Upptaka af erindi um lax og virkjanir Karl Lúðvíksson skrifar 28. nóvember 2011 11:58 Mynd af www.svak.is Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011. Fyrirlesturinn var á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Efnt var til fyrirlestrarins vegna þess að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Athyglin beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá. Dr. Filardo hefur í tvo áratugi verið leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám. Hjá Fish Passage Center í Oregon-fylki eru rannsakaðar gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska og veitt ráðgjöf um gerð fiskvega í ám sem hafa verið virkjaðar til raforkuframleiðslu. Auk dr. Filardo tóku þeir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, og Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, til máls á fyrirlestrinum. Hljóðupptöku af fyrirlestrinum ásamt glærum má nú nálgast á upptökuvef Háskóla Íslands. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði
Fjöldi manns sótti fyrirlestur dr. Margaret J. Filardo, forstöðumanns Fish Passage Center í Oregon-fylki í Bandaríkjunum, um lífsskilyrði laxastofna í virkjuðum ám. Fyrirlesturinn fór fram í Háskólabíói 3.11.2011. Fyrirlesturinn var á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands, Stofnunar Sæmundar fróða og NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna. Efnt var til fyrirlestrarins vegna þess að nú stendur yfir opið umsagnarferli um drög að þingsályktun um verndun og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Athyglin beinist m.a. að villtu laxa- og sjóbirtingsstofnunum í Þjórsá og áhrifum virkjana í neðri hluta árinnar á þá. Dr. Filardo hefur í tvo áratugi verið leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám. Hjá Fish Passage Center í Oregon-fylki eru rannsakaðar gönguleiðir seiða og fullorðinna fiska og veitt ráðgjöf um gerð fiskvega í ám sem hafa verið virkjaðar til raforkuframleiðslu. Auk dr. Filardo tóku þeir Óli Grétar Blöndal Sveinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, og Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur hjá Veiðimálastofnun, til máls á fyrirlestrinum. Hljóðupptöku af fyrirlestrinum ásamt glærum má nú nálgast á upptökuvef Háskóla Íslands. Birt með góðfúslegu leyfi SVAK
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Þverá og Kjarrá opna með ágætum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn Veiði Farið að sjást í fyrstu laxagöngurnar Veiði Flott opnun í Leirá Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Ein sú vinsælasta í urriðann á Þingvöllum Veiði Ný mynd um lífsgöngu laxa á leið í bíó Veiði