Fleiri fréttir

Þorgerður Anna ekki valin í landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, hefur valið þá leikmenn sem munu taka þátt í leikjum liðsins í undankeppni EM 2012 síðar í mánuðinum.

Tiger langt frá sínu besta og tapaði fyrir áhugamanni

Tiger Woods sýndi enga snilldartakta þegar hann mætti til leiks á ný á PGA mótaröðina í golfi eftir sjö vikna fjarveru vegna meiðsla. Hann lék fyrsta hringinn á Frys.com meistaramótinu á 2 höggum yfir pari eða 73 höggum. Hann er í stórhættu að komast ekki í gegnum niðurskurðin og ef það gerist verður það í fyrsta sinn sem Woods lýkur keppni á eftir tvo hringi á tveimur atvinnumótum í röð.

Met í Stóru Laxá?

Nú eru loks öll kurl komin til grafar í Stóru Laxá í Hreppum, en ekki höfðu allir laxar skilað sér í bókina þegar áin lokaði. Nú hafa síðustu skráningar skilað sér í hús og lokatalan er 795 laxar samkvæmt okkar bókum – sem okkur skilst að sé met.

Rooney eldri neitar staðfastlega sök

Faðir Wayne Rooney, leikmanns enska landsliðsins og Manchester United, neitar staðfastlega sök eftir að hann var handtekinn vegna veðmálabrasks í gær.

Button fljótastur á æfingum í Japan í nótt

Jenson Button á McLaren náði besta tíma á báðum æfingum Formúlu 1 liða sem fóru fram á Suzuka brautinni í Japan í nótt. Á fyrri æfingunni var hann aðeins 0.091 úr sekúndu fljótari en næsti ökumaður, sem var Lewis Hamilton á McLaren. Á síðari æfingunni var Button 0.174 úr sekúndu fljótari en Fernando Alonso á Ferrari.

Valsstúlkur úr leik í Meistaradeildinni - myndir

Knattspyrnuvertíðinni á Íslandi lauk formlega í gær þegar síðasta íslenska liðið féll úr leik í Evrópukeppni. Valur lá þá fyrir Glasgow City, 0-3, í Meistaradeild Evrópu.

Í beinni: Kýpur - Danmörk

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Kýpur og Danmerkur í H-riðli undankeppni EM 2012.

Jordan Henderson: Þurfum að fara yfir ákveðin atriði

"Ef litið er á allan leikinn þá var þetta fín frammistaða en við vorum kærulausir á köflum í leiknum,“ sagði Jordan Henderson, fyrirliðið enska U-21 landsliðsins, sem valtaði yfir það íslenska 3-0 á Laugardalsvellinum í kvöld.

Töframaðurinn Dynamo fíflar Gary Neville

Töframaðurinn Dynamo hefur verið duglegur að heimsækja strákana í enska boltanum og nú síðast kíkti hann í heimsókn til Gary Neville, fyrrum leikmanns Man. Utd.

Carragher: Hálfgert svindl að hafa ekki enskan þjálfara hjá landsliðinu

Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, segir það vera hálfgert svindl þegar enska knattspyrnusambandið ræður erlendan þjálfara á landsliðið eins og gert var með Ítalann Fabio Capello. Enska landsliðið getur tryggt sig inn á EM með því að ná í stig í Svartfjallalandi á föstudaginn.

Pearce: Aldrei auðvelt að vinna 3-0 sigur á Íslandi

Stuart Pearce, þjálfari enska 21 árs landsliðsins var ánægður með 3-0 sigur sinna manna á Laugardalsvellinum í kvöld. Pearce er með frábært lið í höndunum sem hafði ekki mikið fyrir sigrinum í kvöld.

Rúnar Már: Alltof ódýr mörk

„Það fyrsta sem kemur upp í hugann minn eru hversu ódýr mörk við fengum á okkur í kvöld,“ sagði Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður íslenska U-21 landsliðsins, eftir tapið gegn Englendingum í kvöld.

Eyjólfur: Svekkjandi að gefa þeim þessi mörk

Það var alls ekki slæmt hljóðið í Eyjólfi Sverrissyni, þjálfara íslenska 21 árs landsliðsins eftir 0-3 tap á móti Englandi í undankeppni EM 2013 á Laugardalsvellinum í kvöld.

Aron: Ánægður með stóran sigur

Aron Kristjánsson var ánægður með hvernig lið hans svaraði kallinu eftir tap gegn Fram í síðustu umferð gegn Gróttu í kvöld þar sem Haukar unnu öruggan tíu marka sigur 34-24.

Guðfinnur: Við náðum aldrei í þá

Guðfinnur Kristmansson þjálfari Gróttu sagði slakan varnarleik verða liði sínu að falli gegn Haukum í kvöld en var að mörgu leyti ánægður með sóknarleikinn.

Umfjöllun: Auðvelt hjá Haukum á Nesinu

Haukar unnu auðveldan tíu marka sigur á Gróttu 34-24 á útivelli í kvöld í N1 deild karla. Haukar gerðu út um leikinn með frábærum kafla síðustu fimmtán mínútur fyrri hálfleiks en alls munaði átta mörkum á liðunum í hálfleik, 19-11.

Forseti Santos er ekkert að grínast með að fá Pele til spila á ný

Luis Alvaro de Oliveira Ribeiro, forseti Santos frá Brasilíu, er full alvara með baráttu sinni fyrir því að Pele spili einu sinni enn fyrir Santos-liðið. Pele er orðinn 69 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 34 árum en það er enn von um að hann verði með Santos í Heimsmeistarakeppni félagsliða í desember.

