsþjálfari í golfi hefur að undanförnum vikum verið að skipuleggja æfingardagskrá fyrir afrekshópa GSÍ. Úlfar hefur skipt hópnum upp í samræmi við stöðu og markmið hvers kylfings og nefnast hóparnir Team Iceland, A hópur og B hópur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu. 9.1.2012 16:30 Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina. 9.1.2012 16:00 Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld? Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15. 9.1.2012 15:30 Áfrýjun Man. City tekin fyrir skömmu fyrir Liverpool-leikinn Manchester City hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Vincent Kompany fékk fyrir að tækla Nani í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Kompany fékk rauða spjaldið strax á tólftu mínútu leiksins og United vann leikinn 3-2 eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. 9.1.2012 14:45 Birkir með tilboð frá sex löndum Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason ákvað að framlengja ekki samning sinn við norska félagið Viking þar sem hann hefur spilað undanfarin sex ár og er nú að leita sér að nýju félagi. 9.1.2012 14:15 Ipswich borgaði upp samninginn hans Ívars Ívar Ingimarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska b-deildarliðið Ipswich Town þrátt fyrir að hafa átt fimm mánuði eftir af samningi sínum. Paul Jewell segir að tilraun hans að fá Ívar til liðsins hafi ekki gengið upp en varnarleikur Ipswich hefur verið í molum á tímabilinu. 9.1.2012 13:30 Sölvi Geir og Ragnar fá nýjan þjálfara Íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson fá nýjan þjálfara eftir vetrarfríið en þeir spila saman í vörninni hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn. 9.1.2012 13:00 Helena bikarmeistari með Good Angels Kosice Helena Sverrisdóttir varð í gær slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice eftir að liðið vann öruggan 79-36 sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum. 9.1.2012 12:15 Laxá í Mývatnssveit Félagsmönnum SVFR sem búa norðan heiða, svo og öðrum, er bent á að eftir 15. júli er ekki fæðis- og gistiskylda í veiðihúsinu í Hofi í Mývatnssveit. Þeir sem ekki hyggjast nota gistinguna þurfa að tilkynna slíkt til skrifstofu félagsins fyrir 15. febrúar. 9.1.2012 11:45 Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík unnu 4-1 sigur á ÍA Íslenskir fótboltamenn eru aftur komnir á ferðina og farnir að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, fór með sína stráka í Akraneshöllina um helgina og vann Grindavíik 4-1 sigur á ÍA í æfingaleik. 9.1.2012 11:45 Rooney á Twitter: Ég gaf ekki rauða spjaldið Wayne Rooney, framherji Manchester United, notaði twitter-síðu sína til þess að tjá sig um ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, um að Rooney hafi séð til þess að Vincent Kompany fékk rauða spjaldið á 12. mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. 9.1.2012 11:15 Mancini: Rooney sá til þess að Kompany var rekinn útaf Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Wayne Rooney beri ábyrgð á því að Vincent Kompany var rekinn útaf á tólftu mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Manchester United komst í 3-0 í leiknum og vann á endanum 3-2 en City-liðið spilaði manni færri í 78 mínútur. 9.1.2012 10:15 Mark Hughes líklegastur til að taka við QPR Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers eru án knattspyrnustjóra eftir að Neil Warnock var rekinn frá félaginu í gær. BBC segir frá því í dag að Mark Hughes sé líklegasti eftirmaður Warnock. 