Sóknarleikurinn heillandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 07:30 Bjarni Jóhannsson þjálfaði Gunnar Örn Jónsson hjá Breiðabliki á sínum tíma. Þeir hittast nú á nýjan leik í Garðabænum. Fréttablaðið/Valli Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar. „Það var kominn tími á að skipta og fá að spila almennilega," sagði Gunnar um ástæður þess að hann ákvað að fara frá KR. „Ég fékk að spila mikið fyrstu tvö árin mín hjá KR en eftir að ég lenti í meiðslum árið 2010 urðu tækifærin færri og ég átti erfitt með að komast í liðið, sem var að spila mjög vel. Mér líst nú afar vel á að vera kominn hingað í Garðabæinn." Bjarni var ánægður með að fá Gunnar Örn í félagið og sagði að það myndi skerpa enn á sóknarleik liðsins. Smellpassar í liðið„Ég vil meina að hann smellpassi í okkar leikaðferð og þær áætlanir sem ég hef fyrir liðið," sagði Bjarni á blaðamannafundi Stjörnunnar í gær. „Koma hans eykur ekki bara samkeppnina í liðinu heldur einnig breiddina og gæðin. Við höfum ekki verið með nógu marga leikmenn í gegnum tíðina sem geta flokkast sem mjög sterkir knattspyrnumenn og þann þátt verðum við að styrkja, þó það væri ekki nema bara til þess eins að verja fjórða sætið á næsta ári." Hann segir einnig að með komu Gunnars Arnar verði liðið stöðugra. Þeir Daníel og Jóhann Laxdal, sem báðir eru varnarmenn, spiluðu stundum á hægri kantinum í sumar en með tilkomu Gunnars geti þeir einbeitt sér frekar að sínu. „Við vorum svolítið rokkandi í fyrra enda var liðið ekki næstum því fullmótað þegar mótið hófst í vor. Veturinn var okkur mjög erfiður og við vitum að ef Stjarnan ætlar sér að vera með í einhverri baráttu næsta sumar verðum við að vera með í henni strax frá upphafi." Gunnar Örn var ánægður með að heyra Bjarna tala á þessum nótum. „Ég þekki Bjarna vel og mér líst mjög vel á það sem hann hefur í hyggju. Ég vissi að ég væri leikmaður að hans skapi og það er spennandi sumar fram undan." Vörnin verður líka góðStjarnan hefur verið fyrst og fremst þekkt fyrir að skora mikið af mörkum undanfarin ár og leikir liðsins iðulega hin mesta skemmtun. „Það er rosalega spennandi að taka þátt í sóknarleik Stjörnunnar og hann heillar mig mjög mikið," bætti Gunnar við. „Auðvitað þarf að skerpa á varnarleiknum líka og ég veit að hann verður góður næsta sumar, með þá Laxdalbræður, Hörð Árnason, Tryggvi Bjarnason og fleiri. Þetta er hörkuvörn sem þarf bara að slípa aðeins til. Þegar það verður komið verður Stjarnan komið með afar sterkt lið." Stjörnuvöllur teppalagður upp á nýttAlmar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, tilkynnti í gær að knattspyrnuvöllur liðsins fengi nýtt gervigras fyrir næsta sumar og að það yrði af bestu mögulegu gerð. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, segir um byltingu að ræða. „Sérstaklega fyrir leikmennina. Það er himinn og haf á milli í gæðum á gamla grasinu og þess nýja. Með þessu er félagið að taka stórt framfaraskref en fram undan er heilmikil vinna í framtíðarskipulagi fyrir æfingasvæði Stjörnunnar og margar spennandi hugmyndir uppi á borðinu," sagði Bjarni. „En þessi breyting nú, að skipta um gras, er löngu tímabær." Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar. „Það var kominn tími á að skipta og fá að spila almennilega," sagði Gunnar um ástæður þess að hann ákvað að fara frá KR. „Ég fékk að spila mikið fyrstu tvö árin mín hjá KR en eftir að ég lenti í meiðslum árið 2010 urðu tækifærin færri og ég átti erfitt með að komast í liðið, sem var að spila mjög vel. Mér líst nú afar vel á að vera kominn hingað í Garðabæinn." Bjarni var ánægður með að fá Gunnar Örn í félagið og sagði að það myndi skerpa enn á sóknarleik liðsins. Smellpassar í liðið„Ég vil meina að hann smellpassi í okkar leikaðferð og þær áætlanir sem ég hef fyrir liðið," sagði Bjarni á blaðamannafundi Stjörnunnar í gær. „Koma hans eykur ekki bara samkeppnina í liðinu heldur einnig breiddina og gæðin. Við höfum ekki verið með nógu marga leikmenn í gegnum tíðina sem geta flokkast sem mjög sterkir knattspyrnumenn og þann þátt verðum við að styrkja, þó það væri ekki nema bara til þess eins að verja fjórða sætið á næsta ári." Hann segir einnig að með komu Gunnars Arnar verði liðið stöðugra. Þeir Daníel og Jóhann Laxdal, sem báðir eru varnarmenn, spiluðu stundum á hægri kantinum í sumar en með tilkomu Gunnars geti þeir einbeitt sér frekar að sínu. „Við vorum svolítið rokkandi í fyrra enda var liðið ekki næstum því fullmótað þegar mótið hófst í vor. Veturinn var okkur mjög erfiður og við vitum að ef Stjarnan ætlar sér að vera með í einhverri baráttu næsta sumar verðum við að vera með í henni strax frá upphafi." Gunnar Örn var ánægður með að heyra Bjarna tala á þessum nótum. „Ég þekki Bjarna vel og mér líst mjög vel á það sem hann hefur í hyggju. Ég vissi að ég væri leikmaður að hans skapi og það er spennandi sumar fram undan." Vörnin verður líka góðStjarnan hefur verið fyrst og fremst þekkt fyrir að skora mikið af mörkum undanfarin ár og leikir liðsins iðulega hin mesta skemmtun. „Það er rosalega spennandi að taka þátt í sóknarleik Stjörnunnar og hann heillar mig mjög mikið," bætti Gunnar við. „Auðvitað þarf að skerpa á varnarleiknum líka og ég veit að hann verður góður næsta sumar, með þá Laxdalbræður, Hörð Árnason, Tryggvi Bjarnason og fleiri. Þetta er hörkuvörn sem þarf bara að slípa aðeins til. Þegar það verður komið verður Stjarnan komið með afar sterkt lið." Stjörnuvöllur teppalagður upp á nýttAlmar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, tilkynnti í gær að knattspyrnuvöllur liðsins fengi nýtt gervigras fyrir næsta sumar og að það yrði af bestu mögulegu gerð. Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins, segir um byltingu að ræða. „Sérstaklega fyrir leikmennina. Það er himinn og haf á milli í gæðum á gamla grasinu og þess nýja. Með þessu er félagið að taka stórt framfaraskref en fram undan er heilmikil vinna í framtíðarskipulagi fyrir æfingasvæði Stjörnunnar og margar spennandi hugmyndir uppi á borðinu," sagði Bjarni. „En þessi breyting nú, að skipta um gras, er löngu tímabær."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Úlfurinn hans Alfreðs Gísla át skotin hjá Norðmönnum Handbolti Sló eitt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Sport Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Körfubolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira