Fleiri fréttir Nonni Mæju tryggði Snæfell sigur í framlengingu Snæfell vann í kvöld nauman sigur á Tindastóli, 93-93, í framlengdum leik í Lengjubikar karla. Jón Ólafur Jónsson tryggði sigurinn af vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. 30.10.2011 21:25 Lagerbäck og Heiðar hittust í dag Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hitti Heiðar Helguson eftir leik Tottenham og QPR í dag en mynd af þeim birtist á Twitter í dag. 30.10.2011 21:01 Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. 30.10.2011 20:53 Birkir skoraði tvö og Molde varð meistari Birkir Már Sævarsson átti stóran þátt í því að Molde tryggði sér í kvöld norska meistaratitilinn en hann skoraði tvö mörk í 6-2 sigri Brann á Rosenborg í kvöld. 30.10.2011 20:51 Bosingwa valinn aftur í landslið Portúgals Jose Bosingwa, bakvörðurinn öflugi í liði Chelsea, er aftur kominn í náðina hjá Paulo Bento, landsliðsþjálfara Portúgals. 30.10.2011 20:30 Cassano lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda Antonio Cassano, sóknarmaður AC Milan, var í gærkvöldi lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda eftir leik liðsins gegn Roma í gær. 30.10.2011 20:20 Snæfell lagði Hamar í Stykkishólmi Snæfell vann í dag sigur á Hamar í eina leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta, 80-70. Hamar er því enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar. 30.10.2011 20:07 Rio Ferdinand mun kannski leggja landsliðsskóna á hilluna Enski knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand veltir því nú fyrir sér að hætta með enska landsliðinu. Þessi fyrrverandi fyrirliði Englands mun á næstu dögum ákveða sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið. 30.10.2011 19:45 Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. 30.10.2011 19:43 Molde hársbreidd frá titlinum - Stefán skoraði Molde er hársbreidd frá því að tryggja sér norska meistaratitlinn en liðið þarf að bíða eitthvað enn eftir 2-2 jafntefli við Strömsgodset í kvöld. Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde. 30.10.2011 18:59 Sölvi skoraði en meiddist í Íslendingaslag Sölvi Geir Ottesen skoraði eitt mark sinna manna í FCK þegar að liðið vann 3-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni. Sölvi þurfti þó að fara meiddur af velli í seinni hálfleik. 30.10.2011 18:55 Gunnar Steinn hafði betur gegn Ásbirni Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur í liði sínu, Drott, sem vann nauman sigur á Ålingsas, 22-21, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 30.10.2011 18:30 Kiel vann nauman sigur á Füchse Berlin Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni eftir eins marks sigur á Füchse Berlin í dag, 33-32. 30.10.2011 18:07 Jóhann Berg kom inn á í sigurleik Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar styrktu í dag stöðu sína á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Heracles. 30.10.2011 17:27 Loksins tapaði Levante á Spáni Spænska liðið Levante mistókst í dag að endurheimta toppsæti úrvalsdeildarinnar þar í landi en liðið tapaði í dag fyrir Osasona, 2-0. Þetta var fyrsta tap Levante á leiktíðinni. 30.10.2011 16:57 Alfreð og Dagur mætast í bikarnum Dregið var í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í dag og fengu íslensku þjálfararnir þrír allir mjög erfitt verkefni. 30.10.2011 16:43 Feyenoord í tómu bulli - tapaði 6-0 fyrir Groningen Ófarir Feyenoord halda áfram í hollensku úrvalsdeildinni en í dag steinlá liðið fyrir Groningen, 6-0, á útivelli í dag. 30.10.2011 16:36 Alex Ferguson furðar sig á því að enn séu til kynþáttafordómar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, furðar sig á meintum kynþáttafordómum gagnvart leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. 30.10.2011 16:30 Viðureign Hauka og KFÍ frestað KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. 30.10.2011 16:16 Einar Ingi hafði betur gegn Ólafi Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt, Mors-Thy, sem vann átta marka sigur á Nordsjælland, 28-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. 