Fleiri fréttir

Veiðin í Reykjadalsá 2011

Veiðin í Reykjadalsá í Borgarfirði þetta árið einnkenndist af miklum vatnsskorti þar sem lítið sem ekkert rigndi í Borgarfirðinum allan veiðitímann. Laxinn var mættur í ána um mánaðamótin júní/júlí og var þó nokkuð af fiski í ánni þótt vatnsskorturinn hefði þau áhrif að fiskurinn tók frekar illa og faldi sig víða undir bökkum og slýi. Undantekningin frá þessu ástandi voru miklar rigningar í lokunarhollinu með tilheyrandi vatnavöxtum. Þótt lítið sem ekkert væri hægt að veiða frá Rauðsgili, sem er veiðstaður nr. 22, og niður úr sökum aurburðar þá náðust á land 23 laxar. Fullt var af fiski á þeim stöðum þar sem hægt var að kasta.

Lokatölur úr ánum og vangaveltur

Eins og fram hefur komið þá var laxasumarið 2011 það sjötta besta frá upphafi skráninga skv bráðabirgðatölum frá VMSt. VoV hefur tekið saman allar þær lokatölur sem komist hefur verið yfir. Ekki tæmandi listi, en hér kennir margra grasa.

Nýtt framboð til stjórnar SVFR

Í gærkveldi barst skrifstofu SVFR framboð frá Herði Birgi Hafsteinssyni félaga nr. 2127 til stjórnar á aðalfundi félagsins þann 26. nóvember.

Arnór í Kaupmannahöfn í þrjú ár til viðbótar

Arnór Atlason, fyrirliði AG Kaupmannahafnar, verður áfram í herbúðum liðsins í þrjú ár til viðbótar eftir að núverandi tímabili lýkur. Hann skrifaði undir samning í gær sem gildir til 2015.

Sóknarleikurinn heillandi

Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar.

Stjörnumenn hafa hækkað sig um heilt Íslandsmót

Stjörnumenn komu mikið á óvart í sumar þegar litið er á spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara fyrir mót. Stjörnuliðinu var spáð 10. sætinu en var síðan aðeins hárbreidd frá því að ná þriðja sætinu, sem hefði gefið sæti í Evrópukeppni.

Ingimundur: Get verið fljótur að bæta aftur á mig kílóum

Ingimundur Ingimundarson, leikmaður Fram og íslenska landsliðsins, hefur verið duglegur við að létta sig síðustu vikur og mánuði svo eftir því var tekið. Hann sneri aftur heim til Íslands úr atvinnumennskunni í sumar og hefur lagt ríka áherslu á að halda sér í sem allra bestu formi.

Smá mistök hjá starfsmönnum Old Trafford

Man. Utd sýndi Sir Alex Ferguson mikinn virðingarvott um síðustu helgi þegar félagið nefndi norðurstúkuna á Old Trafford í höfuðið á Sir Alex Ferguson.

Leikmenn Aston Villa í herþjálfun

Það er mikið lagt upp úr því í herbúðum Aston Villa að leikmenn liðsins séu í formi. Því fengu leikmenn að kennast þegar hermenn tóku leikmenn liðsins í almennilega Boot Camp-æfingu.

Arshavin hótar að yfirgefa Arsenal

Þó svo Rússinn Andrei Arshavin hafi viðurkennt að spilamennskan sé ekki upp á það besta hjá sér þá er hann samt ósáttur við að vera á bekknum. Rússinn hefur hótað því að yfirgefa Arsenal ef hann verður áfram límdur á bekknum.

Valur Fannar til Hauka

Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Arsenal og Bayern berjast um Reus

Arsenal er þessa dagana í harðri baráttu við Bayern Munchen um þjónustu framherjans Marco Reus sem spilar með Borussia Mönchengladbach.

Bosingwa: Bento er vanhæfur landsliðsþjálfari

Bakvörðurinn Jose Bosingwa er hættur að spila með portúgalska landsliðinu. Hann er afar ósáttur við þjálfarann, Paulo Bento, og mun ekki spila aftur meðan hann þjálfar liðið.