9.1.2012 09:45 NBA: Thunder fyrsta liðið til að vinna þrjú kvöld í röð | Lakers vann Oklahoma City Thunder varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni í vetur sem nær því að vinna leik þrjú kvöld í röð en Thunder vann þá 108-96 sigur á San Antonio Spurs. Los Angeles Lakers hélt áfram góðu gengi sínu á heimavelli og Ricky Rubio er að slá í gegn hjá Minnesota Timberwolves. 9.1.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fabregas: Enginn annar en Henry gæti skorað svona mark Cesc Fabregas, fyrrum leikmaður Arsenal og núverandi leikmaður Barcelona, er einn af fjölmörgum stórstjörnum fótboltaheimsins sem hafa tjáð sig um endurkomu Thierry Henry í Arsenal-liðið í gær. 10.1.2012 14:45
KR mætir Snæfelli í bikarnum - 1. deildarlið í undanúrslitin Það er búið að draga í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla og kvenna í körfubolta en dregið var í höfuðstöðvum Vífilfells í dag. Stórleikur átta liða úrslitanna verður viðureign bikarmeistara tveggja síðustu ára, KR og Snæfells sem munu mætast í DHL-höllinni. 10.1.2012 14:30
Gylfi ekki eini miðjumaðurinn á leið til Swansea á láni Gylfi Þór Sigurðsson verður væntanlega ekki eini miðjumaðurinn sem kemur á láni til enska úrvalsdeildarliðsins Swansea í janúarglugganum. Brendan Rodgers, stjóri Swansea, vonast eftir því að ganga frá samningi við Chelsea á næstu tveimur sólarhringum um að fá hinn 18 ára Josh McEachran á láni út tímabilið. 10.1.2012 14:15
Knudsen er meiddur en verður samt með Dönum á EM Danska landsliðið varð fyrir áfalli á dögunum þegar í ljós koma að línumaðurinn Michael V. Knudsen geti ekki spilað með liðinu á EM í Serbíu vegna meiðsla. Knudsen vill hjálpa liðinu þrátt fyrir meiðslin og bað um að fá að fara út með EM-hópnum. 10.1.2012 13:30
Heiðar kominn með nýjan stjóra | Mark Hughes tekinn við QPR Heiðar Helguson er kominn með nýjan stjóra því Mark Hughes er búinn að gera tveggja og hálfs árs samning við Queens Park Rangers. Hughes mætti á Loftus Road í hádeginu og gekk frá samninginum. Hann tekur við starfi Neil Warnock sem var rekinn á sunnudaginn. 10.1.2012 13:26
Ókeypis miðar í boði á landsleik Íslands og Finnlands Íslenska handboltalandsliðið mun spila sinn síðasta æfingaleik fyrir EM í Serbíu á föstudagskvöldið þegar liðið tekur á móti Finnum í Laugardalshöllinni. Arion banki ætlar að bjóða landsmönnum á leikinn og verður miðum dreift í öllum útibúum bankans á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli kl. 15 og 16. 10.1.2012 13:08
Ramsey fúll - fær ekkert að vita um næsta þjálfara Wales Aaron Ramsey, leikmaður Arsenal og fyrirliði velska landsliðsins, veit ekkert hvað er að gerast í landsliðsþjálfaramálum Wales en það er ekki enn búið að ráða mann í stað Gary Speed sem svipti sig lífi í nóvember. 10.1.2012 13:00
Stricker sigraði á fyrsta PGA móti ársins Steve Stricker sigraði á fyrsta PGA golfmóti ársins sem fór fram á Kapalua á Hawaii en þar áttust við þeir kylfingar sem náðu að sigra á PGA móti á síðasta keppnistímabili. 10.1.2012 12:15
Martin Keown fékk þrumuskot í höfuðið í beinni útsendingu - myndband Martin Keown, fyrrum varnarmaður enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, fékk heldur betur að kenna á því þegar hann var við vinnu sína í gær á heimavelli Arsenal, Emirates-leikvanginum. 10.1.2012 11:30