30.10.2011 16:07 Redknapp nagar sig í handabakið fyrir að hafa selt Taarabt Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, sagði á dögunum að hann sé hræddur um að Adel Taarabt, leikmaður QPR, eigi eftir að reynast honum erfiður í leiknum um helgina, en Taarabt var um tíma leikmaður undir hans stjórn hjá Tottenham. 30.10.2011 14:30 Hönefoss meistari í norsku B-deildinni Þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson urðu í dag meistarar í norsku B-deildinni en þá fór lokaumferð tímabilsins fram. 30.10.2011 14:13 Whelan: Leikmenn eiga að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum Dave Whelan, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan, hefur aldrei legið á skoðunum sínum þótt umdeildar séu. Hann segir nú að knattspyrnumenn eigi að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum. 30.10.2011 13:30 Jón Arnór og Haukur Helgi töpuðu báðir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson töpuðu báðri með liðum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta nú um helgina. 30.10.2011 13:05 Leeds og Cardiff skildu jöfn Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði 1-1 jafntefli gegn Leeds á Elland Road, heimavelli Leeds, í ensku B-deildinni í dag. 30.10.2011 12:56 Nýr landsþjálfari Þýsklands ber mikla virðingu fyrir Degi Martin Heuberger segist bera mikla virðingu fyrir þeim árangri sem Dagur Sigurðsson hefur náð með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. 30.10.2011 12:15 Neymar skoraði fjögur í 4-1 sigri Brasilíumaðurinn Neymar er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heimsins og minnti hann aftur á sig í nótt er hann skoraði öll mörk sinna manna í 4-1 sigri Santos á Atletico Paranaense í Brasilíu í nótt. 30.10.2011 11:47 Ferdinand heyrði ekki hvað Terry sagði Anton Ferdinand hefur staðfest það sem haldið hefur verið fram í enskum fjölmiðlum alla vikuna - að hann vissi ekki hvað John Terry á að hafa sagt við hann fyrr en eftir að leik Chelsea og QPR lauk um síðustu helgi. 30.10.2011 11:46 Enn einn sigurinn hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. 30.10.2011 11:08 Dalglish: Vitum ekki hvað Gerrard verður lengi frá Kenny Dalglish sagði eftir leik Liverpool og Wolves í gær að það væri of snemmt að segja til um hversu lengi Steven Gerrard yrði frá keppni. 30.10.2011 11:00 FIFA-reglur gætu frelsað Tevez frá City Svo gæti farið að Carlos Tevez geti losnað undan samningi sínum frá Manchester City næsta sumar vegna reglugerðar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 30.10.2011 10:00 Leikmaðurinn sem Rooney sparkaði niður skrifaði Platini bréf Svartfellingurinn Miodrag Dzudovic segir að Wayne Rooney hafi ekki átt skilið þriggja leikja bann fyrir að sparka sig niður í leik sinna manna gegn Englandi í undankeppni EM 2012 í síðasta mánuði. 30.10.2011 08:00 Redknapp: Warnock gæti vel þjálfað enska landsliðið Harry Redknapp, sem helst hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Englands, telur að Neil Warnock, stjóri QPR, sé góður kostur í starfið. 30.10.2011 06:00 Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. 30.10.2011 00:01 Tottenham aftur upp í fimmta sætið Heiðar Helguson lagði upp mark QPR er lið hans mátti þola 3-1 tap fyrir Tottenham í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 30.10.2011 00:01 Mario Balotelli er engum líkur Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega. 29.10.2011 23:30 Mancini: Getum ekki alltaf skorað 4-5 mörk í leik Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. 29.10.2011 22:45 1-0 dugði Real Madrid Real Madrid fær að sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í nótt að minnsta kosti eftir 1-0 sigur á Real Sociedad í kvöld. 29.10.2011 21:54 Ferguson vill fá Gaitan til United Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé nú að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Nicolas Gaitan, miðjumann Benfica. 