Íslenski boltinn

Markið hans Kolbeins dugði til sigurs - myndir

Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í gær.
Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í gær. Mynd/Valli
Kolbeinn Sigþórsson tryggði Íslandi 1-0 sigur á Kýpur í undankeppni EM 2012 í gær og batt liðið þar með meira en þúsund daga bið eftir fyrsta sigrinum í mótsleik.

KR-ingurinn Hannes Þór Halldórsson átti einnig stórleik í íslenska markinu en þetta var fraumraun hans með A-landsliði Íslands. Hannes varði á köflum glæsilega og hélt á endanum íslenska markinu hreinu. Átti hann ekki síður mikilvægan þátt í sigri Íslands.

Ólafur Jóhannesson stýrði í gær sínum síðasta landsleik á Laugardalsvelli en 5267 áhorfendur fylgdust með leiknum í kvöld.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók þessar myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×