Fleiri fréttir

Sterkur útisigur hjá norsku stelpunum

Norska kvennalandsliðið vann góðan útisigur á Belgum, 0-1, í kvöld en liðin spila í sama riðli og Ísland. Í ljósi þess að íslenska liðið missteig sig gegn Belgum á heimavelli hefðu stelpurnar vel þegið að norska liðið gerði slíkt hið sama í Belgíu.

Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring

Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum.

Lið Rúnars og Ernis úr leik

Lið þeirra Rúnars Kárasonar, Bergischer, og Ernis Hrafns Arnarsonar, Düsseldorf eru bæði úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir töp í kvöld.

Obama vill lausn í NBA-deiluna

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, er mikill íþróttaáhugamaður og vill að lausn verði fundin á NBA-deilunni sem allra fyrst og verkbanni leikmanna þar með aflétt.

PSG ætlar að bjóða 50 milljónir evra í Hazard

Hinir moldríku eigendur Paris Saint-Germain eru ekki hættir á leikmannamarkaðnum en nú er fullyrt að þeir ætli sér að bjóða 50 milljónir evra í Edin Hazard, miðjumanninn öfluga hjá Lille.

AC Milan hækkaði launin hjá þjálfaranum sínum

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, er greinilega að standa sig vel í starfinu að mati yfirboðara hans því hann er búinn að fá 500 þúsund evru launahækkun. AC Milan er samt ekki tilbúið að gera nýjan samning við hann fyrr en eftir tímabilið.

Platini: PSG vill Beckham á röngum forsendum

Michel Platini, forseti Knattspyrnusambands Evrópu, segir að ef Paris Saint-Germain ætli sér að fá David Beckahm til félagsins verði það gert á röngum forsendum.

Fabregas: Ég er enginn engill en enginn kynþáttahatari heldur

Cesc Fabregas er einn af þeim stjörnuleikmönnum sem hafa verið ásakaðir um kynþáttafordóma að undanförnu. Hann bætist þar í hóp með mönnum eins og Luis Suarez hjá Liverpool og John Terry hjá Chelsea. Fabregas heldur fram sakleysi sínu alveg eins og hinir tveir.

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Helena með fimm stig í sigurleik í Meistaradeildinni

Helena Sverrisdóttir og félagar í Good Angels Kosice unnu góðan 15 stiga útisigur á króatíska liðinu Gospic, 91-76, í Meistaradeild Evrópu í dag. Helena bætti stigaskor sitt frá því í fyrstu tveimur Euroleague-leikjum sínum.

Wenger: Park tilbúinn fyrir úrvalsdeildina

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var ánægður með framlag Kóreumannsins Park Chu-Young í leiknum gegn Bolton í enska deildabikarnum í gær, og segir hann tilbúinn fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni.

John Terry ekki í hópnum hjá Chelsea í kvöld

John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld þegar liðið mætir Everton í enska deildarbikarnum. Það hefur verið mikið umstang í kringum John Terry frá leiknum á móti Queens Park Rangers um helgina en það er þó ekki ástæðan fyrir því að Terry verður ekki með í kvöld.

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Guardiola: Toure bað um að fá að fara

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, hefur svarað ásökunum Yaya Toure um að honum hefði verið bolað í burtu frá félaginu. Toure er nú á mála hjá Manchester City.

Tevez er sár og reiður

Fjölmiðlafulltrúi Carlos Tevez segir að leikmaðurinn sé sár og reiður vegna þeirra ásakana að hann hafi neitað að spila með félaginu.

Reynir til liðs við Víkinga

Varnarmaðurinn sterki Reynir Leósson, 32 ára gengur í raðir Víkinga í fyrstu deildinni samkvæmt öruggum heimildum fréttastofu.

Balotelli er að þroskast

David Platt, þjálfari hjá Manchester City, segir að þrátt fyrir allt sé Mario Balotelli að þroskast, bæði sem manneskja og leikmaður.

Vatnsmikil saga úr Geirlandsá

Það hefur gengið á ýmsu á veiðislóðum í grennd við Kirkjubæjarklaustur í haust og sum hollin lítið sem ekkert getað veitt sökum stórrigninga og vatnselgs. Fengum við sendar línur ásamt myndum frá Haraldi Árna Halraldssyni sem lýsir best þeim aðstæðum sem margir veiðimenn þurftu að horfast í augu við lungann úr haustinu. Hollin sem lentu svo í sjatnandi vatni þess á milli fengu fína veiði.

Sleppur Veigar Páll við keppnisbann?