29.10.2011 21:30 Juventus hélt toppsætinu með sigri á Inter Juventus vann í kvöld 2-1 sigur á Inter sem er fyrir vikið en í bullandi vandræðum við fallsvæði deildarinnar. Juve er hins vegar enn taplaust og á toppi deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki. 29.10.2011 21:01 Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. 29.10.2011 20:27 Rúnar skoraði fjögur í naumu tapi Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk er lið hans, Bergischer HC, tapaði naumlega fyrir Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 32-31. 29.10.2011 20:09 Tap hjá Alfreð og Lokeren Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu sautján mínúturnar er lið hans, Lokeren, steinlá á heimavelli fyrir Kortrijk, 4-1, í belgísku úrvalsdeildinni í dag. 29.10.2011 20:05 Guðjón Árni á leið í FH Guðjón Árni Antoníusson er á förum frá Keflavík og mun líklega spila með FH-ingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. 29.10.2011 19:47 Kjartan Ágúst samdi við Fylki á ný Kjartan Ágúst Breiðdal, leikmaður Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á Fylkir.com. 29.10.2011 19:42 Sjá næstu 50 fréttir
Nonni Mæju tryggði Snæfell sigur í framlengingu Snæfell vann í kvöld nauman sigur á Tindastóli, 93-93, í framlengdum leik í Lengjubikar karla. Jón Ólafur Jónsson tryggði sigurinn af vítalínunni tveimur sekúndum fyrir leikslok. 30.10.2011 21:25
Lagerbäck og Heiðar hittust í dag Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, hitti Heiðar Helguson eftir leik Tottenham og QPR í dag en mynd af þeim birtist á Twitter í dag. 30.10.2011 21:01
Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Þ 95-94 eftir framlengingu KR vann Þór frá Þorlákshöfn 95-94 í DHL-höllinni í kvöld, en leikurinn var í A-riðli Lengjubikarkeppni KKÍ. Framlengja þurfti leikinn og var hann æsispennandi frá byrjun. KR-ingar eru því komnir í efsta sæti riðilsins með 4 stig, en aðeins fer eitt lið áfram í undanúrslit. Þórsarar eru sem fyrr með tvö stig. 30.10.2011 20:53
Birkir skoraði tvö og Molde varð meistari Birkir Már Sævarsson átti stóran þátt í því að Molde tryggði sér í kvöld norska meistaratitilinn en hann skoraði tvö mörk í 6-2 sigri Brann á Rosenborg í kvöld. 30.10.2011 20:51
Bosingwa valinn aftur í landslið Portúgals Jose Bosingwa, bakvörðurinn öflugi í liði Chelsea, er aftur kominn í náðina hjá Paulo Bento, landsliðsþjálfara Portúgals. 30.10.2011 20:30
Cassano lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda Antonio Cassano, sóknarmaður AC Milan, var í gærkvöldi lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda eftir leik liðsins gegn Roma í gær. 30.10.2011 20:20
Snæfell lagði Hamar í Stykkishólmi Snæfell vann í dag sigur á Hamar í eina leik dagsins í Iceland Express-deild kvenna í körfubolta, 80-70. Hamar er því enn án stiga í neðsta sæti deildarinnar. 30.10.2011 20:07
Rio Ferdinand mun kannski leggja landsliðsskóna á hilluna Enski knattspyrnumaðurinn Rio Ferdinand veltir því nú fyrir sér að hætta með enska landsliðinu. Þessi fyrrverandi fyrirliði Englands mun á næstu dögum ákveða sig hvort hann muni áfram gefa kost á sér í enska landsliðið. 30.10.2011 19:45
Vettel stoltur að vera fyrsti sigurvegarinn í Indlandi Sebastian Vettel hjá Bull liðinu bætti enn einni í rósinni í hnappagatið í Formúlu 1 keppni í dag þegar hann vann indverska Formúlu 1 kappaksturinn. Í fyrsta skipti á sömu mótshelgi náði hann að ná besta tíma í tímatöku, vera í forystu í keppninni frá upphafi til enda, ná besta aksturstímanum í einstökum hring í keppninni og fagna sigri. Vettel er líka yngsti ökumaður sögunnar til að ná þessum árangri í Formúlu 1 keppni. 30.10.2011 19:43
Molde hársbreidd frá titlinum - Stefán skoraði Molde er hársbreidd frá því að tryggja sér norska meistaratitlinn en liðið þarf að bíða eitthvað enn eftir 2-2 jafntefli við Strömsgodset í kvöld. Ole Gunnar Solskjær er þjálfari Molde. 30.10.2011 18:59
Sölvi skoraði en meiddist í Íslendingaslag Sölvi Geir Ottesen skoraði eitt mark sinna manna í FCK þegar að liðið vann 3-1 sigur á OB í dönsku úrvalsdeildinni. Sölvi þurfti þó að fara meiddur af velli í seinni hálfleik. 30.10.2011 18:55
