Fótbolti

AEK að standa sig án Eiðs Smára | Fóru á toppinn í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
AEK Aþena komst á topp grísku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið vann 1-0 sigur á Kerkyra á heimavelli sínum. Það var Steve Leo Beleck sem skoraði sigurmarkið á 75. mínútu leiksins.

AEK Aþena er með 25 stig eftir tólf leiki og hefur eins stigs forskot á Olympiakos sem á reyndar leik inni. Panathinaikos er síðan í 3. sætinu með 23 stig en á tvo leiki inni á AEK.

Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki spilað með AEK síðan að hann fótbrotnaði í leik á móti Olympiacos 15. október. AEK tapaði fyrsta leiknum án hans en hefur síðan unnið 4 af síðustu 5 og sigurinn í kvöld var sá þriðji í röð.

Elfar Freyr Helgason var ekki í leikmannahópi AEK í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×