Kastnámskeið í Kórnum í vetur Boðið verður upp á flugukastnámskeið í janúar, febrúar og mars. Farið verður í öll undirstöðu atriðin ásamt því að farið verður í kastferla og auk meiri fræðslu um köstin. Námskeiðin fara fram í Íþróttarhöllinni Kórnum við Vallakór í Kópavogi. 10.1.2012 11:11
Líklegt að Hofsá hafi verið ofsetinn af seiðum Í skýrslu Þórólfs Antonssonar fiskifræðings á Veiðimálastofnun kemur fram að ástæðan fyrir minnkandi veiði í Hofsá í Vopnafirði gæti verið sú að áin var ofsetin laxaseiðum. 10.1.2012 11:08
SVFR leitar að mönnum til nefndarstarfa Stjórn SVFR óskar eftir mannskap í árnefnd Dunkár á Skógarströnd. Einnig er auglýst eftir samhentum hóp til starfa í skemmtinefnd félagsins. 10.1.2012 11:04
Platini: Messi verður að vinna HM til að geta talist sá allra besti Lionel Messi jafnaði afrek Michel Platini í gær með því að vinna Gullboltann þrjú ár í röð og Platini segir að Messi sé þegar orðinn einn af bestu fótboltamönnum allra tíma. Forseti UEFA bendir samt á það að Messi geta aldrei verið talinn sá allra besti nema að hann ná árangri með argentínska landsliðinu. 10.1.2012 10:45
Man City og Inter Milan byrjuð að tala saman um Tevez Það stefnir í baráttu á milli Mílanó-félaganna um Carlos Tevez því nú hefur Inter Milan blandað sér inn í málið fyrir alvöru. AC Milan hefur undanfarnar vikur reynt að fá Argentínumanninn að láni en nú hafa Inter-menn hafið viðræður við Manchester City um kaup á Tevez. 10.1.2012 10:15
Wenger um Henry í gær: Þessa sögu segir þú ungum krökkum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Thierry Henry hafi bætt enn við goðsögn sína hjá Arsenal með því að skora sigurmarkið á móti Leeds í enska bikarnum í gær. Henry kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik og skoraði eina mark leiksins tíu mínútum síðar. 10.1.2012 09:45
LeBron og Kobe bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni LeBron James hjá Miami Heat og Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta en þar er verið að tala um frammistöðu leikmanna í leikjum frá 2. til 8. janúar. 10.1.2012 09:15
NBA: Philadelphia 76ers búið að vinna fimm leiki í röð Philadelphia 76ers liðið er að byrja tímabilið frábærlega í NBA-deildinni og vann sinn fimmta sigur í röð í nótt. Chicago Bulls og Atlanta Hawks unnu líka sína leiki og Carmelo Anthony og félagar í New York Knicks rétt sluppu með sigur á móti Charlotte Bobcats á heimavelli. 10.1.2012 09:00
Emil: Fer ekki frá Ítalíu á næstu árum Hafnfirðingurinn Emil Hallfreðsson hefur gert það gott með nýliðum Hellas Verona í ítölsku B-deildinni. Liðið hefur ekki tapað í ellefu leikjum í röð og þar af unnið níu. 10.1.2012 08:00
Flott að byrja árið með því að vinna bikar Helena Sverrisdóttir varð slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice um helgina en þetta er fyrsti titillinn sem hún vinnur sem atvinnumaður. 10.1.2012 07:00
KR áfram eftir nauman sigur - myndir Nýju útlendingarnir í KR reyndust liðinu vel í gærkvöldi er liðið komst áfram í fjórðungsúrslit Poewarde-bikarkeppninnar í körfubolta með sigri á Grindavík, 81-76. 10.1.2012 06:00
Cantona býður sig fram til forseta í Frakklandi Eric Cantona, fyrrum framherji Manchester United, hefur tilkynnt að hann hafi í hyggju að bjóða sig fram í embætti forseta Frakklands. 9.1.2012 23:27