Norskir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um umdeild atriði varðandi vistaskipti Veigars Páls Gunnarssonar í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Stabæk seldi sem kunnugt er Veigar Pál til Vålerenga í Osló og vakti það athygli hvernig staðið var að þeim viðskiptum. Á morgun mun norska knattspyrnusambandið taka ákvörðun um hvort ákæra verði lögð fram í málinu.

Ingibjörg aftur með slitið krossband

Ingibjörg Jakobsdóttir, leikstjórnandi í körfuboltaliði Keflavíkur, verður varla meira með á þessari leiktíð þar sem hún er með slitið krossband í hné.

Nýliðar Vals bæta við sig erlendum leikmanni

Nýliðar Vals í Iceland Express deild karla í körfuknattleik hafa bætt við sig erlendum leikmanni. Hamid Dicko, sem er Bandaríkjamaður með franskt ríkisfang, spilaði sinn fyrsta leik með Val gegn Njarðvík í Lengjubikarnum og skoraði hann 14 stig í þeim leik.

Erindi um stíflur og áhrif þeirra

Margir hafa lýst yfir áhyggjum af afdrifum fiskistofna í Þjórsá verði af fyrirhuguðum virkjunum í neðanverðri ánni. NASF hefur sent frá sér fréttatilkynningu um fróðlegan fyrirlestur um málefnið.

Rjúpnaveiðar: Boð og bönn á afréttum

Það var athyglisverð frétt á Eyjunni núna nýverið, en samkvæmt henni ætlar sveitastjórnin í Húnaþingi að taka gjald af rjúpnaskyttum sem vilja veiða á Víðidalstunguheiði, Tvídægru og Arnarvatnsheiði, svæðum sem talið er að verði að þjóðlendum þegar Óbyggðanefnd hefur unnið sitt starf.

Veiðifréttir eru komnar út

Veiðifréttir eru komnar út á rafrænu formi og eiga að vera í pósthólfum félagsmanna. Það er einnig hægt að nálgast blaðið hér.

Meiðsli Hargreaves ekki alvarleg

Sögusagnir um að Owen Hargreaves sé enn og aftur alvarlega meiddur eru ekki réttar, eftir því sem forráðamenn Manchester City segja.

Bannan settur í bann hjá Villa

Barry Bannan hefur verið settur í tímabundið bann hjá félagi sínu, Aston Villa, á meðan rannsókn á meintum ölvunarakstri Bannan stendur yfir.

Viljum enda árið vel

Ísland leikur í dag sinn síðasta leik á árinu er stelpurnar okkar mæta Norður-Írlandi í Belfast í undankeppni EM 2013. Ísland er taplaust í riðlinum og segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari að stefnan sé að kóróna frábært ár með landsliðinu með sigri.

Clemente rekinn frá Kamerún

Spánverjinn Javier Clemente hefur verið rekinn sem landsliðsþjálfari Kamerún. Brottreksturinn hefur legið í loftinu í margar vikur enda komst Kamerún ekki í úrslit Afríkubikarsins.

Dalglish ánægður með Bellamy

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er hæstánægður með framherjann Craig Bellamy en Dalglish segir að leikmaðurinn hafi þroskast mikið frá því hann var síðast hjá félaginu.

Þrefalda refsingin afnumin næsta sumar

Eitt af því sem truflar knattspyrnuáhugamenn hvað mest er hin svokallaða þrefalda refsing. Það er þegar dæmt er víti á leikmann, hann fær rautt spjald og fer í bann. Það finnst mörgum allt of grimmt.

Tevez sektaður um fjögurra vikna laun

Forráðamenn enska knattspyrnuliðsins Man. City ákváðu í dag að sekta framherjann Carlos Tevez um fjögurra vikna laun vegna hegðunar hans í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern.

Birgir Leifur í 26.-38. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi

Birgir Leifur Hafþórsson er í 26.-38. að loknum fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir bandarísku PGA mótaröðina í golfi. Birgir lék á 1 höggi yfir pari vallar í dag eða 73 höggum. Alls komast 22 kylfingar áfram á 2. stig úrtökumótsins af þessum velli.

Engin flugeldasýning hjá Man. Utd

Man. Utd, Arsenal, Cardiff City og Crystal Palace komust öll áfram í enska deildarbikarnum í kvöld. Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, skipti út öllu sínu liði fyrir leikinn gegn D-deildarliði Aldershot en það kom ekki að sök þar sem gæði Aldershot eru takmörkuð.

Sjá næstu 50 fréttir