Óskar Bjarni: Þetta var hörmung Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 20:12 Óskar Bjarni Óskarson. Mynd/Stefán Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni