Handbolti

Snorri Steinn: Ekki víst að ég komi á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi í mars í fyrra.
Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu gegn Þýskalandi í mars í fyrra. Mynd/Vilhelm
Þrátt fyrir þær fregnir sem bárust fyrr í dag þess efnis að Snorri Steinn Guðjónsson væri á leið til landsins á morgun er ekki endilega víst að hann muni nýta flugmiðann sem var bókaður fyrir hann.

Snorri Steinn og kona hans eignuðust dóttur um helgina og hefur hann af þeim ástæðum ekkert getað æft með liðinu í undirbúningi þess fyrir EM í Serbíu. Ísland mætir Finnlandi í æfingaleik á föstudagskvöldið og mætir svo Króatíu í fyrsta leik á EM á mánudag.

„Það er ekki hundrað prósent að ég komi heim á morgun," sagði Snorri Steinn í viðtali við Fréttablaðið sem birist í heild sinni á morgun. „Ég er með flugmiða en hef ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort að ég komi."

Hann sagði þó að þátttaka hans á EM í Serbíu væri ekki háð því hvort hann kæmi heim á morgun eða ekki. Hann muni taka ákvörðun um framhaldið í samráði við Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara.


Tengdar fréttir

Snorri Steinn kemur til landsins á morgun

Það hefur nú verið staðfest að Snorri Steinn Guðjónsson kemur til landsins á morgun og nær því í endasprettinn á undirbúningi handboltalandsliðsins fyrir EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×