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic: Hann spilar í fimm ár í viðbót

Umboðsmaður Zlatan Ibrahimovic segir ekkert til í því að leikmaðurinn sé að fara að leggja skóna á hilluna á næstunni. Zlatan sem er þrítugur lét hafa það eftir sér á dögunum að hann hefði ekki eins gaman af fótboltanum og áður og að hann vildi hætta á meðan hann væri enn á toppnum.

Gunnar: Þær unnu þennan leik verðskuldað

"Við ætluðum okkur að komast áfram í þessari keppni og því eru þetta mikil vonbrigði,“ sagði Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals, eftir ósigurinn í kvöld.

Íslandsbaninn ekki með Norðmönnum á móti Kýpur

Mohammed Abdellaoue, framherji Hannover og norska landsliðsins, verður ekki með liðinu á móti Kýpur í undankeppni EM á þriðjudaginn kemur. Moa eins og hann er jafnan kallaður tryggði norska landsliðinu mikilvægan 1-0 sigur á Íslandi á dögunum. Norðmenn eru í mikilli baráttu við Portúgali og Dani um sæti í úrslitakeppni EM á næsta ári.

John Terry: Wayne ætlar ekki að láta handtöku pabba síns trufla sig

John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að Wayne Rooney ætli ekki að láta það trufla sig í leiknum á móti Svartfjallandi á morgun að faðir hans hafi verið handtekinn grunaður um að vera einn af þeim sem skipulögðu veðmálasvindl í kringum leik Motherwell og Hearts í skosku úrvalsdeildinni.

Tvær skyndisóknir skiluðu Norðmönnum sigri í Aserbaídsjan

Norska 21 árs landsliðið vann 2-0 sigur í Aserbaídsjan í undankeppni EM 2013 en þessi lið eru í sama riðli og Ísland sem mætir Englandi á Laugardalsvellinum seinna í kvöld. Norðmenn eru því með fullt hús á toppi riðilsins eftir að hafa unnið 2-0 sigur á Íslandi á dögunum.

Tevez á innkaupalistanum hjá Anzhi í Rússlandi

Forráðamenn rússneska liðsins Anzhi Makhachkala ætla sér að reyna að kaupa vandræðabarnið Carlos Tevez frá Manchester City og vilja tefla Argentínumanninum fram við hlið Samuel Eto'o sem félagið keypti frá Inter Milan í ágúst.

Jones byrjar mögulega á föstudaginn

Enskir fjölmiðlar fjalla mikið um leik Englands og Svartfjallalands í undankeppni EM 2012 á föstudaginn og telja líklegt að Phil Jones, leikmaður Manchester United, verði í byrjunarliði enska liðsins.

Lindegaard tæpur fyrir Liverpool-leikinn

Markvörðurinn Anders Lindegaard hjá Manchester United á við ökklameiðsli að stríða og er óvíst hvort hann geti spilað með liðinu gegn Liverpool um aðra helgi.

Pabbi Wayne Rooney einn þeirra sem voru handteknir

Pabbi Wayne Rooney er einn þeirra níu sem voru handteknir í gær grunaðir um að hafa tekið þátt í veðmálasvindli í kringum leik Motherwell og Hearts í skosku úrvalsdeildinni þann 14. desember síðastliðinn. Steve Jennings, leikmaður skoska úrvalsdeildarfélagsins Motherwell, er líka í þessum hópi.

Þjálfari AEK fékk milljón evra fyrir starfslokin

Þó svo að gríska félagið AEK Aþena eigi í miklum fjárhagslegum erfiðleikum var engu að síður ákveðið að reka þjálfarann Manuel Jimenez og borga honum eina milljón evra í starfslokagreiðslu, eftir því sem kemur fram í grískum fjölmiðlum.

Umfjöllun: Oxlade-Chamberlain afgreiddi íslenska EM-drauminn útaf borðinu

Íslenska 21 árs landsliðið er í allt annað en góðri stöðu í undankeppni EM 2013 eftir að það tapaði sínum öðrum heimaleik í röð í Laugardalnum í kvöld. Englendingar unnu þá auðveldan 3-0 sigur og strákarnir hans Stuart Pearce eru líklegir til afreka í keppninni á meðan íslenska liðið gerir líklega ekki mikið í þessari undankeppni.

Umfjöllun: Valsstúlkur úr leik eftir tap gegn Glasgow City

Glasgow City FC flugu áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Val að Hlíðarenda í kvöld. Valsstúlkur náðu sér aldrei á strik í leiknum og voru úrslitin svo sannarlega sanngjörn. Hallbera Guðný Gísladóttir skoraði sjálfsmark í upphafi leiksins en Lisa Evans bætti síðan tveim mörkum við í síðari hálfleik fyrir gestina.

Taarabt vill fara frá QPR í janúar

Adel Taarabt, leikmaður nýliða QPR í ensku úrvalsdeildinni, hefur gefið það út að hann vilji fara frá félaginu í janúar næstkomandi.

Innsent bréf varðandi ástandið á rjúpnastofninum

Við höfum fengið þó nokkuð af pósti þar sem menn eru með gott innleg í umræðuna varðandi ástandið á rjúpnastofninum og orsakir þess, hverjar svo sem þær kunna að vera. Margir eru þó á sama máli um að refurinn eigi stærri sök í máli en talið hefur verið.

Boltar í hamslausu Tungufljóti

Vötn og Veiði greindu frá góðu skoti í Tungufljóti fyrr í vikunni og getum nú bætt við smá viðbót. Greinilegt er að vatnshæð hefur verið afar óstöðug í fljótinu og sum flóðin nálægt því mest var í fyrra. Og enn eru risafiskar að veiðast.

Sjá næstu 50 fréttir