Henry: Ótrúleg tilfinning að skora sem stuðningsmaður "Ég kom aftur til félagsnis sem stuðningsmaður. Það var ótrúlegt að skora mark sem stuðningsmaður Arsenal og núna veit ég hvernig sú tilfinning er,“ sagði markahetjan Thierry Henry eftir sigur sinna manna í Arsenal á Leeds í kvöld. 9.1.2012 22:16
Messi fékk fullt hús frá Íslandi Þeir þrír Íslendingar sem tóku þátt í kjöri knattspyrnumanns ársins hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, settu allir Lionel Messi í efsta sætið. 9.1.2012 22:48
Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. 9.1.2012 20:57
Viðræður Hughes og QPR halda áfram á morgun Mark Hughes hefur í dag átt í viðræðum við enska úrvalsdeildarfélagið QPR um að gerast knattspyrnustjóri félagsins. Hann segir að viðræður muni halda áfram á morgun. 9.1.2012 20:38
Messi ætlar að deila Gullboltanum með Xavi Lionel Messi, sem var í kvöld valinn knattspyrnumaður ársins af FIFA þriðja árið í röð, ætlar að deila verðlaununum með Xavi, liðsfélaga sínum. 9.1.2012 20:37
Messi fékk Gullboltann þriðja árið í röð Argentínumaðurinn Lionel Messi var í kvöld útnefndur knattspyrnumaður ársins af Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, sem veitir verðlaunin í samstarfi við France Football. 9.1.2012 19:35
Lygileg endurkoma hjá Henry | Tryggði Arsenal 1-0 sigur Það var söguleg stund á Emirates-vellinum í Lundúnum í kvöld þegar að Thierry Henry tryggði Arsenal 1-0 sigur á Leeds í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar. 9.1.2012 14:15
Lars nálgast 1500 marka múrinn en Ólafur hefur skorað meira Lars Christiansen, danski hornamaðurinn, er enn í fullu fjöri með danska landsliðinu þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára gamall en hann hefur spilað með KIF Kolding undanfarin ár. Lars verður í EM-hóp Dana í Serbíu. 9.1.2012 20:30
Ferguson um Rooney: Pressan telur sig hafa fundið nýjan Gazza Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur sagt það við Wayne Rooney að hann þurfti að venja sig við það að vera uppsláttarefni í enskum fjölmiðlum líkt og hinn eini sanni Paul Gascoigne var á sínum tíma. 9.1.2012 18:15
Messi getur jafnað afrek Platini í kvöld Lionel Messi fær að vita það í kvöld hvort að hann fái Gullboltann þriðja árið í röð og komist þá í hóp með Frakkanum Michel Platini, núverandi forseta UEFA en Platini var kosinn besti knattspyrnumaður Evrópu 1983, 1984 og 1985. 9.1.2012 17:30
Fjórir meðlimir í Team Iceland í golfinu | Breytt skipulag afrekshópa Úlfar Jónsson nýráðinn landsliðsþjálfari í golfi hefur að undanförnum vikum verið að skipuleggja æfingardagskrá fyrir afrekshópa GSÍ. Úlfar hefur skipt hópnum upp í samræmi við stöðu og markmið hvers kylfings og nefnast hóparnir Team Iceland, A hópur og B hópur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Golfsambandinu. 9.1.2012 16:30
Tímabilið búið hjá liðsfélaga Heiðars Alejandro Faurlin, liðsfélagi Heiðars Helgusonar hjá Queens Park Rangers, missir af því sem eftir er af tímabilinu eftir að það kom í ljós að hann sleit krossband í hné í bikarleik á móti Milton Keynes Dons um helgina. 9.1.2012 16:00
Hvað gera nýju KR-ingarnir á móti Grindvíkingum í kvöld? Það verður stórleikur í DHL-höllinni í kvöld þegar KR og Grindavík mætast í sextán liða úrslitum Powerade-bikarsins í körfubolta. Þarna mætast liðin sem mættust í bikarúrslitaleiknum í fyrra en KR hafði þá betur og varð bikarmeistari í fyrsta sinn í tuttugu ár. Leikurinn hefst klukkan 19.15. 9.1.2012 15:30
