Íslenski boltinn

Kristján Örn: Mikill léttir að mörgu leyti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kristján Örn Sigurðsson átti frábæran leik í stöðu miðvarðar. Hann spilaði við hlið Hallgríms Jónassonar sem var að spila sinn annan landsleik og fannst samvinna þeirra ganga vel.

„Rosalega vel. Svo var Hjörtur Logi við hliðina á mér og Hannes í markinu. Strákar sem hafa ekki spilað marga leiki. Það var góður talandi og við unnum vel saman," sagið Kristján.

Kristján leikur með Hönefoss í næstefstu deild í Noregi en liðið á í harðri baráttu um sæti í efstu deild. Kristján segir mikilvægt fyrir sig að liðið komist upp um deild.

„Já, að sjálfsögðu. Við erum nógu vel mannaðir til þess að gera það. Að sjálfsögðu stefnum við á það."

Þrátt fyrir að íslenska landsliðið hafi unnið langþráðan sigur virkaði ekkert sérstaklega létt yfir landsliðsmennina. Líklega skrifast það á þreytu eða annað því Kristján Örn var því algjörlega ósammála.

„Okkur líður mjög vel, allavegna mér. Þetta er mikill léttir að mörgu leyti. Við höfum oft fengið minna en við áttum skilið. Í dag fengum við það sem við áttum skilið og kannski rúmlega það. Okkur líður mjög vel með það ég skal lofa þér því," sagði Kristján.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×