Fleiri fréttir

Samir Nasri handarbrotnaði í leik með franska landsliðnu

Samri Nasri braut bein í hendi í leik með franska landsliðinu á móti Rúmeníu í undankeppni EM í gær en þetta kemur fram í enskum miðlum. Það er samt ekki ljóst hvenær nákvæmlega Nasri meiddist í leiknum en hann kom inn á sem varamaður á 75. mínútu og kláraði leikinn án sjáanlegra vandræða.

Füchse Berlin með fullt hús - vann Björgvin og félaga í gær

Dagur Sigurðsson og félagar hans í Füchse Berlin byrja vel í þýsku úrvalsdeildinni en liðið hefur unnið tvo fyrstu leiki sína og er á toppnum eins og er. Füchse Berlin vann 29-27 útisigur á Magdeburg í gær en báðir leikir liðsins hafa unnist á útivelli.

Pau Gasol og Dirk Nowitzki mætast í dag á EM í körfu

Keppni í milliriðlum á EM í körfubolta í Litháen hefst í dag og bíða margir spenntir eftir fyrsta leik dagsins þar sem mætast Evrópumeistarar Spánverjar og Þýskaland sem hefur innanborðs einn allra besta körfuboltamann heims.

Capello: Eins og við séum búnir að missa sjálfstraustið á Wembley

Fabio Capello, þjálfari enska landsliðsins, viðurkenndi að sínir menn hafi haft heppnina með sér í 1-0 sigrinum á Wales á Wembley í gær. Eftir leikinn vantar enska landsliðinu aðeins eitt stig til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram næsta sumar.

Tvö auð sæti í ferð körfuboltalandsliðsins til Kína

Logi Gunnarsson og Helgi Már Magnússon komust ekki með íslenska körfuboltalandsliðinu til Kína og því mun landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist aðeins hafa úr tíu mönnum að velja í landsleikjunum tveimur sem fara fram á föstudag og sunnudag.

Markið hans Kolbeins dugði til sigurs - myndir

Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslandi 1-0 sigur á Kýpur í undankeppni EM 2012 í gær og batt liðið þar með meira en þúsund daga bið eftir fyrsta sigrinum í mótsleik.

Stuðningsmaður Wales lést í kvöld

44 ára gamall karlamaður lést í kvöld eftir að hafa hlotið höfuðáverka skömmu fyrir landsleik Englands og Wales á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í kvöld. Talið er að maðurinn sé stuðningsmaður velska landsliðsins.

Hannes: Draumakvöld fyrir mig

„Þetta var algjört draumakvöld fyrir mig,“ sagði Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, í kvöld.

Hjörtur Logi: Algjör vinnusigur

"Þetta var algjör vinnusigur og virkilega mikilvægur fyrir liðið,“ sagði Hjörtur Logi Valgarðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir sigurinn í kvöld.

Kristján Örn: Mikill léttir að mörgu leyti

Kristján Örn Sigurðsson átti frábæran leik í stöðu miðvarðar. Hann spilaði við hlið Hallgríms Jónassonar sem var að spila sinn annan landsleik og fannst samvinna þeirra ganga vel.

Spánverjar skoruðu sex og eru komnir inn á EM

Heims- og Evrópumeistarar Spánar urðu þriðja þjóðin til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Liechtenstein í Logrono í kvöld. Spánverjar hafa unnið alla sex leiki sína í undankeppninni og eru með átta stiga forskot á Tékka þegar aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þýskaland og Ítalía eru einnig komin inn á EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar.

Giampaolo Pazzini skaut ítalska landsliðinu inn á EM

Giampaolo Pazzini, eða sá geðveiki eins og stuðningsmenn INter kalla hann, tryggði Ítölum sæti í úrslitakeppni EM þegar hann skoraði sigurmark liðsins á móti Slóveníu í undankeppni EM í kvöld. Ítalir voru önnur þjóðin til þess að komast upp úr undankeppninni en Þjóðverjar tryggðu sér sigur í sínum riðli á föstudaginn var.

Ashley Young tryggði Englendingum nauman sigur á Wales

Manchester United maðurinn Ashley Young skoraði eina mark leiksins þegar Englendingar unnu 1-0 sigur á Wales á Wembley í leik liðanna í undankeppni EM í kvöld. Enska landsliðið var langt frá því að vera sannfærandi í kvöld en sigurinn gefur Englendingum sex stiga forskot á Svartfjallaland á toppi G-riðils.

Svíar settu fimm á síðustu 26 mínútunum - Holland vantar enn eitt stig

Hollendingar þurfa að bíða eftir því að gulltryggja sig inn á EM þrátt fyrir 2-0 sigur á Finnum í undankeppni EM 2012 í kvöld. Þeir urðu að treysta á það að Svíar myndu tapa stigum í San Marínó. Svíar þurftu að bíða lengi eftir fyrsta markinu en unnu að lokum 5-0 sigur.

Nicklas Bendtner afgreiddi Norðmenn á Parken

Nicklas Bendtner skoraði bæði mörk Dana sem unnu 2-0 sigur á Noregi í kvöld í toppslag í okkar riðli í undankeppni EM 2012. Bendtner sem fór á dögunum á láni frá Arsenal til Sunderland sá til þess að Danir eru nú í mun betri stöðu en Norðmenn í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.

Ásgeir Þór: Ég át hann bara

Ásgeir Þór Magnússon, varamarkvörður Íslands, átti frábæra innkomu í síðari hálfleik gegn Norðmönnum þegar hann varði vítaspyrnu með sinni fyrstu snertingu í leiknum.

