Fleiri fréttir

Mancini dæmdur í fangelsi í Mílanó

Mancini, fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómara í Mílanó fyrir að nauðga brasilískri stúlku í partý á vegum Ronaldinho sem fram fór í desember í fyrra.

Hreinn úrslitaleikur hjá Keflavík og Njarðvík í kvöld

Keflavík og Njarðvík mætast í kvöld í lokaumferð riðlakeppni Lengjubikars karla en í boði er sæti í undanúrslitum Lengjubikarsins í DHL-höllinni um næstu helgi. Grindavík og Snæfell hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitunum og Þór úr Þorlákshöfn fer þangað líka með sigri á Skallagrími í kvöld.

Helena með 29 stig í stórsigri Englanna

Helena Sverrisdóttir átti sinn besta leik til þessa með Good Angels Kosice þegar liðið vann 115-53 sigur á MBK Región Roznava í slóvakísku deildinni í körfubolta um helgina.

AC Milan mun bara reyna að fá Tevez á láni

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, viðurkenndi það í viðtali við ítalska stórblaðið Gazetta dello Sport að ítalska félagið muni ekki geta keypt Carlos Tevez frá Manchester City.

NBA-liðin munu öll spila einu sinni þrjú kvöld í röð

Það verður mikið leikjaálag á NBA-liðunum á nýja tímabilinu sem hefst væntanlega 9. desember næstkomandi en nú er farið að leka út hvernig tímabilið verður sett upp. Forráðamenn NBA-deildarinnar þurfa að koma fyrir 66 leikjum á tæpum fimm mánuðum.

Upptaka af erindi um lax og virkjanir

Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011.

Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.

Ólafur Stefánsson: Hnéð mitt öskraði á mig

Ólafur Stefánsson lék sinn fyrsta heimaleik með AG kaupamannahöfn í gær og átti þá mjög góðan leik þegar liðið vann 30-29 sigur á spænska liðinu Ademar Leon í Meistaradeildinni. Ólafur var í byrjunarliðinu, skoraði sex mörk í leiknum og menn komust svo að orði að það væri ekki að sjá að hann hefði verið frá í langan tíma.

Efri svæðin í Elliðánum voru léleg á liðnu sumri

Það er alltaf skemmtilegt að glugga í ársskýrslu SVFR. Margt fréttnæmt og forvitnilegt þar að finna, t.d. í skýrslum árnefnda, en þar má stundum sjá athyglisverða þróun mála í einstökum ár og vötnum.

Ný stjórn SVFR

Á aðalfundi SVFR sem er nýlokið var kosið til stjórnar félagsins. Sitjandi stjórnarmenn héldu sæti sínu auk þess sem að Hörður Birgir Hafsteinsson hlaut kosningu.

VSK á veiðileyfi?

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor skrifaði grein í fréttablaðið sl. föstudag sem vakið hefur mikla athygli. Víkur hann að skattlagningu á lax- og silungsveiðileyfi.

Fyrir þá sem misstu af enska boltanum um helgina - allt inn á Vísi

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit yfir alla leiki helgarinnar inn á Vísi. Inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi er eins og vanalega að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Savage táraðist í sjónvarpssal: Það elskuðu allir Gary Speed

Robbie Savage var í vinnunni hjá BBC þegar hann frétti af því að vinur sinn Gary Speed hafði tekið sitt eigið líf í gær. Savage veitti viðtal um félaga sinn þótt að hann hafi augljóslega átt erfitt með sig enda táraðist hann í enda viðtalsins.

Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið.

Terry misst af milljarði í tekjur vegna hneykslismála

Markaðssérfræðingar hafa reiknað út að enski landsliðsfyrirliðinn, John Terry, hafi orðið af tekjum upp á rúman milljarð vegna vandræða utan vallar. Terry hefur lent í nokkrum hneykslismálum á ferlinum og það hefur orðið til þess að stórfyrirtæki hafa ekki mikinn áhuga á að vinna með leikmanninum.

Ævintýrið á enda hjá bandarísku Samóa-eyjunum

Draumur bandarísku Samóa-eyjanna um að komast áfram í undankeppni HM dó í nótt þegar liðið tapaði, 1-0, gegn nágrönnum sínum frá Samóa-eyjunum. Þetta var lokaleikur liðsins í undankeppninni.

Given grét fyrir leik

Shay Given, markvörður Aston Villa, réð ekki við tilfinningar sínar fyrir leikinn gegn Swansea í dag og grét þegar áhorfendur minntust Gary Speed sem féll frá á sviplegan hátt fyrr í dag.

Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert

Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða.

Webber: Alltaf gaman að vinna

Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1.

Þórir og félagar stóðu í Atletico Madrid

Þórir Ólafsson og félagar í pólska liðinu Kielce veittu spænska stórliðinu Atletico Madrid óvænta mótspyrnu er liðin mættust í Meistaradeildinni í kvöld en leikið var í Madrid. Heimamenn höfðu að lokum eins marks sigur, 28-27.

Dalglish svekktur að fá aðeins eitt stig

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, var afar ánægður með frammistöðu síns liðs gegn Man. City í dag þó svo hann hefði eðlilega viljað fá öll stigin í leiknum.

Webber vann í Brasilíu

Mark Webber hjá Red Bull varð hlutskarpastur í Brasilíukappakstrinum í Formúlunni í dag. Þetta var lokamót tímabilsins og fyrsti sigur Webber.

Ólafur og Snorri Steinn fóru á kostum

Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson fóru á kostum í danska liðinu AG sem komst í efsta sæti D-riðils Meistaradeildarinnar í dag. AG lagði spænska liðið Ademar Leon, 30-29, í háspennuleik. Ólafur skoraði sex mörk í leiknum Snorri fjögur og Guðjón Valur eitt.

Helgi Már hetja 08 Stockholm

Helgi Már Magnússon var hetja 08 Stockhom HR í dag þegar hann skoraði sigurkörfuna gegn Örebro. Karfan kom fjórum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Stockholm tveggja stiga sigur, 66-68.

Alexander og Þórir í beinni á EHF TV í dag

Íslendingaliðin Füchse Berlin og Kielce eru á ferðinni í Meistaradeildinni í dag og leikir beggja liða verða í beinni sjónvarpsútsendingu á sjónvarpsstöð EHF.

Man. City mun leggja fram risatilboð í van Persie

Enska knattspyrnufélagið Manchester City mun leggja allt í sölurnar til að klófesta Robin van Persie, leikmann Arsenal, en Hollendingurinn hefur verið sjóðandi heitur fyrir framan markið að undanförnu.

Ferill Gary Speed í myndum

Gary Speed, landsliðsþjálfari Wales, lést í nótt og er óhætt að segja að knattspyrnuheimurinn sé í áfalli vegna þessara tíðinda. Hinn viðkunnalegi Speed sást síðast opinberlega í sjónvarpi í gær.

Sjá næstu 50 fréttir