Áfrýjun Man. City tekin fyrir skömmu fyrir Liverpool-leikinn Manchester City hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Vincent Kompany fékk fyrir að tækla Nani í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Kompany fékk rauða spjaldið strax á tólftu mínútu leiksins og United vann leikinn 3-2 eftir að hafa komist í 3-0 í fyrri hálfleik. 9.1.2012 14:45
Birkir með tilboð frá sex löndum Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason ákvað að framlengja ekki samning sinn við norska félagið Viking þar sem hann hefur spilað undanfarin sex ár og er nú að leita sér að nýju félagi. 9.1.2012 14:15
Ipswich borgaði upp samninginn hans Ívars Ívar Ingimarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska b-deildarliðið Ipswich Town þrátt fyrir að hafa átt fimm mánuði eftir af samningi sínum. Paul Jewell segir að tilraun hans að fá Ívar til liðsins hafi ekki gengið upp en varnarleikur Ipswich hefur verið í molum á tímabilinu. 9.1.2012 13:30
Sölvi Geir og Ragnar fá nýjan þjálfara Íslensku landsliðsmennirnir Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson fá nýjan þjálfara eftir vetrarfríið en þeir spila saman í vörninni hjá dönsku meisturunum í FC Kaupmannahöfn. 9.1.2012 13:00
Helena bikarmeistari með Good Angels Kosice Helena Sverrisdóttir varð í gær slóvakískur bikarmeistari með Good Angels Kosice eftir að liðið vann öruggan 79-36 sigur á ZBK Whirlpool Poprad í úrslitaleiknum. 9.1.2012 12:15
Laxá í Mývatnssveit Félagsmönnum SVFR sem búa norðan heiða, svo og öðrum, er bent á að eftir 15. júli er ekki fæðis- og gistiskylda í veiðihúsinu í Hofi í Mývatnssveit. Þeir sem ekki hyggjast nota gistinguna þurfa að tilkynna slíkt til skrifstofu félagsins fyrir 15. febrúar. 9.1.2012 11:45
Lærisveinar Guðjóns Þórðarsonar í Grindavík unnu 4-1 sigur á ÍA Íslenskir fótboltamenn eru aftur komnir á ferðina og farnir að undirbúa sig fyrir komandi tímabil. Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, fór með sína stráka í Akraneshöllina um helgina og vann Grindavíik 4-1 sigur á ÍA í æfingaleik. 9.1.2012 11:45
Rooney á Twitter: Ég gaf ekki rauða spjaldið Wayne Rooney, framherji Manchester United, notaði twitter-síðu sína til þess að tjá sig um ummæli Roberto Mancini, stjóra Manchester City, um að Rooney hafi séð til þess að Vincent Kompany fékk rauða spjaldið á 12. mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. 9.1.2012 11:15
Mancini: Rooney sá til þess að Kompany var rekinn útaf Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Wayne Rooney beri ábyrgð á því að Vincent Kompany var rekinn útaf á tólftu mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Manchester United komst í 3-0 í leiknum og vann á endanum 3-2 en City-liðið spilaði manni færri í 78 mínútur. 9.1.2012 10:15
Mark Hughes líklegastur til að taka við QPR Heiðar Helguson og félagar í Queens Park Rangers eru án knattspyrnustjóra eftir að Neil Warnock var rekinn frá félaginu í gær. BBC segir frá því í dag að Mark Hughes sé líklegasti eftirmaður Warnock. 9.1.2012 09:45
NBA: Thunder fyrsta liðið til að vinna þrjú kvöld í röð | Lakers vann Oklahoma City Thunder varð í nótt fyrsta liðið í NBA-deildinni í vetur sem nær því að vinna leik þrjú kvöld í röð en Thunder vann þá 108-96 sigur á San Antonio Spurs. Los Angeles Lakers hélt áfram góðu gengi sínu á heimavelli og Ricky Rubio er að slá í gegn hjá Minnesota Timberwolves. 9.1.2012 09:00