Neymar framlengdi við Santos til 2014

Það verður ekkert af því að Brasilíumaðurinn Neymar fari til Spánar í janúar því hann skrifaði undir nýjan samning við Santos í dag.

Gunnar Örn samdi til tveggja ára við Stjörnuna

Gunnar Örn Jónsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Stjörnunnar. Gunnar kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

76 prósent Bandaríkjamanna sakna ekki NBA-deildarinnar

Í dag er að margra mati úrslitdagur í NBA-deilunni eftir að David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, setti leikmannasamtökunum afarkosti um að taka nýjasta tilboði eigendanna því annars yrði næsta tilboð mun óhagstæðara fyrir þá.

Búið að fresta leik FH og Hauka

Búið er að fresta stórleik FH og Hauka vegna sviplegs fráfalls manns úr Hafnarfirði. Leikurinn átti að fara fram í Krikanum á morgun.

Þorgerður Anna aftur inn í landsliðið - HM-æfingahópurinn valinn

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 21 leikmann til undirbúnings fyrir HM í handbolta í Brasilíu sem fram fer nú í desember. Spilaðir verða tveir æfingaleikir við landslið Tékka 25. og 26. nóvember í Vodafone höllinni. Eftir þá leikir verða valdir þeir 16 leikmenn sem fara til Brasilíu.

Gunnar Örn á leiðinni í Stjörnuna

Stjörnumenn hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem þeir munu kynna til leiks nýja leikmenn félagsins og einnig munu einhverjir núverandi leikmenn skrifa undir nýjan samning við félagið.

Gunnar líklega á leið í Vesturbæinn

Gunnar Kristjánsson hefur fengið sig lausan frá Pepsi-deildarliði FH. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Hafnarfjarðarliðið.

Capello missir af brúðkaupi sonar síns

Fabio Capello er eflaust ekkert sérstaklega sáttur eftir að ákveðið var að færa landsleik Englands og Spánar frá föstudegi yfir á laugardag. Hann mun fyrir vikið missa af brúðkaupi sonar síns.

Kobe óttast kjarnorkuvetur í NBA-deildinni

Kobe Bryant hefur verið að blanda sér í NBA-deiluna að undanförnu eftir að hafa haldið sér til hlés fyrstu 130 dagana í deilunni en það þykir mörgum benda til alvarleika stöðunnar.

Tevez stakk af til Argentínu í leyfisleysi

Carlos Tevez á von á frekari sektum frá Manchester City eftir að hann stakk af til Argentínu í leyfisleysi. Tevez flaug til Argentínu í gær eftir að hafa ákveðið að sætta sig við sekt upp á tveggja vikna laun fyrir að neita að hita upp í Meistaradeildarleik í München.

Fórnarlamb Rooney: Ég sendi ekkert bréf til UEFA

Miodrag Dzudovic, sá sem Wayne Rooney sparkaði niður í Svartfjallandi og fékk rautt spjald fyrir, segir ekkert vera til í þeim fréttum að hann hafi sent bréf til UEFA þar sem að hann hafi talað máli Rooney.

Björgvin Páll: Feginn að losna við aðgerðina

Eftir allar meiðslsfréttirnar af Strákunum okkar er landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson loksins farinn að fá góðar fréttir. Björgvin Páll Gústavsson gat nefnilega tekið gleði sína á nýjan leik eftir fund með lækni á mánudaginn.

Tómas bíður eftir símtali frá Fram

Tómas Leifsson er samningslaus en hann hefur verið á mála hjá Fram undanfarin tvö ár. Hann vill ræða við Fram áður en hann skoðar aðra möguleika.

Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot

Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa.

Grosjean fær tækifæri á æfingum með Renault

Heimsmeistarinn í GP 2 mótaröðinni 2011, Romain Grosjean mun aka með Renault liðinu á æfingu á föstudegi í þeim tveimur Formúlu 1 mótum sem eftir eru. Næsta mót er í Abú Dabí um næstu helgi. Grosjean er varaökumaður Renault liðsins, en Bruno Senna og Vitaly Petrov eru aðalökumenn þess.

Sjá næstu 50 fréttir