Handbolti

Lærisveinar Patreks unnu mikilvægan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Patrekur Jóhannesson.
Patrekur Jóhannesson. Mynd/Stefán
Landslið Austurríkis er í góðri stöðu í forkeppni HM 2013 eftir sigur á Ísrael á útivelli í kvöld, 40-31. Liðið er því með annan fótinn í undankeppninni sem fer fram í vor.

Austurríki er í riðli með Bretlandi og Ísrael í forkeppninni en eitt lið kemst áfram í undankeppninni. Austurríki vann Breta í tvígang í upphafi mánaðarins og er því með fullt hús stiga eftir þrjá leiki af fjórum.

Austurríkismenn taka á móti Ísraelum á laugardaginn og mega semsagt tapa með átta marka mun til að komast áfram.

Patrekur var ráðinn landsliðsþjálfari Austurríkis í haust og fer vel af stað með liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×