Fleiri fréttir

Messi tryggði Barcelona sigur gegn tíu mönnum Real

Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði bæði mörk Barcelona í 2-0 sigri á erkifjendum sínum í Real Madrid á Santiago Bernabéu í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld. Real-liðið lék manni færri síðasta hálftíma leiksins eftir að Pepe fékk beint rautt spjald og í kjölfarið var Jose Mourinho, þjálfari liðsins, rekinn upp í stúku.

Ronaldo er ekki til sölu

Real Madrid segir það vera algjörlega útilokað að Portúgalinn Cristiano Ronaldo verði seldur frá félaginu. Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, lýsti því yfir á dögunum að hann dreymdi um að kaupa Ronaldo.

Draumur Fabregas að rætast?

Daily Mail greinir frá því í dag að Arsenal sé loksins tilbúið að sleppa takinu af Cesc Fabregas og hann fái að fara til Barcelona fyrir 35 milljónir punda í sumar.

Real Madrid ætlar að bjóða í Nani í sumar

Real Madrid er talsvert orðað við leikmenn í ensku úrvalsdeildinni þessa dagana. John Terry var orðaður við Real í gær og í dag er því haldið fram að Real sé á eftir Nani, vængmanni Man. Utd.

Etherington missir líklega af bikarúrslitunum

Miðjumaðurinn snjalli Matthew Etherington var borinn út af meiddur í 3-0 sigri Stoke á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Etherington hefur verið lykilmaður í liði Stoke á tímabilinu en nú er tvísýnt um þátttöku hans í úrslitum FA-bikarsins þann 14. maí þegar Stoke mætir stjörnuprýddu liði Manchester City á Wembley.

Formaður dómaranefndar ósammála Antoni og Hlyni

Guðjón L. Sigurðsson, formaður dómaranefndar HSÍ, er ekki sammála þeirri ákvörðun dómaranna Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar að sleppa því að senda inn agaskýrslu vegna rauða spjaldsins sem þeir gáfu Akureyringnum, Guðmundi Hólmar Helgasyni, í gær.

Guðmundur Hólmar fer ekki í leikbann

HSÍ hefur staðfest að Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, muni ekki fara í leikbann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leiknum gegn FH í gær.

Pepe búinn að framlengja við Real Madrid

Portúgalski miðvörðurinn Pepe er búinn að skrifa undir nýjan samning við Real Madrid og þar með binda enda á sögusagnir um framtíð sína. Pepe hefur verið í viðræðum við Real um nýjan samning síðustu vikur og þær viðræður hafa loks borið árangurs.

Eigendur Formúlu 1 liðs Lotus keyptu sportbílaframleiðanda

Team Lotus Enterprise, sem á Formúlu 1 liðið Lotus tilkynnti í morgun að fyrirtækið hafi keypt breska sportbílaframleiðandann Caterham Cars. Eigendur Team Lotus Enterprise eru Tony Fernandes, Kamarudin Maranun og SM Nasarudin, en Formúlu 1 lið Lotus hefur keppt í Formúlu 1 frá því í fyrra.

Tiger meiddur og kominn í frí

Tiger Woods mun ekki taka þátt í Wells Fargo-meistaramótinu þar sem hann er meiddur á hné. Meiðslin hlaut hann í þriðja hring Masters á dögunum.

Essien gæti spilað gegn Spurs

Ganamaðurinn Michael Essien er á ágætum batavegi og gæti spilað með Chelsea gegn Tottenham um næstu helgi en leikurinn er eðlilega afar mikilvægur fyrir Chelsea sem er að elta Man. Utd á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Neuer: Bárum of mikla virðingu fyrir Man. Utd

Manuel Neuer, markvörður Schalke, var pirraður eftir tapið gegn Man. Utd í Meistaradeildinni en honum fannst sitt lið sýna Man. Utd allt of mikla virðingu í leiknum.

Houllier á góðum batavegi

Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, fær að fara heim af spítala í Birmingham eftir nokkra daga en þangað var hann lagður inn með brjótsverki í síðustu viku.

