Handbolti

Snorri Steinn kemur til landsins á morgun

Snorri í leik með AG.
Snorri í leik með AG.
Það hefur nú verið staðfest að Snorri Steinn Guðjónsson kemur til landsins á morgun og nær því í endasprettinn á undirbúningi handboltalandsliðsins fyrir EM.

Unnusta Snorra fæddi stúlkubarn um síðustu helgi og Snorri hefur því ekki átt þess kost að taka þátt í undirbúningnum.

Snorri verður þó ekki lengi á landinu því landsliðið fer utan til Serbíu á laugardag og fyrsti leikur liðsins á EM er síðan á mánudag.

Þetta er mjög góð tíðindi fyrir íslenska liðið enda er Snorri algjör lykilmaður sem liðið má illa við því að missa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×