Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2025 18:52 Arnar Pétursson sést hér fagna sigri í hlaupinu í gær eftir endasprett á móti þeim Stefáni Pálssyni og Þorsteini Roy Jóhannssyni. Hann útskýrði sitt mál eftir að hafa verið dæmdur úr leik. @armannfrjalsar/@arnarpeturs Ármenningar hafa nú svarað gagnrýndi margfalds Íslandsmeistara sem var dæmdur úr leik í Íslandsmeistarahlaupi í gærkvöldi. Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira
Blikinn Arnar Pétursson kom fyrstur í mark Íslandsmeistaramótinu í 10 kílómetra hlaupi í gær en það fór fram samhliða Aukakrónuhlaupi Ármanns. Sigurgleði Arnars var þó skammvinn því hann var dæmdur úr leik við komuna í mark. Arnar var mjög ósáttur og sagði sína hlið á málinu á samfélagsmiðlum í gær. Fór á staðinn þar sem hann var dæmdur fyrir að hlaupa út úr brautinni. Frjálsíþróttadeild Ármanns hefur nú sent frá sér yfirlýsingu vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025. „Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Þar kemur fram að það ætti ekki að fara framhjá reyndum hlaupara að hlaupið færi fram á göngustíg og að hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Arnar skaut á Ármenninga og rifjaði upp mistök í fyrra þegar hlaup var dæmt ógilt þar sem vegalengdin var ekki rétt. „Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands,“ segir í yfirlýsingunni sem má sjá alla hér fyrir neðan. Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Fréttatilkynning frá Frjálsíþróttadeild Ármanns vegna Aukakrónuhlaups Ármanns 2025 Frjálsíþróttadeild Ármanns hélt sitt árlega götuhlaup í gær þar sem almenn ánægja var með hlaupið meðal þeirra u.þ.b. 500 hlaupara, sem tóku þátt. Hlaupið var vottað af Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ) og um leið Meistaramót Íslands í 10 km hlaupi. Í hlaupinu kom upp atvik þar sem hlaupari steig út af auglýstri hlaupaleið, sem lá um malbikaðan göngustíg, inn á gras og stytti sér þar með leið. Yfirdómari hlaupsins, sem var á vegum FRÍ, varð vitni að atvikinu og dæmdi umræddan hlaupara úr leik. Dómarinn er ekki á vegum frjálsíþróttadeildar Ármanns heldur FRÍ þar sem málið er nú tekið fyrir. Í brautarlýsingunni var skýrt tekið fram að hlaupið færi fram á göngustíg, á þeim stað sem atvikið átti sér stað, og er reyndum hlaupurum vel kunnugt um slíkt fyrirkomulag. Hlaupahaldara bar því ekki skylda til að afmarka hlaupaleið með keilum eða borðum í hverri beygju. Í kjölfar dómsins sá fyrrnefndur hlaupari ástæðu til að rifja upp miður skemmtilegt atvik í sama hlaupi í fyrra þar sem mistök urðu við mælingu á hlaupaleið. Þá sem nú, var mælingin keypt af sérfræðingi í mælingum hlaupa, leiðin vottuð af FRÍ og lögð í samræmi við það. Frjálsíþróttadeild Ármanns harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur átt sér stað í garð hlaupsins og þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum deildarinnar sem koma að hlaupinu. Verkferlum verður hér eftir sem hingað til fylgt í samvinnu við Frjálsíþróttasamband Íslands. F.h. Frjálsíþróttadeildar Ármanns, Oddný Kristinsdóttir, formaður Björn Margeirsson, mótsstjóri Leó Gunnar Víðisson Gunnar Guðmundsson
Frjálsar íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Handbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Körfubolti Fleiri fréttir Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps á kostnað Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu Sjá meira