Mourinho tókst loksins að pirra Guardiola

Orðastríð þjálfara Real Madrid og Barcelona færist í aukana með hverjum leik en þriðja orrusta liðanna í fjögurra leikja stríðinu fer fram í Madrid í kvöld. Þá mætast þau í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

NBA: Lakers í lykilstöðu og Orlando enn á lífi

Ökklinn á Kobe Bryant virtist vera í fínu lagi í nótt er Kobe leiddi Lakers til lykilsigurs gegn New Orleans. Lakers komst fyrir vikið yfir í einvíginu og vantar einn sigur í viðbót til þess að komast áfram í næstu umferð.

Pepe Reina: Ég er ekki að fara til Manchester United

Pepe Reina, markvörður Liverpool, segir að það sé öruggt að hann sé ekki á leiðinni yfir til erkifjendanna í Manchester United í sumar en Sir Alex Ferguson leitar nú að eftirmanni Hollendingsins Edwin van der Sar sem leggur skóna á hilluna í vor.

Umfjöllun: Sigurmark Atla á lokasekúndunni

Atli Rúnar Steinþórsson tryggði FH dramatískan sigur með síðasta kasti leiksins gegn Akureyri í kvöld. Lokatölur 21-22. Þetta var fyrsti leikur liðanna um Íslandsmeistaratitilinn en þrjá sigurleiki þarf til að verða meistari.

Ólafur: Það verður miklu betri stemning í Krikanum

Ólafi Guðmundssyni virtist létt eftir frábæran sigur FH á Akureyri í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. FH tryggði sér sigur á lokasekúndunni og hefur 1-0 forystu í einvíginu.

Atli Rúnar: Hugsaði ekkert sérstakt

Atli Rúnar Steinþórsson var kampakátur eftir sigurmark sitt gegn Akureyri í kvöld. Hann skoraði um leið og lokaflautan gall og tryggði Hafnfirðingum forskot í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn.

Afturelding komin 1-0 yfir á móti Stjörnunni

Afturelding steig eitt skref í átt að því að halda sæti sínu í N1 deild karla í handbolta þegar liðið vann 28-27 sigur á Stjörnunni í fyrsta úrslitaleik liðanna um sæti í N1 deild karla á næsta tímabili. Mosfellingar eru þar með komnir í 1-0 en tvo sigra þarf til að tryggja sér sætið í úrvalsdeildinni.

Sir Alex: Ein af bestu frammistöðum leikmanns á móti Man. United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði þýska landsliðsmarkverðinum Manuel Neuer mikið eftir 2-0 sigur United á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld. Manuel Neuer hélt Schalke á floti fyrsta klukkutíma leiksins en United náði síðan að skora tvö mörk á tveimur mínútum á 67. og 69. mínútu leiksins og tryggja sér góðan sigur.

Rooney: Við spiluðum virkilega vel í kvöld

Wayne Rooney var maðurinn á bak við bæði mörk Manchester United í 2-0 sigri á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í Þýskalandi í kvöld. Rooney lagði upp fyrra markið fyrir Ryan Giggs og skoraði það seinna sjálfur.

Ryan Giggs bætti ellimet Inzaghi í kvöld

Ryan Giggs skoraði ekki aðeins gríðarlega mikilvægt fyrsta mark í 2-0 sigri Manchester United á Schalke í fyrri undanúrslitaleik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld því hann bætti um leið eitt Meistaradeildarmet og jafnaði annað.

Stoke upp í 9. sæti eftir 3-0 sigur á Úlfunum

Stoke hoppaði upp um fimm sæti eftir 3-0 heimasigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Stoke í fjórum leikjum en með honum komst liðið upp í 9. sæti deildarinnar og fór upp fyrir Newcastle, Sunderland, Aston Villa, West Bromwich og Fulham. Staða Úlfanna er hinsvegar slæm eftir þetta tap en liðið er í næstneðsta sæti.

