Fleiri fréttir

Magnað sigurmark hjá Nepal

Knattspyrnulandslið Nepal er ekki alltaf í heimsfréttunum en magnað sigurmark Sagar Thapa í leik gegn Bangladesh kom þeim í fréttirnar. Markið var rándýrt og kom á 95. mínútu.

Bolton áfrýjaði rauða spjaldinu

Owen Coyle, stjóri Bolton, var afar ósáttur við rauða spjaldið sem Gary Cahill, varnarmaður liðsins, fékk í leiknum gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Félagið hefur áfrýjað spjaldinu.

Auðvelt hjá Rúrik og félögum

Rúrik Gíslason og félagar í OB völtuðu yfir lið Hallgríms Jónassonar og Eyjólfs Héðinssonar, SönderjyskE, í danska boltanum í kvöld. Lokatölur 0-4.

Vettel vill verja titilinn á næsta ári

Formúlu 1 meistarinn Sebastian Vettel vill verja Formúlu 1 meistaratitilinn á næsta ári með Red Bull liðinu. Vettel sagði þetta á verðlaunaafhendingu í London í gærkvöldi, en fyrr um helgina hafði hann keppt í kappaksturskeppni meistaranna í Þýskalandi. Vettel varð meistari Formúlu 1 ökumanna í ár og Red Bull liðið tryggði sér meistaratitil bílasmiða.

Sunnudagsmessan: Steve Bruce kvaddur

Steve Bruce varð fyrir helgi fyrsti knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem fékk að taka poka sinn á tímabilinu. Hann var kvaddur með virktum í Sunnudagsmessunni í Stöð 2 Sport um helgina.

Zlatan: Ég er bestur í heimi

Svíinn Zlatan Ibrahimovic segist ekki þurfa verðlaun á borð við Gullbolta FIFA til að sýna að hann sé besti leikmaður heims. Hann sé sannfærður um það sjálfur.

Sunnudagsmessan: Lampard rak sig í

Frank Lampard var greinilega ósáttur við að Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, hafi tekið sig af velli í 3-0 sigrinum á Newcastle um helgina.

Birgir Leifur komst ekki áfram

Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki áfram á næsta stig úrtökumótaraðarinnar fyrir Evrópumótaröðina í golfi. Hann lék á einu höggi undir pari í dag og lauk keppni í 42.-49. sæti.

Sunnudagsmessan: Rautt spjald á Cahill

Sérfræðingarnir í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport skoðuðu rauða spjaldið sem Stuart Atwell dómari gaf Gary Cahill, leikmanni Bolton í leiknum gegn Tottenham um helgina

Messi, Ronaldo og Xavi koma til greina

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur tilkynnt að þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Xavi Hernandez hafi orðið í þremur efstu sætunum í árlegu kjöri um knattspyrnumann ársins í heiminum.

Skemmtikvöld SVFK 9. desember

Það verður Opið Hús, svokallað skemmtikvöld, haldið í sal félagsins að Hafnargötu 15 föstudaginn 9. desember kl. 20.

Segir Selfossvirkjun hafa mikil áhrif á göngufisk

Út er komin skýrsla Veiðimálastofnunar um áhrif virkjunar við Selfoss á fiskistofna á vatnasvæði Hvítár- og Ölfusár. Nákvæm útfærsla virkjunar liggur ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdaraðila, Selfossveitum, yrði vatni Ölfusár veitt með stíflu tengt brúarmannvirki við Efri-Laugardælaeyju og leitt þaðan um göng eða skurð til virkjunar á vesturbakka árinnar og með útfalli til farvegs Ölfusár neðan við byggðina á Selfossi.

Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði

Grein um Stóru Laxá eftir þýska veiðimanninn Mawill Lüdenbach hefur verið birt í þýska veiðiblaðinu Scale Fly & Spin Fishing. Mawill og félagi hans Eric Cullin komu hér í heimsókn í byrjun september og veiddu í fjóra daga í Stór Laxá.

McLeish ætlar ekki að gefast upp

Alex McLeish, stjóri Aston Villa, skilur vel gremju áhorfenda í sinn garð en ætlar ekki að gefast upp þrátt fyrir mótlætið.