Gunnar Steinn hafði betur gegn Ásbirni Gunnar Steinn Jónsson var markahæstur í liði sínu, Drott, sem vann nauman sigur á Ålingsas, 22-21, í sænsku úrvalsdeildinni í dag. 30.10.2011 18:30
Kiel vann nauman sigur á Füchse Berlin Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru enn með fullt hús stiga í þýsku úrvalsdeildinni eftir eins marks sigur á Füchse Berlin í dag, 33-32. 30.10.2011 18:07
Jóhann Berg kom inn á í sigurleik Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar styrktu í dag stöðu sína á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar með 1-0 útisigri á Heracles. 30.10.2011 17:27
Loksins tapaði Levante á Spáni Spænska liðið Levante mistókst í dag að endurheimta toppsæti úrvalsdeildarinnar þar í landi en liðið tapaði í dag fyrir Osasona, 2-0. Þetta var fyrsta tap Levante á leiktíðinni. 30.10.2011 16:57
Alfreð og Dagur mætast í bikarnum Dregið var í fjórðungsúrslit þýsku bikarkeppninnar í dag og fengu íslensku þjálfararnir þrír allir mjög erfitt verkefni. 30.10.2011 16:43
Feyenoord í tómu bulli - tapaði 6-0 fyrir Groningen Ófarir Feyenoord halda áfram í hollensku úrvalsdeildinni en í dag steinlá liðið fyrir Groningen, 6-0, á útivelli í dag. 30.10.2011 16:36
Alex Ferguson furðar sig á því að enn séu til kynþáttafordómar Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, furðar sig á meintum kynþáttafordómum gagnvart leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. 30.10.2011 16:30
Viðureign Hauka og KFÍ frestað KKÍ hefur ákveðið að fresta viðureign Hauka og KFÍ í Lengjubikar karla í kvöld þar sem ekki er flugfært á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur. 30.10.2011 16:16
Einar Ingi hafði betur gegn Ólafi Einar Ingi Hrafnsson skoraði fjögur mörk fyrir lið sitt, Mors-Thy, sem vann átta marka sigur á Nordsjælland, 28-20, í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. 30.10.2011 16:07
Redknapp nagar sig í handabakið fyrir að hafa selt Taarabt Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspurs, sagði á dögunum að hann sé hræddur um að Adel Taarabt, leikmaður QPR, eigi eftir að reynast honum erfiður í leiknum um helgina, en Taarabt var um tíma leikmaður undir hans stjórn hjá Tottenham. 30.10.2011 14:30
Hönefoss meistari í norsku B-deildinni Þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson urðu í dag meistarar í norsku B-deildinni en þá fór lokaumferð tímabilsins fram. 30.10.2011 14:13
Whelan: Leikmenn eiga að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum Dave Whelan, stjórnarformaður enska úrvalsdeildarfélagsins Wigan, hefur aldrei legið á skoðunum sínum þótt umdeildar séu. Hann segir nú að knattspyrnumenn eigi að hætta að kvarta undan kynþáttafordómum. 30.10.2011 13:30
Jón Arnór og Haukur Helgi töpuðu báðir Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson töpuðu báðri með liðum sínum í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta nú um helgina. 30.10.2011 13:05
Leeds og Cardiff skildu jöfn Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem gerði 1-1 jafntefli gegn Leeds á Elland Road, heimavelli Leeds, í ensku B-deildinni í dag. 30.10.2011 12:56
Nýr landsþjálfari Þýsklands ber mikla virðingu fyrir Degi Martin Heuberger segist bera mikla virðingu fyrir þeim árangri sem Dagur Sigurðsson hefur náð með liði sínu, Füchse Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni á undanförnum árum. 30.10.2011 12:15
Neymar skoraði fjögur í 4-1 sigri Brasilíumaðurinn Neymar er einn allra efnilegasti knattspyrnumaður heimsins og minnti hann aftur á sig í nótt er hann skoraði öll mörk sinna manna í 4-1 sigri Santos á Atletico Paranaense í Brasilíu í nótt. 30.10.2011 11:47
Ferdinand heyrði ekki hvað Terry sagði Anton Ferdinand hefur staðfest það sem haldið hefur verið fram í enskum fjölmiðlum alla vikuna - að hann vissi ekki hvað John Terry á að hafa sagt við hann fyrr en eftir að leik Chelsea og QPR lauk um síðustu helgi. 30.10.2011 11:46