Owen Coyle: Það verður erfitt að halda Sturridge

Owen Coyle, stjóri Bolton, vill að sjálfsögðu reyna að halda Daniel Sturridge áfram hjá Bolton en viðurkennir að það gæti orðið mjög erfitt. Sturridge, sem kom á láni frá Chelsea í janúar, skoraði sitt sjöunda mark í níu leikjum fyrir Bolton um helgina og hjálpaði liðinu að vinna 2-1 sigur á Arsenal.

Iniesta verður ekki með Barcelona á móti Real Madrid

Andres Iniesta hætti eftir tíu mínútur á æfingu með Barcelona á Santiago Bernabeu í kvöld og verður ekki með liðinu í fyrri undanúrslitaleiknum á móti Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun. Iniesta meiddist á móti Osasuna um helgina og er ekki búinn að ná sér af þeim meiðslum.

Sundsvall komið í 2-1 eftir tíu stiga heimasigur

Sundsvall Dragons er komið í 2-1 í úrslitaeinvíginu á móti Norrköping Dolphins í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður sænskur meistari. Sundsvall var á heimavelli í kvöld og vann 10 stiga sigur, 80-70.

Kobe er tognaður á ökkla

Kobe Bryant, leikmaður LA Lakers, er tognaður á vinstri ökkla sem er mikið áhyggjuefni fyrir meistarana. Engu að síður stefnir Kobe að því að spila næstu leiki með liðinu.

ESPN: Eiður Smári launahæstur - fær 286 milljónir á ári

Tímarit ESPN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum hefur tekið saman launahæstu íþróttamenn hverrar þjóðar og Ísland fær að sjálfsögðu vera með í samantektinni. Launahæsti íslenski íþróttamaðurinn samkvæmt heimildum ESPN er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen sem nú leikur með Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Leikmaður Lakers handtekinn fyrir dólgslæti

Derrick Caracter, leikmaður LA Lakers, var handtekinn í New Orleans í gær fyrir að hrinda gjaldkera pönnukökuveitingastaðar sem og fyrir læti á almannafæri en hann var drukkinn.

Einar Andri: Þetta verða hnífjafnir leikir

Logi Geirsson mun spila með FH gegn Akureyri í kvöld þó svo hann sé ekki upp á sitt besta og geti ekki beitt sér af fullum krafti. Úrslitarimman um Íslandsmeistaratitilinn um handbolta hefst í kvöld.

Stjarnan fær danskan varnarmann

Pepsi-deildarlið Stjörnunnar hefur fengið liðsstyrk því danski varnarmaðurinn Nikolaj Hagelskjær hefur samið við Garðbæinga út júní. Frá þessu er greint á danska vefnum bold.dk.

Endurskipulag bætti gengi Mercedes

Nobert Haug, einn af yfirmönnum Mercedes Formúlu 1 liðsins segir að fundur um skipulag á mótshelgum hafi breytt gangi mála í Kína á dögunum, en liðsmenn voru ekki sáttir við árangurinn í fyrstu tveimur mótum ársins.

Guðlaugur: Var rólegur í páskaeggjaátinu

Úrslitarimman í N1-deild karla hefst í kvöld þegar deildarmeistarar Akureyrar taka á móti FH í íþróttahöllinni á Akureyri. Rúm vika er síðan undanúrslitin kláruðust og við það eru margir ósáttir.

Mourinho sagður vilja fá Terry til Real Madrid

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, hefur ekki gleymt Chelsea-strákunum og nú er greint frá því að hann ætli sér að reyna að kaupa John Terry, fyrirliða Chelsea, í sumar. Það er ítalska dagblaðið La Gazzetta dello Sport sem greinir frá þessu í dag.

Puyol spilar gegn Real Madrid á morgun

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að hrista af sér meiðslin sem héldu honum frá bikarúrslitaleiknum og verður klár í slaginn gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.

Ferguson vanmetur ekki Schalke

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir sína menn alls ekki vanmeta Schalke en liðin mætast í Þýskalandi í kvöld í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Sjá næstu 50 fréttir