HM 2011: Ótrúlegar sveiflur í íslenska riðlinum

Íslenska liðið og önnur í A-riðli fá kærkomið frí á HM í handbolta í dag en mótið fer fram í Brasilíu. Ótrúlegar sveiflur hafa verið á milli leikja á fyrstu tveimur keppnisdögunum.

Frábært skallamark Heiðars og öll önnur mörk helgarinnar á Vísi

Heiðar Helguson skoraði sitt sjötta mark í síðustu sjö leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni er QPR gerði 1-1 jafntefli við West Brom um helgina. Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Bikarlið Valsmanna fékk stóran skell - myndir

Bikarmeistarar Valsmanna, sem voru búnir að komast í bikarúrslitaleikinn fjögur ár í röð og höfðu þar af lyft bikarnum í þrígang, fengu slæma útreið á móti Haukum í átta liða úrslitum Eimskipsbikarsins á Hlíðarenda í gær.

Anna Úrsúla: Bara einhver vitlaus hjátrú hjá mér

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir getur ekki horft á liðsfélagana taka vítaköstin á Heimsmeistaramótinu í handbolta kvenna í Brasilíu. Línumaðurinn sterki snýr alltaf baki í vítaskyttuna og vonar það besta.

Peter Öqvist: Nokkrir riðlar hefðu verið auðveldari fyrir okkur

Íslenska karlalandsliðið lenti í nær hreinræktuðum austur-evrópskum riðli þegar dregið var í undankeppnina fyrir komandi Evrópukeppni landsliða í körfuknattleik í höfuðstöðum FIBA Europe í gær. Ísland er í sex liða riðli en leikið verður heima og að heiman dagana 15. ágúst til 11. september næstkomandi. Með Íslandi í riðli eru Serbía, Ísrael, Svartfjallaland, Eistland og Slóvakía.

Bullock með tröllatölur í DHL-höllinni

Grindvíkingar héldu sigurgöngu sinni áfram og tryggðu sér Lengjubikarinn í DHL-höllinni um helgina. Grindvíkingar, sem voru búnir að vinna alla fimmtán leiki sína í vetur fyrir úrslitaleikinn, lentu í kröppum dansi á móti Keflavík í úrslitaleiknum.

HM 2011: Myndasyrpa frá tapleiknum gegn Angóla

Íslenska kvennalandsliðið tapaði gegn Angóla, 28-24, á heimsmeistaramótinu í handbolta í Brasilíu í gær. Leikmenn Íslands leyndu ekki vonbrigðum sínum með úrslitin. Angóla í betri stöðu en Ísland þegar kemur að sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

HM 2011: Við gerðum ekki það sem lagt var upp með

„Það er of erfitt að ráða í þessa leikmenn sem við vorum að mæta. Það er ekki oft sem við spilum gegn liðum sem leika svona handbolta. Við gerðum ekki það lagt var upp með og þær skoruðu nánast að vild,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eftir 28-24 tapleikinn gegn Angóla.

Hrafnhildur: Þetta var ömurlegur dagur

„Mér líður skelfilega og vill biðjast innilegar afsökunar heim því þetta var ömurlegt," sagði Hrafnhildur Skúladóttir, fyrirliði íslenska liðsins, í viðtali við Sigurð Elvar Þórólfsson á Stöð 2 Sport eftir 24-28 tap á móti Angóla á HM í Brasilíu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Angóla 24-28

Íslenska kvennalandsliðið náði sér aldrei á strik gegn Afríkumeistaraliði Angóla í öðrum leiknum á heimsmeistaramótinu í handknattlek í Brasilíu í kvöld. Flest fór úrskeiðis hjá liðinu. Varnarleikurinn var slakur og leikmenn gerðu gríðarlega mörg mistök í sóknarleiknum. Angóla sigraði 28-24 og er með pálmann í höndunum um að komast í 16-liða úrslit en staða Íslands versnaði til muna því Angóla er með betri stöðu í innbyrðisviðureigninni. Og það gæti reynst dýrkeypt þegar uppi er staðið.

