Enski boltinn

Minningarreitir um Gary Speed að myndast út um allt Bretland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Gary Speed heitinn eignaðist marga vini og aðdáendur í fótboltanum og hans hefur verið minnst út um allt England og Wales í dag. Speed tók eins og kunnugt er sitt eigið líf í gærmorgun.

Speed spilaði með mörgum liðum á sínum ferli og stuðningsmenn þeirra hafa útbúið minningarreiti um Speed fyrir framan sína velli. Allstaðar hafa menn talað um hversu góður maður Speed var og hversu mikið þessar fréttir komu á óvart.

Það má sjá svona minningarreiti fyrir utan Elland Road (Leeds), Goodison Park (Everton), St James' Park (Newcastle), Bramall Lane (Sheffield United), Reebok Stadium (Bolton) og svo fyrir framan aðsetur knattspyrnusambands Wales þar sem hann starfaði síðast sem landsliðsþjálfari.

Vísir hefur nú tekið saman myndir frá myndaveitunum Getty og AFP þar sem sjá má hvernig Bretar minnast Gary Speed út um allt land. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×