Enn einn sigurinn hjá Vettel Þjóðverjinn Sebastian Vettel fagnaði í dag sigri í indverska kappakstrinum í Formúlu 1-mótaröðinni en hann var fyrir nokkru síðan búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn í ár. 30.10.2011 11:08
Dalglish: Vitum ekki hvað Gerrard verður lengi frá Kenny Dalglish sagði eftir leik Liverpool og Wolves í gær að það væri of snemmt að segja til um hversu lengi Steven Gerrard yrði frá keppni. 30.10.2011 11:00
FIFA-reglur gætu frelsað Tevez frá City Svo gæti farið að Carlos Tevez geti losnað undan samningi sínum frá Manchester City næsta sumar vegna reglugerðar FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. 30.10.2011 10:00
Leikmaðurinn sem Rooney sparkaði niður skrifaði Platini bréf Svartfellingurinn Miodrag Dzudovic segir að Wayne Rooney hafi ekki átt skilið þriggja leikja bann fyrir að sparka sig niður í leik sinna manna gegn Englandi í undankeppni EM 2012 í síðasta mánuði. 30.10.2011 08:00
Redknapp: Warnock gæti vel þjálfað enska landsliðið Harry Redknapp, sem helst hefur verið orðaður við starf landsliðsþjálfara Englands, telur að Neil Warnock, stjóri QPR, sé góður kostur í starfið. 30.10.2011 06:00
Umfjöllun og viðtöl: HK - Akureyri 30-27 HK vann fínan sigur gegn Akureyri, 30-27, í Digranesinu í dag, en leikurinn var sá síðasti í sjöttu umferð N1-deildar karla. 30.10.2011 00:01
Tottenham aftur upp í fimmta sætið Heiðar Helguson lagði upp mark QPR er lið hans mátti þola 3-1 tap fyrir Tottenham í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. 30.10.2011 00:01
Mario Balotelli er engum líkur Framherjinn Mario Balotelli hagar sér eins og vanstilltur ítalskur sportbíll. Undarleg atvik utan vallar hafa einkennt ferilinn. Sigurður Elvar Þórólfsson skoðaði bakgrunn ítalska landsliðsmannsins sem stelur fyrirsögnunum í bresku blöðunum nær daglega. 29.10.2011 23:30
Mancini: Getum ekki alltaf skorað 4-5 mörk í leik Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var vitanlega ánægður með sigur sinna manna á Wolves í dag en liðið trónir sem fyrr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með fimm stiga forystu á granna sína í Manchester United. 29.10.2011 22:45
1-0 dugði Real Madrid Real Madrid fær að sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í nótt að minnsta kosti eftir 1-0 sigur á Real Sociedad í kvöld. 29.10.2011 21:54
Ferguson vill fá Gaitan til United Enskir fjölmiðlar segja að Manchester United sé nú að undirbúa 40 milljóna punda tilboð í Nicolas Gaitan, miðjumann Benfica. 29.10.2011 21:30
Juventus hélt toppsætinu með sigri á Inter Juventus vann í kvöld 2-1 sigur á Inter sem er fyrir vikið en í bullandi vandræðum við fallsvæði deildarinnar. Juve er hins vegar enn taplaust og á toppi deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki. 29.10.2011 21:01
Vettel jafnaði árangur Prost og Senna í dag Sebastian Vettel á Red Bull náði því marki að ná besta tíma tímatöku í þrettanda skipti á árinu, í tímatökunni á Buddh brautinni í Indlandi í dag. Vettel jafnaði þannig árangur sem Alain Prost og Ayrton heitin Senna höfðu áður náð á sínum Formúlu 1 ferli í tímatökum en metið hvað árangur í tímatökum varðar á Nigel Mansell. Mansell náði fjórtan sinnum að vera fljótastur í tímatökum árið 1992. 29.10.2011 20:27
Rúnar skoraði fjögur í naumu tapi Rúnar Kárason skoraði fjögur mörk er lið hans, Bergischer HC, tapaði naumlega fyrir Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í dag, 32-31. 29.10.2011 20:09
Tap hjá Alfreð og Lokeren Alfreð Finnbogason kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu sautján mínúturnar er lið hans, Lokeren, steinlá á heimavelli fyrir Kortrijk, 4-1, í belgísku úrvalsdeildinni í dag. 29.10.2011 20:05
Guðjón Árni á leið í FH Guðjón Árni Antoníusson er á förum frá Keflavík og mun líklega spila með FH-ingum á næsta ári. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta í dag. 29.10.2011 19:47
Kjartan Ágúst samdi við Fylki á ný Kjartan Ágúst Breiðdal, leikmaður Fylkis, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til næstu tveggja ára. Þetta kemur fram á Fylkir.com. 29.10.2011 19:42