Fabregas: Við hræðumst ekki Real Madrid

Cesc Fabregas skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann 5-0 sigur á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en framundan er El Clasico leikurinn á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu um næstu helgi.

Tiger Woods vann sinn sitt fyrsta mót í 749 daga

Tiger Woods tryggði sér í kvöld sigur á Chevron World Challege mótinu í golfi sem fór fram í Kaliforníu. Zach Johnson var með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn en Woods lék á þremur höggum undir pari í dag og tryggði sér langþráðan sigur.

Haukur og félagar með nauman heimasigur

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í Assignia Manresa unnu 80-75 sigur á Blancos de Rueda Valladolid í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld. Manresa-liðið er nú í 5. sæti deildarinnar með 5 sigra í 10 leikjum en Valladolid er áfram á botninum.

Norðmenn niðurlægðu Kínverja | ótrúlegir yfirburðir

Norðmenn sýndu styrk sinn strax frá upphafi þegar liðið mætti milljarðaþjóðinni Kína í A-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta í Santos í Brasilíu í kvöld. Algjörir yfirburðir hjá Þóri Hergeirssyni og liði hans en Selfyssingurinn er þjálfari norska liðsins. Lokatölur 43-16 og fyrsti sigur Noregs á þessu móti staðreynd en liðið tapaði gegn Þjóðverjum í gær.

Þórir hafði betur gegn Degi og Alexander

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Vive Targi Kielce skelltu þýska stórliðinu Füchse Berlin 32-29 í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag. Þórir skoraði fjögur mörk fyrir Kielce og Alexander 6 fyrir Füchse Berlin. Dagur Sigurðsson þjálfar þýska liðið.

Óskar Bjarni: Þetta var hörmung

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka.

Valskonur stoppuðu sigurgöngu Hauka - stigaskor í leikjum dagsins

Valskonur eru aðeins að taka við sér í Iceland Express deild kvenna en Valur vann fjögurra stiga sigur á Haukum, 83-79, eftir framlengdan leik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Haukakonur voru búnar að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn og báða leikina við Val á tímabilinu.

Fram þurfti að hafa fyrir Stjörnunni 2

Fram tryggði sér sæti í undanúrslitum Eimskipsbikars karla með sex marka sigri á Stjörnunni 2 34-28. Sigur Fram var öruggur en Stjarnan 2 var aldrei langt undan og hélt Fram við efnið allan leikinn.

Aron með fimm mörk í útisigri á Montpellier

Aron Pálmsson átti góðan leik þegar Kiel vann 34-31 útisigur á Montpellier í Meistaradeildinni í dag. Aron skoraði fimm mörk í leiknum en Kiel-liðið náði að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleiknum.

Ótrúleg endurkoma Snæfellskvenna - Sigrún með þrennu í léttum sigri KR

Snæfell og KR fögnuðu sigrum í Iceland Express deild kvenna í dag. KR vann öruggan 103-63 sigur á botnliði Fjölnis en Snæfell þurfti frábæran fjórða leikhluta til þess að landa þriggja stiga sigri á Hamar í Hveragerði. KR komst upp í 3. sætið með sigrinum en Snæfell komst upp að hlið Hauka í 4. til 5. sæti.

Svartfjallaland vann Þjóðverja | allt í járnum í A-riðli

Það var greinilegt að hið gríðarlega sterka lið Svartfjallalands hafði vaknað upp að værum blundi eftir 22-21 tap liðsins gegn „litla“ Ísland í opnunarleik A-riðilsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Svartfjallalandi er spáð mikilli velgengni á þessu móti og í dag sýndi liðið góða takta í 25-24 sigri liðsins gegn Þjóðverjum í Arena Santos hér í Brasilíu.

Slæmt tap hjá AZ Alkmaar

Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar steinlágu óvænt 1-5 á móti Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. AZ Alkmaar var með þriggja stiga forskot á toppnum fyrir leikinn og var aðeins búið að tapa einum leik á tímabilinu.

Sjá næstu 50 fréttir