Ljungberg kominn með samning hjá japönsku liði

Freddie Ljungberg, fyrrum stjörnuleikmaður Arsenal og sænska landsliðsins, er búinn að gera samning við japanska félagið Shimizu S-Pulse. Þessi 34 ára gamli leikmaður hefur leikið í Bandaríkjunum og í Skotlandi síðan að hann yfir ensku úrvalsdeildina árið 2008.

Ferguson um Sneijder: Aðeins Xavi og Iniesta eru jafnokar Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tjáði sig um Hollendinginn Wesley Sneijder á blaðamannafundi í dag en Sneijder hefur verið orðaður við Manchester United í langan tíma. Nú síðasta halda menn því fram að enska félagið kaupi hann í janúarglugganum.

Aðeins þrír voru með í síðasta sigurleik í undankeppni HM eða EM

Það eru liðnir 1056 dagar síðan íslenska landsliðið vann síðast leik í undankeppni en sá sigur kom á móti Makedóníu á Laugardalsvellinum 15. október 2008. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en í hálfgerðum úrslitaleik um næstsíðasta sætið í riðlinum.

Petr Cech er aftur farinn að æfa á fullu með Chelsea

Tékkneski landsliðsmarkvörðurinn Petr Cech er kominn á fullt eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir á æfingu í síðasta mánuði. Cech tók þátt í æfingu Chelsea-liðsins í dag og ætti að geta spilað á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Gummi Ben skoraði síðasta mark Íslands á móti Kýpur

Guðmundur Benediktsson var síðasti íslenski landsliðsmaðurinn sem náði því að skora í landsleik á móti Kýpur. Ísland og Kýpur mætast á Laugardalsvellinum í kvöld en Ísland er búið að spila 231 mínútu á móti Kýpur án þess að skora.

Indriði og Sölvi ekki með gegn Kýpur

Þeir Indriði Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen verða ekki með íslenska A-landsliðinu gegn Kýpur í kvöld. Þetta staðfesti Indriði í samtali við Vísi.

Eggert Gunnþór: Koma boltanum inn í teig

Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður íslenska landsliðsins, segir að liðið ætli að leggja meiri áherslu á sóknarleikinn þegar að Ísland mætir Kýpur á Laugardalsvelli í kvöld.

Strákarnir töpuðu 0-2 á móti Norðmönnum í Kópavoginum

Fimm leikja sigurgöngu 21 árs landsliðsins á heimavelli er lokið eftir að íslensku strákarnir töpuðu 0-2 á móti Noregi á Kópavogsvelli í kvöld en leikurinn var í undankeppni EM 2012. Íslenska liðið hafði unnið fyrsta leik sinn í riðlinum en tókst ekki að ná þeirri draumabyrjun sem liðið óskaði sér.

Spánn, Holland og Ítalía geta tryggt sig inn á EM í kvöld

Þrjár þjóðir eiga möguleika á því í kvöld að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Póllandi og Úkraínu næsta sumar. Þjóðverjar voru fyrstir til að komast upp úr undankeppninni á föstudaginn var en það gæti bæst í hópinn í dag.

Jóhann Berg: Það er kominn tími á sigur

Jóhann Berg Guðmundsson átti ekki góðan leik á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn enda ekki hans tebolli að spila nánast eingöngu varnarleik í 90 mínútur. Jóhann Berg var jákvæður fyrir leikinn við Kýpur í kvöld og er staðráðinn í að gera betur.

Kolbeinn: Það gerist ekki oft að ég fái ekki færi í leik

Kolbeinn Sigþórsson var nánast skilinn útundan þegar íslenska landsliðið tapaði 0-1 á móti Norðmönnum í Osló á föstudaginn var. Kolbeinn fær vonandi að vera eitthvað meira með í spilinu á móti Kýpur í kvöld en þetta er síðasti heimaleikur liðsins í undankeppni EM 2012.

Hannes: Aðalmálið að standa sig vel

Hannes Þór Halldórsson verður í íslenska markinu þegar liðið mætir Kýpur í undankeppni EM 2012 í kvöld. Stefán Logi Magnússon verður í banni í leiknum og þá er Gunnleifur Gunnleifsson frá vegna meiðsla.

Tiger Woods fellur áfram eins og steinn niður heimslistann

Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods heldur áfram að hrapa niður heimslistann og fellur hann niður um sex sæti frá því í síðustu viku. Woods er þessa stundina í 44. sæti. Bandaríkjamaðurinn Webb Simpson er nú í 14. sæti eftir sigurinn á Deutsche Bank meistaramótinu í gær en hann var áður í 27. sæti.

Tröll á sveimi á Nessvæðinu

Það eru hrikaleg tröll á sveimi á Nesveiðum sem endranær. Þau hafa þó ekki náðst á land, þó að 100-103 cm langir laxar séu að veiðast sl. daga.

Veiði lokið í Veiðivötnum

Stangveiði í Veiðivötnum lauk miðvikudaginn 24. ágúst. Nú er netaveiðitíminn tekinn við. Alls veiddust 21240 fiskar á stangveiðitímanum. Þetta er talsvert minni afli en undanfarin þrjú ár, en svipað og sumarið 2007. Sumarið 2011 telst vera fimmta besta stangveiðiár í Veiðivötnum frá upphafi. Líklega má kenna kuldatíð framan af sumri um lægri aflatölur að þessu sinni, en undanfarin sumur hafa verið sérlega hagstæð lífríkinu í Veiðivötnum og aflabrögð eftir því. Eins og oft áður var mestur afli úr Litlasjó. Þar veiddust 6016 fiskar. Næst á eftir var Stóra Fossvatn með 2467 fiska. Bæði þessi vötn eru hrein urriðavötn. Langavatn var í þriðja sæti með 2392 fiska, mest bleikjur. Yfir 1000 fiskar fengust úr Snjóölduvatni, Kvíslarvatni, Nýjavatni og í Hraunvötnum.

Sjá næstu 50 fréttir